1.12.2011 | 21:35
Kíkt í ársskýrslu Matís
Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað stjórn Matís að draga til baka umsókn um 300 milljóna styrk frá Evrópusambandinu, en það var gert á pólítískum forsenddum og hefur víða verið sagt frá málinu.
Sé Matís og ársskýrsla fyrirtækisins frá 2010 skoðuð virkar þessi ákvörðun enn furðulegri. Í ársskýrslunni segir meðal annars:
"Fjórða starfsár Matís ohf. einkenndist, líkt og þau fyrri, af vexti fyrirtækisins í ýmsum skilningi. Matís hefur mikilvægum skyldum að gegna í matvælarannsóknum og matvælaöryggi en ekki síður er fyrirtækið í vaxandi mæli jarðvegur fyrir nýsköpun og sprota vítt um samfélagið. Matís ohf. hefur rekstrarlega sterka stöðu og bætir sífellt við sig á þekkingarsviðinu. Með þá stöðu er hægt að halda áfram á sömu braut uppbyggingar. Þrátt fyrir samdrátt hjá mörgum viðskiptavinum hefur tekist að laga fyrirtækið að breyttum aðstæðum og sá sveigjanleiki er einnig tákn um styrk."
Síðar segir: " Á árinu 2010 voru undirritaðir samningar um forystuhlutverk Matís í stórum Evrópuverkefnum á rannsóknasviðinu. Þau verkefni eru ánægjuleg skilaboð um að til Íslendinga er horft meðtrausti þó margir kunni að halda annað. Við höfum fram að færa reynslu á sjávarútvegssviðinu, í fiskveiðistjórnun og fleiri þáttum sem horft er til. Forystuhlutverk Matís ohf. í þessum verkefnum er jafnframt mikil traustsyfirlýsing og góð kynning bæði hérlendis og erlendis á styrk fyrirtækisins og hæfni starfsfólks. Erlend verkefni færa fyrirtækinu bæði aukinn faglegan styrk en einnig nýjar tekjur, sem er mikilvægt atriði á samdráttartíma hér innanlands."
Í skýrslunni er rætt við Hörð G. Kristinsson, rannsóknarstjóra fyrirtækisins, um tækifæri og sóknarfæri Matís:"
Þau er að finna á öllum sviðum fyrirtækisins. Sjávarútvegur og fiskiðnaður eru mikilvægar undirstöðugreinar og mikilvægt að halda þeirri stöðu áfram. Það liggja hins vegar líka ný tækifæri í þeirri grein, allt frá því að vera nýting nýrra nytjastofna við landið, fullvinnsla afla, framleiðslutækni eða betri aflameðferð. Þar sem Matís vinnur mjög faglega þá getum við komið að svona verkefni á margan hátt og gott dæmi um það er á sama tíma og við komum að verkefnum í sjávarútvegi sem snúa að aukinni verðmætasköpun þá erum við stöðugt að skoða hvernig nýta má það sem til fellur í fiskiðnaði til nýsköpunarframleiðslu á líftæknisviðinu. Sjávarútvegurinn er því mjög breitt svið tækifæra fyrir okkur á komandi árum, segir Hörður og nefnir einnig framþróun í fiskeldismálum, landbúnaðarframleiðslu, sem og mikinn uppgang í ferðaþjónustu.
"Ísland er og verður vissulega okkar aðal markaður en hins vegar er Matís fyllilega samkeppnisfært
fyrirtæki á okkar sérsviðum erlendis og við viljum gjarnan koma okkur enn betur á framfæri á þeim vettvangi, segir Hörður."
Í skýrslunni segir um hlutverk og stefnu Matís:
"Hlutverk Matís er að
...efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs
...tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins
með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu
...bæta lýðheilsu
Stefna Matís er að
...vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni
Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins."
Á bls. 63 segir svo þetta: "Leiðandi hlutverk í fjölþjóðlegu líftækniverkefni
Fullyrða má að einstök þekking á heimsvísu hafi byggst upp innan Matís með rannsóknum sérfræðinga fyrirtækisins á hitaþolnum örverum sem er að finna í lífríki jarðhitasvæða á Íslandi. Þessi þekking er burðarásinn í fjölþjóðlega verkefninu AMYLOMICS sem Evrópusambandið ákvað á síðasta ári að styrkja. Verkefnið er hugmynd líftæknisérfræðinga Matís og mun fyrirtækið leiða það. Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni- og lífefna Matís, segir markmiðið að nýta örverur úr íslenskum hverum og háhitasvæðum til að þróa hitaþolin ensím sem nýta má í iðnaðarframleiðslu, sér í lagi í sterkju- og sykuriðnaði. Hita- og sýruþol eru einmitt nauðsynlegir eiginleikar í framleiðsluferlum þessara iðngreina. Meðal þátttakenda í verkefninu verður franska fyrirtækið Roquette Frères, sem er eitt hið stærsta í Evrópu í framleiðslu á sterkju og afleiddum afurðum og mun það fá ensím sem þróuð verða í verkefninu til prófunar og nýsköpunar í framleiðslu sinni."
(Feitletranir í textanum eru ES-bloggsins.)
Í ljósi þessara orða úr ársskýrslu Matís er sú ákvörðun að draga styrkumsóknina til baka afar sérkennileg.
Vel má velta þeim spurningum upp hvort með henni sé ekki; a) verið að draga út matvælaöryggi, og b) flytja þekkingu úr landinu og eða koma í veg fyrir nýtingu þekkingar í landinu?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Samfylkingin vill ekki að efnahagsböðlar Evrópusambandsins fari í fangelsi og reynir því að tefja fyrir byggingu þess.Samfylkingin sér um sína:Paste/
- Horfa
Þór Saari (Hr):
Frú forseti. Ég þakka fyrir að fá að komast hér að, Hreyfingin er enn þingflokkur á Alþingi. Mig langar að ræða fangelsismál og þá afstöðu formanns fjárlaganefndar að bygging nýs fangelsis sé stórpólitískt mál. Fangelsismál eru í vondri stöðu og hafa verið það í áratugi á Íslandi. Það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Niðurstaðan er að fangar komast ekki í afplánun, það er vont fyrir fangana, það er vont fyrir samfélagið og dómar fyrnast.
Lagalegt samfélag á Íslandi hrynur ef refsingar eru ekki fullnustaðar, við skulum bara gera okkur grein fyrir því. Ef menn geta farið hér um víðan völl og framið glæpi og þurfa ekki að gjalda fyrir þá hrynur samfélag laga og réttar. Það að gera þetta mál stórpólitískt er skammarlegt. Hér er um að ræða, eins og margoft hefur komið fram í þingsölum, kjördæmapot sumra þingmanna Suðurkjördæmis sem líta á ógæfusömustu menn samfélagsins sem verslunarvöru í eigin endurkjöri. Og það er skammarlegt að þurfa að hlusta á þetta dag eftir dag. Það hefur ítrekað komið fram hjá sumum þingmönnum kjördæmisins að þeir vilja eitt risafangelsi í sínu eigin kjördæmi í atvinnusköpunarskyni. Slíkt fangelsi er óhagkvæmt, það er óhentugt og það er ekki gott fyrir fangana, það er ekki gott fyrir starfsfólkið og það er ekki gott fyrir samfélagið á svæðinu. Fangavarsla er með neikvæðustu störfum sem hægt er að hugsa sér og því fjölbreyttari úrræði og fjölbreyttari fangelsi sem til eru, því betra. Þá er hægt að víxla mönnum og föngum og reyna að gera eitthvað betra við þá en að hafa þá alla innilokaða í sama stóra fangelsinu.
Frestun á úrlausn vanda fanga og hvítflibbaglæpamanna ýtir undir samfélag ótta og það er ekki það sem fólk á Íslandi vill. Við stöndum frammi fyrir því að hugsanlega munu útrásarvíkingar eða fjárglæframenn þurfa að fara í afplánun, en þeir munu ekki komast í afplánun vegna þess að fjöldi þingmanna vill ekki að þeir fari í afplánun og það er skammarlegt.
Örn Ægir Reynisson, 2.12.2011 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.