Leita í fréttum mbl.is

FRBL rýnir í atburði liðinnar viku í Brussel

Ólafur StephensenMenn rýna í niðurstöður funda í Brussel í liðinni viku og einn þeirra er Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins. Hann skrifar í leiðara í dag: "Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til.

Þannig þýðir niðurstaðan að skref eru tekin í átt til meiri samræmingar ríkisfjármála í aðildarríkjunum. Það er jákvætt og getur komið í veg fyrir að skuldakreppa á borð við þá sem nú þjakar evrusvæðið endurtaki sig. Það leysir hins vegar ekki núverandi vanda. Þar er enn ýmislegt ógert; hvorki Evrópski seðlabankinn né Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa enn þau tæki í höndum sem þarf til að taka í taumana og róa markaðina. Útkoma fundarins er því ekki nein lokalausn á skuldavandanum.


Því hafði líka verið spáð fyrir fundinn að hann gæti leitt til þess að Evrópusambandið klofnaði í tvær fylkingar, evruríkin og ríkin sem ekki notuðu gjaldmiðilinn. Það gekk ekki eftir; 23 ríki urðu sammála um að setja sér harðari reglur um aga í ríkisfjármálum og fá stofnunum Evrópusambandsins vald til að halda þeim aga með refsiaðgerðum gegn ríkjum sem reka ríkissjóð með halla og safna skuldum. Þrjú til viðbótar hyggjast vera með, að fengnu samþykki þjóðþingsins.

Bretland stendur þannig eitt utan þessa samkomulags, sem þýðir að það verður ekki fellt inn í stofnsáttmála Evrópusambandsins heldur hefur stöðu milliríkjasamnings. Það jafngildir hins vegar ekki klofningi Evrópusambandsins, heldur að Bretar standa þar einangraðir. Það er hvorki í fyrsta né annað sinn. Engu að síður hafa Bretar ekki snúið baki við Evrópusambandinu og oftast tekið þátt í framþróun þess, þótt með semingi sé." Allur leiðarinn

Magnús Halldórsson, blaðamaður, er einnig með ítarlega grein um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband