Leita í fréttum mbl.is

Það er hlustað á Ísland!

MengunAndstæðingar ESB-aðildar klifa sífellt á því að Ísland sé svo lítið og að það yrði aldrei hlustað á það sem "litla Ísland" hefði fram að færa. Þetta er náttúrlega sjónarmið sem einkennist af a) minnimáttarkennd og b) skorti á skilningi á því hvernig alþjóðastjórnmál 21.aldarinnar ganga fyrir sig.

Það er sannað mál að smáríki hafa áhrif innan ESB.

Dæmi um það þegar hlustað er á "litla Ísland! gefur að líta í Fréttablaðinu í gær, en þar er sagt frá loftslagsráðstefnunni í Durban. Þar lagði ísland fram tillögu sem snýr að votlendi, að votlendi ,,komi til tekna varðandi losunarkvóta," eins og segir í frétt Fréttablaðsins.

Og viti menn: Vel var tekið í tillögu Íslendinga, það var hlustað!!

Á vef umhverfisráðuneytisins segir um þetta mál: "Ný aðgerð til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda var samþykkt í Durban, um endurheimt votlendis. Ísland lagði þá tillögu upphaflega fram og var efni hennar að mestu samþykkt í fyrra. Sumar tillögur sem tengjast losun frá landnotkun og upptöku kolefnis í gróðri og jarðvegi eru umdeildar, en votlendistillaga Íslands hefur almennt fengið jákvæðar undirtektir. Ísland hefur haldið fram sjónarmiðum kynjajafnréttis og virkrar þátttöku kvenna í ákvarðanatöku. Texti þess efnis, sem Ísland hefur lagt til, er á nokkrum stöðum í Durban-samkomulaginu og fyrri samningstextum."

Gangi Ísland í ESB munum við væntanlega bæði vinna með öðrum þjóðum að ýmsum málum, sem og að keyra áfram okkar eigin hagsmunamál. Dæmi um híð síðara væri e.t.v. verndum og viðhald auðlindasvæða okkar í kringum landið. Ísland yrði ekki óþekkt stærð innan ESB, heldur hluti af stærra mengi.

Hér hafa nei-sinnar rangt fyrir sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband