4.12.2011 | 20:12
Margar góðar greinar á Já-Ísland (www.jaisland.is)
Ritstjórn ES-bloggsins vill benda á margar góðar greinar um Evrópumál á vefsíðu Já-Íslands, www.jaisland.is UMRÆÐAN
Allskyns mál eru tekin þar fyrir og í einni grein tekur Sigurður M. Grétarsson fyrir verðtrygginguna og krónuna og segir: "
Þegar rætt hefur verið um kosti þess og galla þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í stað krónu hefur það oft verið nefnt sem einn af kostunum við evruna að þannig verðum við loks laus við verðtryggingu lána hér á landi. Andstæðingar ESB hafa sagt á móti að við þurfum ekki að taka upp evru til að losna við verðtryggingu því við getum allt eins einfaldlega ákveðið að afnema verðtryggingu þó við notum áfram krónu. Skoðum þessa fullyrðingu nánar hvað langtímalán eins og húsnæðislán varðar.
Þeir aðilar sem lána langtímalán til húsnæðiskaupa þurfa að fjármagna þau lán með skuldabréfaútboði. Með sögu íslensku krónunnar og þeirrar verðbólgu sem oft hefur verið hér á landi verður að teljast mjög ólíklegt að eftirspurn verði eftir óverðtryggðum skuldabréfum í íslenskum krónum til langs tíma með föstum vöxtum. Verðbólgusaga Íslands með sína örmynt er einfaldlega víti sem fjárfestar munu hafa í huga varðandi kaup á slíkum bréfum og því munu þeir ekki kaupa þau nema þá með miklu áhættuálagi sem leiðir þá til mjög hárra vaxta. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta breytist í fyrirsjáanlegri framtíð. Óverðtryggð langtímabréf í íslenskum krónum verða því varla í öðru formi en með breytilegum vöxtum."
Síðar segir Sigurður: "Til að losna við verðtryggingu þarf því að vera hægt að bjóða upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann. Til þess að það sé hægt þá þurfum við að nota mynt sem nýtur nægjanlegs traust til þess að fjárfestar séu tilbúnir til að kaupa verðbréf með slíkum skilmálum öðruvísi en með mjög háum vöxtum. Það er ekkert sem bendir til þess að íslenska krónan muni nokkurn tímann njóta slíks trausts. Evran er eina myntin sem okkur stendur til boða sem nýtur slíks trausts fjárfesta. Okkur stendur hún hins vegar einungis til boða ef við göngum í Evrópusambandið.
Málið er einfalt. Við munum þurfa að búa við verðtryggingu beina eða óbeina meðan við notum íslensku krónuna. Einnig er vert að hafa í huga að með notkun evru geta íslenskir lántakendur tekið lán á Evrusvæðinu með þeim vöxtum sem þar standa til boða án gengisáhættu og verða þá ekki ofurseldir íslenskum okurvöxtum eins og þeir verða meðan við notum íslensku krónuna."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Evruna! Sá er bjartsýnn!
Jón Valur Jensson, 5.12.2011 kl. 04:48
Ein nýjasta fréttin af evrunni er hér:
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/12/04/meirihluti_osattur_vid_evruna/
60% Þjóðverja telja evruna slæma hugmynd, samkvæmt könnun sem þýska tímaritið Focus lét gera og birti í dag, um áratug eftir að evran var kynnt til sögunnar.85% af aðspurðum sögðust vera þeirrar skoðunar að evran hefði hækkað allt í verði.
Könnunin náði til 1000 manns og þrír fjórðu sögðust trúa því að gamli gjaldmiðillinn, þýska markið, hefði verið stöðugri og reynst hafa meiri stöðugleika gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Kemur þetta fram hjá fréttaveitunni AFP.
Jón Valur Jensson, 5.12.2011 kl. 04:52
Svo er SMG enginn gjaldmiðils- né verðbólgusérfræðingur, nema síður sé, eins og sýnt hefur sig.
Jón Valur Jensson, 5.12.2011 kl. 04:54
Jón Valur Jensson,
Hvernig ég kýs hverju sinni er mitt einkamál.
Kosningar eru LEYNILEGAR og það er að sjálfsögðu góð og gild ástæða fyrir því.
Skoðanakannanir eru hins vegar EKKI leynilegar og að sjálfsögðu vilja margir EKKI SVARA spurningum í skoðanakönnunum, ekki síst varðandi viðkvæm og UMDEILD málefni, til að mynda aðild Íslands að Evrópusambandinu.
En í kjörklefanum eru kjósendurnir BÚNIR AÐ ÁKVEÐA hvernig þeir ætla að kjósa og í mörgum tilfellum eftir langa og MIKLA UMHUGSUN.
Í sumum skoðanakönnunum eru FJÖLMARGIR aftur á móti EKKI BÚNIR að ákveða hvernig þeir myndu greiða atkvæði um viðkomandi málefni í kosningum.
Í skoðanakönnunum verður fólk að svara ÁN nokkurrar umhugsunar en það getur að sjálfsögðu einnig kosið að NEITA að svara spurningunum.
Og ef FJÖLMARGIR NEITA að svara skiptir það að sjálfsögðu mjög MIKLU MÁLI þegar niðurstöðurnar eru birtar.
Þess vegna er ENGAN VEGINN hægt að fullyrða að skoðanakannanir JAFNGILDI kosningum, enda eru ÚRSLIT KOSNINGA í sumum tilfellum GJÖRÓLÍK niðurstöðum skoðanakannana, til að mynda í síðustu alþingiskosningum.
Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu liggur EKKI fyrir og að sjálfsögðu er því MJÖG ERFITT FYRIR FJÖLMARGA að taka NÚNA afstöðu til aðildarinnar.
Hvað varðar aðild Íslands að Evrópusambandinu eru skoðanakannanir og þjóðaratkvæðagreiðsla því GJÖRÓLÍK fyrirbrigði.
Ég tek því hæfilega mikið mark á ÖLLUM skoðanakönnunum varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Og FJÖLMARGIR munu hugsanlega ekki gera upp hug sinn varðandi aðildina fyrr en í kjörklefanum, þannig að ég myndi heldur ekki treysta skoðanakönnun sem gerð væri daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Þorsteinn Briem, 5.12.2011 kl. 14:11
Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 1,19%, Kanadadollar um 3,66%, breska sterlingspundinu 0,23%, íslensku krónunni 3,91% og sænsku krónunni 1,11% en lækkað gagnvart japanska jeninu um 3,02%, norsku krónunni um 0,48% og svissneska frankanum 0,66%.
Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,7%.
Þorsteinn Briem, 5.12.2011 kl. 14:46
Þótt maður hafi ekki haft neinn tíma til að svara þessu óverðuga svari Steina, merkir það ekki, að hann hafi svarað rökum mínum að neinu gagni né að málstaður hans hafi skánað hætishót.
Í tímaskorti,
Jón Valur Jensson, 6.12.2011 kl. 02:36
Jón Valur Jensson,
RÖK ÞÍN í málinu eru ENGIN!!!
Það eru að sjálfsögðu EKKI RÖK að vitna í einhverja skoðanakönnun í Þýskalandi varðandi evruna en HAFNA því jafnframt að skoðanakönnun í Írlandi, einnig varðandi evruna, sé marktæk.
Evran verður hins vegar AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI lögð niður vegna einhverrar skoðanakönnunar.
Áttatíu prósent Íra eru ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 6.12.2011 kl. 03:26
10.10.2011:
"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.
Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 6.12.2011 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.