11.12.2011 | 09:17
Evran, Hrunið og vekjaraklukkur - Þorvaldur Gylfason í DV
"Sumir telja, að Grikkjum hafi aldrei verið alvara með aðild sinni að ESB. Þeir kunni ekki annað en að sleikja sólina og slæpast og hafi hvort eð er ekki gert annað í mörg hundruð ár. Þeir tóku aðild að ESB fegins hendi 1981 og öllu því fé, sem fylgdi henni, en þeir gerðu lítið annað til að lyfta landinu. Þeir notuðu öryggisnet ESB eins og hengirúm. Þetta er ekki mín skoðun, heldur skoðun grísks hagfræðings, sem fjallaði ásamt öðrum um Grikkland á fundi, þar sem ég var í Seðlabankanum í Atlanta um daginn. Grikkir breytast ekki, sagði hann, hvort sem þeir standa innan eða utan ESB, nei, Grikkir standa föstum fótum í fortíðinni.
Geta þjóðir breytzt?
Þarna birtist harkaleg afstaða. Eru Grikkir þá öðruvísi en annað fólk? Varla var maðurinn að tala um alla landa sína á einu bretti. Nei, hann var væntanlega að tala um þá Grikki, sem hafa haft undirtökin í stjórnmálalífi landsins. Ég þekki marga Grikki, sem vilja, að Grikkland breytist, taki sér tak, hætti að vera hálfgildingsland, verði heldur fullgilt Evrópuland, semji sig að nýjum, hagfelldari siðum og betri lífskjörum með því að læra af öðrum Evrópuþjóðum. Um þetta snerist Evrópumálið í Grikklandi í 30 ár. Þessir Grikkir telja (ég er að tala um ungt fólk á öllum aldri), að Grikkir geti breytzt, því að öll getum við breytzt, eða næstum öll.
Hví skyldu þeir Grikkir, sem vilja færa Grikkland nær nútímanum, ekki geta náð að lyfta landinu með því að ná nógu mörgum kjósendum á sitt band? Þeir hafa gild rök fram að færa. Hví skyldi þeim ekki geta tekizt þetta? úr því að hinir, sem misstu efnahagslífið fram af bjargbrúninni, reyndust ekki duga. Væri ekki vert að reyna? Grikkland er lýðræðisríki."
Síðan snýr Þorvaldur sér að Evrunni, hinum sameiginlega gjaldmiðli 17 ríkja Evrópu:
"Nánara samstarf í ríkisfjármálum ESB-landanna var alla tíð forsenda sameiginlegs gjaldmiðils, þótt nú fyrst fáist Frakkar og Þjóðverjar loksins til að horfast í augu við þá staðreynd. Mikilvægi ríkisfjármálanna fyrir myntsamstarfið hefur legið fyrir frá upphafi. Sumir hér heima virðast telja, að nánara samstarf um ríkisfjármál innan ESB muni draga úr líkum þess, að Íslendingar fáist til að fallast á aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi skoðun virðist hvíla á þeirri hugsun, að Íslendingum sé ókleift að semja sig að auknum aga, sem fælist í að reka ríkisbúskapinn með sjálfbærum hætti. Sé þessi skoðun rétt, eiga Íslendingar ekkert erindi inn í ESB og yrðu þá bara til vandræða þar. Væri ég þessarar skoðunar, væri ég andvígur umsókn Íslands um inngöngu í ESB."
Þorvaldur segir svo í lokin að HRUNIÐ hafi verið vekjaraklukka fyrir Ísland:
Hrunið var vekjaraklukkan
Hefur stjórn ríkisfjármála hafi tekizt svo vel hér heima, að Íslendingum geti stafað háski af evrópskum aga í efnahagsmálum? gegn því að eiga auk annars greiðan aðgang að fjárhagslegri neyðarhjálp, ef í harðbakkann slær. Nei, þvert á móti. Slök stjórn ríkisfjármála og peningamála ásamt öðrum slappleika olli því, að íslenzka krónan hefur tapað 99,95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku krónunni frá 1939, og gerði Ísland að alræmdu verðbólgubæli.
Aðild að ESB og upptaka evrunnar snúast öðrum þræði um að hverfa af þeirri braut og marka nýja, enda eru lífskjör á Íslandi nú mun lakari en annars staðar á Norðurlöndum vegna veikrar hagstjórnar langt aftur í tímann og veikra innviða. Mörg ár og miklar umbætur þarf til að rétta kúrsinn af. Hrunið er ekki orsök vandans. Hrunið var vekjaraklukkan, sem opnaði vonandi augu nógu marga til þess, að hægt verði að ryðja nýjar brautir til farsældar fyrir land og lýð."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hrunið var semsagt guðsgjöf, ekki bara Davíð að kenna lengur. Hrunið mun í tímanna rás, filteri sögunnar, rata á rétta eigendur. Flestir námu þeir dansfimi sína hjá nýju háskólunum. Það er alveg merkilegt hvað Þorvaldur hefur ætíð verið sjúkur í undanhald og aumingjadýrkunin verið, honum náin, öfugt við föður hans og bræður.
K.H.S., 11.12.2011 kl. 10:37
Þorvaldur virðist vera að misskilja þetta um hrunið og Evruna.
Sú staðreynd að Íslendingar vilji ekki gera land sitt að hjálendu hins þýzka stórríkis sem er í uppsiglingu, stafar sko alls ekki af neinni minnimáttarkennd eins og þeirri skoðun "að Íslendingum sé ókleift að semja sig að auknum aga, sem fælist í að reka ríkisbúskapinn með sjálfbærum hætti" svo vitnað sé í greinina.
Staðreynd sú byggir miklu fremur á þeirri skoðun að Evrópusambandinu sjálfu sé ókleift að koma sér saman um að reka sig með sjálfbærum hætti, hvað þá lýðræðislegum. Og jafnvel þó það tækist er ekki þar með sagt að útkoman sé eitthvað sem myndi henta Íslandi. Í öllu falli getum við miklu betur sniðið okkur stakk eftir vexti sjálf ef við veljum okkur réttu verkfærin, heldur en að láta evrópskan risa sníða okkur stakk.
Þorvaldur afhjúpar líka annan misskilning þegar hann gefur í skyn að það sé einhverja fjárhagslega neyðarhjálp að fá hjá evrópska seðlabankanum, nokkuð sem Lisabon sáttmálinn bannar og dæmin hafa sýnt ítrekað að er ekki í boði.
Það er aftur á móti rétt hjá Þorvaldi að hingað til hefur stjórn efnahagsmála verið afar slök á Íslandi. Okkur virðist þó ætla að takast að komast eitthvað minna löskuð gegnum hrunið en margar aðrar þjóðir. Rottur sem hafa nýlega bjargast stökkva ógjarnan um borð í sökkvandi skip. Rottur hafa líka lifað af allar mögulegar hörmungar og farsóttir gegnum tíðina, betur en margar aðrar dýrategundir. En Íslendingar eru nógu úrræðagóð tegund til að endast í þúsund ár við slíkt harðbýli að rottur lifa þar aðeins í skjóli mannabyggðarinnar!
Slaka efnahagsstjórn á Íslandi má fyrst og fremst skýra með slappleika þeirra sem hingað til hafa stjórnað efnahagsmálum á Íslandi. Þar með talið þeirra sem segja að það þurfi að koma böndum á efnahagsstjórn og peningamál, en skrifa svo ekki stafkrók í laga- (eða stjórnarskrár-) frumvörp um neitt slíkt þegar þeir fá tækifæri til þess.
Þorvaldur var nýlega inntur eftir skýringum á þeim furðulegheitum að stjórnlagasamkoma sem hann sat og var stofnað til vegna bankahruns, hafi skilað af sér frumvarpi upp á 114 greinar í níu köflum, sem inniheldur ekki stafkrók um peningamál og bankastarfsemi eða neitt sem komið gæti böndum á hana. Hagfræðiprófessorinn Þorvaldur bar við því sem ég myndi kalla skort á hugmyndaflugi, og hélt því fram að ekki hefðu borist innsend erindi með dæmum um orðalag slíkra ákvæða.
En þökk sé eiginleikum internetsins getum við leiðrétt þennan misskilning snarlega, á vef Stjórnlagaráðs má auk fjölmargra erinda um eignarrétt, finna rökstuddar og vandlega útfærðar tillögur um: Lögeyrisvaldið, Seðlabanka Íslands og Gegnsætt eignarhald, allt atriði sem snerta beint efnahagslífið. Fyrir tilstilli facebook er líka hægt að sjá ummæli notenda um erindin og viti menn:
Þorvaldur Gylfason
Ég hef lagt [til] að tekið sé á þessum vanda með því setja svofellt ákvæði í stjórnarskrá: "Seðlabanka Íslands ber samkvæmt lögum að stuðla að stöðugu verðlagi og framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum." Með því væri seðlabankastjóri, sem hegðaði sér eins og hundur í bandi viðskiptabankanna og prentaði handa þeim peninga, orðinn brotlegur gegn stjórnarskránni.
Hmmm... er þetta ekki sami Þorvaldur?
Getur verið að þetta hafi ekki komist í frumvarpið vegna þess að það henti ekki þeim málflutningi að slök efnahagsstjórn á Íslandi sé lögmál sem við verðum að gefast upp fyrir og segja okkur á evrópsku sveitina? Eða er einfaldlega talið óþarft að setja efnahagsleg ákvæði í stjórnarskrá þegar ætlunin er að koma því valdi í hendur Þýzkalandskanslara og Frakklandsforseta?
Ég auglýsi að minnsta kosti eftir betri skýringum ef þær eru til.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2011 kl. 18:47
Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson,
Enda þótt Þorvaldur Gylfason hafi ekki minnst hér sérstaklega á Davíð Oddsson merkir það að sjálfsögðu ekki að Þorvaldur sé "aumingjagóður" eða að Davíð hafi ekki verið einn af þeim sem voru valdir að því að íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008.
Og ekki kannast ég við að Davíð Oddsson hafi stundað nám í "nýjum háskóla".
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:18
EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:
Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Thorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:31
"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.
Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."
Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:32
Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:
"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.
Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.
Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.
Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.
Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.
Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:33
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn EINKAVÆDDU bankana hér.
Og MEIRIHLUTI Íslendinga vill EKKI að bankarnir séu ríkisreknir.
Hins vegar var ENGAN VEGINN sama HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.
"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBCbankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:37
"STÓRRÍKIÐ":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:43
Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:
"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:
Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.
Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.
Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.
Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.
Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."
"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.
Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.
Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."
"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."
"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.
Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.
Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.
Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.
Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.
Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."
"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.
Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."
"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.
Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."
Þorsteinn Briem, 11.12.2011 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.