12.12.2011 | 13:54
Össur Skarphéðinsson: Óábyrgt að hætta aðildarviðræðum!
Össur Skarphéðinsson sér enga ástæðu til þess að breyta um stefnu í Evrópumálunum og aðildarviðræðum Íslands og ESB. Þetta kemur fram í frétt á RÚV:
"Það væri óábyrgt af Íslandi að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið núna og myndi skaða orðspor landsins langt út fyrir Evrópu, segir utanríkisráðherra. Hann fundaði í dag með stækkunarstjóra Evrópusambandins um aðildarviðræðurnar, en um fimmtungi þeirra efniskafla sem samið er um, er nú lokið.
Viðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa nú staðið frá því í fyrrasumar en hingað til hefur einungis verið rætt um málefni sem segja má að samið hafi verið um þegar EES-samningurinn var gerður. Stefan Fühle, sem stýrir stækkunarviðræðunum í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á fréttamannafundi í Brussel í morgun að viðræðurnar gengju vel. Viðræður um ellefu kafla hefðu hafist og átta væri þegar lokið.
Reynsla ársins og það traust sem myndast hefði væru góður grundvöllur viðræðna um flóknari kafla á næsta ári, en þá væri stefnt að því að hefja viðræður um alla þætti sem enn væri ólokið og helst að ljúka samningum um sem flesta þeirra. Það yrði gert eins nákvæmlega og þörf krefði en eins hratt og hugsanlegt væri."
Össur heldur á málinu af skynsemi og fyrirhyggju!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Össur reynir hér hræðsluáróður gegn þjóðinni og það ekki í fyrsta sinn -- hann tók þátt í slíkum vinnubrögðum þessarar ríkisstjórnar og áhangenda hennar og stórauðvaldsins, hálauna-vdrkalýðsrekenda og allra hinna spöku akademísku og annarra álitsgjafa í Icesave-málinu -- það átti að plata þjóðina til að greiða óbærilega vexti af engu, en það tókst ekki.
Nú reynir hann að plata okkur til að halda áfram þessu "ferli", þótt stuðningsmenn fullvalda Íslands myndu standa mjög höllum fæti gagnvart stórveldinu hvað varðar fjárafla til kynningar og auglýsinga, einkum síðustu mánuðina fyrir meinta þjóðaratlvæðagreiðslu. Með fullum vilja þessa Össurar ætlar Esb. að dæla inn 230 milljónum kr. í gegnum eitt fyrirtæki til áróðurs fyrir innlimun, og síðan ætla þeir eflaust að bæta öðrum við! Gera á þá fjármuni upptæka.
Það verður ekki Ísland, sem verður fyrir álitshnekki við að draga þessa umsókn Össurar til baka –– umsókn sem þjóðin hefur alltaf verið á móti, hún vill ekki inngöngu í Esb. skv. öllum skoðanakönnunum frá sumrinu 2009 -- heldur verður það Evrópusambandið, sem mun þá fá enn eitt tilefnið til meiri háttar kinnroða gagnvart umheiminum!
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 14:07
Jón V: Og ætlar þú að hirða peningana?
Taktu nú höfuðið úr steininum (eins og einhver þingmaður myndi segja) og sættu þig við þá staðreynd að meirihluti landsmanna vill klára aðildarviðræðurnar! Voðalega er þetta erfitt!
Staðhæfingar þínar um að þjóðin hafi alltaf verið á móti umsókn er einfaldlega kolröng, sjá hér
Fólk sem vill hefja aðildarviðræður getur ekki verið á móti því að sækja um!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 12.12.2011 kl. 14:45
Nei, Gunnar, ég ætla ekki að hirða neina peninga, heldur ber að fara um þetta að lögum og gera slíka erlenda styrki upptæka í ríkissjóð.
Ég tek undir þessi orð Lofts Þorsteinssonar verkfræðings: "Fjárstuðningur Evrópusambandsins við tilraunir Evrópusinna að innlima Ísland í ESB er brot á lögum 62/1978." --Sjá lögin hér í lok innleggs míns.
En þú hrekkur vitanlega í kút við að lesa þetta, Gunnar, af því að þið Esb-stórveldissinnarnir vitið það vitaskuld, að baráttustaða ykkar er vonlaus án þessa áróðursfjár frá Brussel til stuðnings við ykkar "sjónarmið", sem gengur þó út á að kippa fótunum undan fullveldi Íslands.
Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi [með feitletrun minni i 5. gr.] 1978 nr. 62 - 20. maí. Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983) og l. 162/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007).
"1. gr. …1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
1)L. 162/2006, 13. gr.
2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.
3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.
4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.
5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum …1)
Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs."
1)L. 10/1983, 74. gr.
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 15:07
Í ÖLLUM 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb., hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með): 48,5%/34,7% --- 50,2/32,7 --- 61,5/38,5 --- 54/29 (könnun á vegum Hásk. í Bifröst) --- 55,9/33,3 --- 60,0/24,4 --- 69,4/30,5 --- 60/26 --- 50,5/31,4 --- 61,1/38,9 --- 55,7/30 --- 50,1/37,3 --- 64,5/35,5. Þarna eru yfirburðir NEISINS við "aðild" ævinlega greinilegir og áberandi.
Fullveldissinnar vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina 2009. Tillaga um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi var FELLD af stjórnarflokkunum, þeir vildu ekki og vilja ekki enn leyfa þjóðinni að ráða þessu. Þó vildu 76,3% í skoðanakönnun Capacent Gallup dags. 10. júní 2009 fá slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, aðeins 17,8% vildu hana ekki, en 5,8% tóku ekki afstöðu.
Stjórnarflokkarnir eru sannarlega ekki í takti við þjóðarviljann.
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 15:46
Jón Valur Jensson,
ÖLLUM RÍKJUM er stjórnað samkvæmt KOSNINGUM en EKKI skoðanakönnunum.
Ef ríkjum væri stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum þyrftu þau ekki annað en kóng sem stjórnaði hverju sinni samkvæmt skoðanakönnunum Gallup, sem eru og verða ÓÁREIÐANLEGAR.
ENGIN ÞJÓÐ HEFUR NOKKURN ÁHUGA Á ÞVÍ.
Þar að auki er harla einkennilegt af þér og ÓGEÐFELLT í alla staði að væna fólk sífellt um að það þurfi að fá greitt fyrir að hafa einhverja ákveðna skoðun, sem er andstæð þínum skoðunum.
Og Ísland yrði að sjálfsögðu ekkert ósjálfstæðara í Evrópusambandinu en það er nú.
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 16:30
Þessar skoðanakannanir, sem sýna ALLAR yfirgnæfandi mótstöðu við að landið verði tekið inn í Esb., geðjast þér einfaldlega ekki, Steini, og sú er orsök svars þíns.
Og vitaskuld fælist miklu meira fullveldisframsal í inngöngu (innlimun) Íslands í Evrópusambandið heldur en í nokkrum öðrum aþjóðasamningi landsins við yfirþjóðlegar stofnanir. Það viðurkenndi jafnvel í liðinni viku Esb-sinninn ungi, sem sér um vikulega þáttinn "Esb - já eða nei" á Útvarpi Sögu, með Jóni Baldri L'Orange, sem er sjálftitlaður sjálfstæðissinni.
Æðsta fullveldisvaldið yrði tekið af okkur í löggjafarmálum –– og jafnvel í öðrum málum líka! (dómsvaldi og framkvæmdavaldi).
En Steini ber höfðinu við steininn. Er kannski í steinaríkinu?
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 16:53
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:03
7. gr. Gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, binda samningsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétt sem hér segir:
a. gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila;
b. gerð sem samsvarar tilskipun EBE skal veita yfirvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina.
Lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:06
Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:07
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Jón Valur Jensson er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.
Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."
"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."
Evrópska efnahagssvæðið
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:09
Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.
Rúmlega 80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.
Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:10
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:14
30.7.2010:
Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi UTANRÍKISRÁÐHERRA DANMERKUR, segir það "vera forsendu að skilja að aðild að ESB feli EKKI í sér afsal sjálfstæðisins.
Sem dæmi til stuðnings nefnir Uffe Elleman nágrannalönd okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland."
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:15
Jón Valur Jensson,
Skoðanakannanir ákveða EKKI hvort Ísland fær aðild að Evrópusambandinu, heldur ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um aðildina, eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.
Í þeim tölum, sem þú hefur birt hér, kemur EKKI fram hversu margir NEITUÐU að svara spurningum Capacent Gallup.
Við vitum EKKI hver afstaða þeirra ER til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, hvað þá hver ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildina VERÐA.
"Könnunin var gerð dagana 16. til 23. júní og var fjöldi svarenda 820."
"Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní." "Könnunin byggir á svörum 589 einstaklinga."
Í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar var fjöldi svarenda 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.
Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:18
58,9% þeirra, sem afstöðu taka í MMR-könnun, vilja að umsókn um aðild að Esb. verði dregin til baka, og þetta er nýleg könnun (nóv.) og með hlutlausu orðalagi, orðalagið er a.m.k. ekki í vil fullveldissinna.
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 17:35
Jón Valur Jensson,
Hvernig ég kýs hverju sinni er mitt einkamál.
Kosningar eru LEYNILEGAR og það er að sjálfsögðu góð og gild ástæða fyrir því.
Skoðanakannanir eru hins vegar EKKI leynilegar og að sjálfsögðu vilja margir EKKI SVARA spurningum í skoðanakönnunum, ekki síst varðandi viðkvæm og UMDEILD málefni, til að mynda aðild Íslands að Evrópusambandinu.
En í kjörklefanum eru kjósendurnir BÚNIR AÐ ÁKVEÐA hvernig þeir ætla að kjósa og í mörgum tilfellum eftir langa og MIKLA UMHUGSUN.
Í sumum skoðanakönnunum eru FJÖLMARGIR aftur á móti EKKI BÚNIR að ákveða hvernig þeir myndu greiða atkvæði um viðkomandi málefni í kosningum.
Í skoðanakönnunum verður fólk að svara ÁN nokkurrar umhugsunar en það getur að sjálfsögðu einnig kosið að NEITA að svara spurningunum.
Og ef FJÖLMARGIR NEITA að svara skiptir það að sjálfsögðu mjög MIKLU MÁLI þegar niðurstöðurnar eru birtar.
Þess vegna er ENGAN VEGINN hægt að fullyrða að skoðanakannanir JAFNGILDI kosningum, enda eru ÚRSLIT KOSNINGA í sumum tilfellum GJÖRÓLÍK niðurstöðum skoðanakannana, til að mynda í síðustu alþingiskosningum.
Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu liggur EKKI fyrir og að sjálfsögðu er því MJÖG ERFITT FYRIR FJÖLMARGA að taka NÚNA afstöðu til aðildarinnar.
Hvað varðar aðild Íslands að Evrópusambandinu eru skoðanakannanir og þjóðaratkvæðagreiðsla því GJÖRÓLÍK fyrirbrigði.
Ég tek því hæfilega mikið mark á ÖLLUM skoðanakönnunum varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Og FJÖLMARGIR munu hugsanlega ekki gera upp hug sinn varðandi aðildina fyrr en í kjörklefanum, þannig að ég myndi heldur ekki treysta skoðanakönnun sem gerð væri daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 17:56
Þú hefur í engu svarað þessu frá mér, Steini:
1) Össur reyndi hér hræðsluáróður gegn þjóðinni ...
2) Stuðningsmenn fullvalda Íslands myndu standa mjög höllum fæti gagnvart stórveldinu hvað varðar fjárafla til kynningar og auglýsinga, einkum síðustu mánuðina fyrir meinta þjóðaratkvæðagreiðslu -- nema unnt verði að stöðva þetta óráðslag með kæru eða lögsókn (alþingismenn ættu auðvitað að hafa unnið í málinu nú þegar).
3) "Fjárstuðningur Evrópusambandsins við tilraunir Evrópusinna að innlima Ísland í ESB er brot á lögum 62/1978" (LAÞ).
4) Það verður ekki Ísland, sem verður fyrir álitshnekki við að draga þessa umsókn Össurar til baka, heldur verður það Evrópusambandið.
5) Miklu meira fullveldisframsal í inngöngu (innlimun) Íslands í Evrópusambandið heldur en í nokkrum öðrum aþjóðasamningi landsins við yfirþjóðlegar stofnanir. Það viðurkenndi jafnvel í liðinni viku Esb-sinninn ungi, sem sér um vikulega þáttinn "Esb - já eða nei" á Útvarpi Sögu ásamt öðrum til.
6) Æðsta fullveldisvaldið yrði tekið af okkur í löggjafarmálum –– lög Esb. yrðu SAMSTUNDIS að lögum hér, um leið og þau yrðu samþykkt í Strassborg og Brussel, ólíkt því, sem á við um EES-lagagerðir, sem fara í visst athugunarferli, jafnvel í mörg ár, áður en þær eru teknar upp og við getum lagað til, svo að þær henti okkur skár (höfum jafnvel fengið að breyta vökulögum bílstjóra eftir á). Og Evrópusambandslög myndu ryðja hér úr vegi öllum lögum, sem samrýmast ekki Esb-lögum – það er jafnvel fyrir fram samþykkt í sérhverjum aðildarsamningi!.
Ísland yrði þar með svipt sjálfsforræði, og Spánverjar gætu þá fljótlega komizt í þann "fjársjóð" sem ráðherrar þar kalla fiskimið Íslands og ætla sjálfum sér að komast í.
Öll frumatriði fullveldis mæla gegn innlimun okkar í Evrópusambandið!
Og minnztu þess, að auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af Esb.!
Hrópaðu svo húrra, gæzkur, ef þú getur!
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 18:12
EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.
25.5.2009:
"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.
Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.
Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.
The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent - "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."
EU source of less than 30% of Irish laws
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:08
Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:
"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið en Timo Summa telur ekki ástæðu til að óttast það.
"Lítil lönd í Evrópusambandinu, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.
Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.
Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.
Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.""
Viðtal við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:13
Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.
Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.
Staðbundinn þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.
Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.
En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,
Aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.
Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.
Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:16
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:18
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:19
Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?
Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.
Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.
Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Niðurfelling allra tolla sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.
Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Styrkir frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.
Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í útgerð og fiskvinnslu.
Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:21
Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:22
"Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, bæði eitt sér og í samstarfi. Fyrirtækið á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi.
Samherji hefur einnig verið með starfsemi í Afríku frá árinu 2007 og erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi félagsins."
Samherji - Erlend starfsemi
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 19:27
Nú liggur mikið við hjá Steina Esb-manni að copy-peista sem mest hann má! Hann fór eitt sinn upp í 25 slík innlegg í strikklotu, án þess að nokkur annar kæmi þar inn á milli. Hann gæti örugglega sótt um akkorðsvinnu í Brussel með þessu áframhaldi.
En af hverju liggur svona mikið við, Steini? Ertu að reyna að skófla yfir sannleikann? Heldurðu kannski að menn gleymi, af því að þeir séu svo spenntir að lesa þetta allt frá þér?
Við höfum fengið of mikið af bjálfalegum bjartsýnisfregnum frá bóluárunum. Það á einnig við um bjartsýnishjalið um sí-malaða um meinta yfirburði og "stöðugleika" evrunnar, sem og annað það sem þú ert að jórtra upp hér!
Útgerðaraðilar hér vita, að það stappar lífláti næst fyrir þeirra grein að "ganga í Esb." Esb-maðurinn ungi í fyrrnefnum vikuþætti á Útvarpi Sögu vissi það vel (betur en þú!) að gagnkvæmt atvinnufrelsi ríkir milli Esb-landa á ... sjávarútvegssviðinu!
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 20:16
... bjartsýnishjalið sí-malaða ... !
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 20:17
Jón Valur Jensson,
Mér er nákvæmlega sama hvað ÞÉR FINNST um Evrópusambandið.
Ég birti hér athugasemdir til að upplýsa ÞÚSUNDIR Íslendinga um STAÐREYNDIR varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu en EKKI hvað mér finnst um hitt og þetta.
Ég var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu, gaf þar vikulega út við annan mann sérblað um sjávarútveg og birti hér að ofan STAÐREYNDIR sem koma íslenskum sjómönnum og útgerðum TIL GÓÐA.
Á Facebook á ég fimm þúsund vini og fjöldinn allur af þeim eru íslenskir sjómenn og útgerðir.
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 21:39
Ekkert man ég eftir neinum Steina Briem sem blaðamanni á Mbl.
Á hvaða árum segistu hafa starfað þar?
PS. Og þessi "hvað ÞÉR FINNST"-röksemd þín er afar hlægileg.
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 22:04
Og ég finn engan Steina Briem né Þorstein Briem á Facebók.
Jón Valur Jensson, 12.12.2011 kl. 22:07
Jón Valur Jensson,
Einmitt, þú manst ekkert, veist ekkert og skilur ekkert, elsku kallinn minn.
Þú heldur því náttúrlega fram að ég sé uppspuni, hafi aldrei verið blaðamaður á Morgunblaðinu og ættingjar mínir þvertaki fyrir að ég hafi fæðst, eins og Sandgerðismórinn staðhæfði sýknt og heilagt, þar til hann drukknaði í eigin fjóshaug nú í haust.
Geymdu barnið í þér, því ekki viljum við að þú farir í "fósturdeyðingu".
Þorsteinn Briem, 12.12.2011 kl. 22:53
Þú getur sem sé ekki bent okkur á þína Facebókarsíðu?!
Jón Valur Jensson, 13.12.2011 kl. 00:17
Jón Valur Jensson,
Ég hef engan áhuga á að gefa þér meiri upplýsingar um mig en ég nauðsynlega þarf, elsku kallinn minn.
Ef fólk segist hafa fæðst, hafa unnið tiltekin störf og vera á Facebook er engin sérstök ástæða til að rengja það, enda lítill vandi að sannreyna slíkt í litlu þjóðfélagi.
Þorsteinn Briem, 13.12.2011 kl. 00:56
Það koma 0 niðurstöður í hvorri tveggja leitinni -- að Steina Briem og Þorsteini Briem á Facebók. Ertu feiminn við að sanna þitt mál, eða geturðu það ekki?
Jón Valur Jensson, 13.12.2011 kl. 02:31
Jón Valur Jensson,
Ég þarf ekki að sanna eitt eða neitt fyrir þér í þessum efnum.
Þú ættir að biðja bænirnar þínar, í stað þess að halda því fram hér árum saman að ég ljúgi því að ég sé til og nú að ég sé á Facebook.
Slíkt er ekki vænlegt til árangurs þegar Guð er annars vegar, eins og dæmin sanna.
Á Facebook eru vinir mínir í nánast öllum heimsins ríkjum þúsundir manna og kvenna á öllum aldri og fólk í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum, ráðherrar og þingmenn, innlendir sem erlendir, gyðingar og arabar, kristnir og múslímar, sjómenn og útgerðarmenn, bændur, verkamenn og forstjórar, svo einhverjir séu nefndir, elsku kallinn minn.
Sómafólk, allt það fólk.
Þorsteinn Briem, 13.12.2011 kl. 05:09
Ekki var ég að dæma þig, Steini, bara að spyrja, hvar þú ert á Fb.
En það stendur víst áfram á svari; en svarað geturðu út í hött!
Jón Valur Jensson, 13.12.2011 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.