Leita í fréttum mbl.is

Harmageddon um verðtrygginguna: Afborgun af íbúðarláni árið 2047 = 670.000 krónur!

X-IÐUmræðan um gjaldmiðilsmál og vertryggingu verpur oft ansi hressileg og sítt sýnist hverjum. Þeir Máni og Frosti á X-inu ræða oftar en ekki Evrópumál og ræddu þeir verðtrygginguna í gær. Þeir eru sko heldur ekkiert að skafa af því! Á Pressunni segir:

"Útvarpsmaðurinn Frosti Logason þarf að borga 140 milljónir króna fyrir 17 milljóna króna lán sem hann tók árið 2006 vegna íbúðakaupa. Hann fékk þau svör frá bankanum sínum að bankinn færi á hausinn fengi hann ekki allar 140 milljónirnar.

Frosti stýrir útvarpsþættinum vinsæla Harmageddon á X-inu 977 ásamt Mána Péturssyni. Í þættinum í gær gerði hann verðtryggð íbúðalán að umræðuefni, en fyrr um morguninn hafði hann gert sér ferð í bankann til að kanna stöðuna á íbúðarláninu sínu.
Lánið, 17 milljónir króna, tók hann árið 2006. Það stendur í tæpum 25 milljónum króna í dag, en hann greiddi sjálfur út 4,5 milljónir króna sem hann segir tapað fé í dag. Frosti sagðist ekki passa inn í 110 prósent leiðina sem þýðir að hann þarf að borga lánið í topp, en hann hefur alla tíð staðið í skilum. Samræðurnar við fulltrúa bankans voru á þessa leið:"

Meira og klippið af X-inu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

LÁNTAKA HÉR Á ÍSLANDI.

Frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%, úr 258,9 í 365,3.


"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Þorsteinn Briem, 23.11.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

KAUPMÁTTUR HÉR Á ÍSLANDI.

Frá maí 2006 til maí 2010 LÆKKAÐI hér vísitala kaupmáttar launa um 9%, úr 113,9 í 103,9.

En á sama tíma HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 41%. (Sjá athugasemd hér að ofan.)


Hagstofa íslands - Vísitala kaupmáttar launa 1989-2010


Hagstofa Íslands - Vísitala neysluverðs 1988-2010

Þorsteinn Briem, 23.11.2011 kl. 19:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.

Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.

HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.

SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.

Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.

Þorsteinn Briem, 23.11.2011 kl. 19:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn VILL ÁFRAM íslenska krónu og VERÐTRYGGINGU:

"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann hafi lengi verið þeirrar skoðunar að erfitt sé að vera með lítinn gjaldmiðil líkt og krónuna en hann er enn þeirrar skoðunar að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 23.11.2011 kl. 19:43

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Frá október 1989 til október 2011 hefur kaupmáttur launa AUKIST um 32% UMFRAM VERÐBÓLGU!

Verðbólgan er EKKI vandamálið.

Krónan er ekki vandamálið.

Háir raunvextir þ.e vextir UMFRAM VERÐBÓLGU eru vandamál. Fasteignabólur uppblásnar af gróða og græðgissjónarmiðum er ekki vandamál bara hér heldur ALLSTAÐAR!

Hver er ástæðan fyrir háum raunvöxtum?

1. Há raunávöxtunarkrafa lífeyrissjáóða sem er núna samkvæmt lögum 3,5% UMFRAM VERÐBÓLGU.

2. Bankar og aðrir lánabraskarar APA eftir þessa háu raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna! 

Það er tími til komin að þeir sem bera á borð svona kjánalega útreikninga, eins og vesalingarnir hjá X-IÐ, reikni samhliða út hver laun viðkomandi yrðu að samningstíma liðnum og eins hvert virði húsnæði viðkomandi yrði.

Þeir sem bera svona á borð fyrir fólk hljóta annaðhvort að vera kjánar sjálfir eða halda að fólk upp til hópa séu kjánar. 

Kjánalegast af öllu er að ESB-sinnar halda að þetta séu rök MEÐ inngöngu í ESB!

Eggert Sigurbergsson, 24.11.2011 kl. 08:25

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gaman að fá svona link til þess að útskýra verðtrygginguna og kosti ESB á mannamáli.

Það höfðar til yngra fólksins sem mun taka afstöðu til verðtryggingarinnar þegar samningurinn lyggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 12:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma EKKI til Íslands vegna þess að ódýrara sé að ferðast hingað en til Evrópusambandslandanna eða á milli þeirra.

Erlendum ferðamönnum fjölgaði
mest hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, á árunum 2006 og 2007.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Árið 2006
var verðlag hérlendis 61% HÆRRA en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum, borið saman Í EVRUM.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvöru og tóbaki


Við Íslendingar kaupum hins vegar matvörur og aðrar vörur hér í íslenskum krónum en EKKI í evrum og árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu en 84% af útflutningi héðan fóru þangað.

Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 114% frá ársbyrjun 2006.

KOSTNAÐUR
ferðaþjónustunnar hérlendis, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur því AUKIST GRÍÐARLEGA frá árunum 2006 og 2007.

Og það á að sjálfsögðu einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk VEGNA ÞESS að gjaldmiðill okkar Íslendinga er íslensk króna en ekki evra.

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 50% og við Íslendingar kaupum til að mynda olíu í Bandaríkjadollurum.

"Sauðfjárbændur hafa tekið á sig verulegar aðfangahækkanir undanfarin ár.

Áburðarverð hefur þrefaldast, olía rÍflega tvöfaldast og rekstrarkostnaður í heild hækkað um rúm 170% frá 2005
."

16.7.2011: Sauðfjárbændur svara Gylfa Arnbjörnssyni

Þorsteinn Briem, 24.11.2011 kl. 12:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef GRÍÐARLEG LÆKKUN á gengi íslensku krónunnar undanfarin ár hefði EKKI valdið mikilli verðbólgu hérlendis.

FLEST
aðföng og vörur hér eru INNFLUTTAR og þegar gengi íslensku krónunnar LÆKKAR, til að mynda gagnvart evrunni, þarf að sjálfsögðu að greiða fleiri krónur fyrir hverja evru.

Þar af leiðandi HÆKKAR verð á vörum frá evrusvæðinu í verslunum hérlendis, svo og verð á vörum framleiddum með aðföngum frá evrusvæðinu, verðbólgan hér EYKST því og VERÐTRYGGÐ LÁN HÆKKA.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 24.11.2011 kl. 12:28

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eggert.

Er ekki betra að hlusta á hljóðbrotið áður en þú byrjar að gagnrýna það. Þeir eru að tala um að launin hjá þeim þurfa að vera 2 milljónir á X-inu.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 12:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2011 (síðastliðinn mánudag):

"Verðbólgan hér á Íslandi er 5,3 prósent um þessar mundir, sem er nokkuð umfram 2,5 prósent markmið Seðlabanka Íslands.

Ekkert land sem notar evruna er með meiri verðbólgu
en evrulandið sem glímir við mesta verðbólgu er Belgía með 3,6 prósent. Á evrusvæðinu í heild nemur hún 3 prósentum.

Tvö Evrópuríki sem ekki notast við evruna eru hins vegar með verri verðbólgutölur en það eru Rússland og Tyrkland, sem eru með 7 til 8 prósent verðbólgu.

Verðbólgan hér á Íslandi er mikil á heimsmælikvarða

Þorsteinn Briem, 24.11.2011 kl. 12:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðið ár, frá 24. nóvember í fyrra, hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 4%.

Hér á Íslandi eru hins vegar GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 24.11.2011 kl. 13:52

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er rétt sem Eggert segir þegar hann bendir á að kaupmáttur hafi aukist umfram verðbólgu og að þess vegna sé óþarfi að óttast hækkun lána til lengri tíma.  Raunbreytingar eru það sem skiptir máli og hlutfallslegar breytingar á milli skulda og tekna.

Það fær mig samt ekki til að finnast krónan eitthvað betri. 

Óstöðug mynt sem erfitt er að treysta á að haldi verðgildi sínu eykur áhættu.  Þessi aukna áhætta ýtir undir áhættusækni, mikla spákaupmennsku og aukna óvissu fyrir almenning, sem stendur varnarlaus vegna þess að hann skortir almennt sérþekkingu til að vita hvað er að gerast. 

Þess vegna er evran betri og eftirsóknarverð þrátt fyrir allt.

Lúðvík Júlíusson, 25.11.2011 kl. 06:07

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐHÆKKANIR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM HÉRLENDIS.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði hér verð á eftirtöldum vörum miðað við verðlag á öllu landinu á 18 mánaða tímabili, frá ágúst 2008 til febrúar 2010:

Nýmjólk
um 19%, úr 91 krónu í 108 krónur lítrinn,

súrmjólk
um 28%, úr 125 krónum í 160 krónur lítrinn,

skyr
um 13%, úr 260 krónum í 295 krónur kílóið,

smjör
um 19%, úr 471 krónu í 560 krónur kílóið,

mjólkurostur
(26% brauðostur) um 13%, úr 1.105 krónum í 1.253 krónur kílóið,

egg
um 19%, úr 463 krónum í 549 krónur kílóið,

heill frosinn kjúklingur
um 19%, úr 463 krónum í 552 krónur kílóið,

súpukjöt
(dilkakjöt) um 18%, úr 542 krónum í 640 krónur kílóið,

vínarpylsur
um 14%, úr 1.008 krónum í 1.153 krónur kílóið,

lifrarkæfa
um 7%, úr 1.242 krónum í 1.327 krónur kílóið,

gúllas
(nautakjöt) um 2%, úr 1.816 krónum í 1.846 krónur kílóið,

skinka
um 10%, úr 2.254 krónum í 2.479 krónur kílóið,

hangikjötsálegg
um 6%, úr 3.562 krónum í 3.785 krónur kílóið.

Þorsteinn Briem, 25.11.2011 kl. 14:08

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áríð 2006 var hér EFTIRSPURNARVERÐBÓLGA, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá MJÖG HÁTT og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru því GRÍÐARLEGA HÁIR, 14,25%, til að REYNA að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu JÖKLABRÉF fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem HÆKKAÐI gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Nú sitjum við uppi með þau og GJALDEYRISHÖFT.

Jöklabréf


En eftir GJALDÞROT íslensku bankanna OG Seðlabanka Íslands haustið 2008 var hér MJÖG MIKIL verðbólga VEGNA GENGISHRUNS íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Verðbólgan
hér í janúar 2009 var 18,6% og stýrivextir Seðlabanka Íslands 18%, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands


Seðlabanki Íslands - Peningamál í nóvember 2006

Þorsteinn Briem, 25.11.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband