Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Darri: Sparnaður talinn í tugum milljarða!

Ólafur Darri AndrasonÓlafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, skrifaði afar áhugaverða grein í Fréttablaðið í gær um vaxta og gjaldmiðilsmál. Hún byrjar svona:

"Óstöðugur gjaldmiðill er ein meginorsök þess að vextir eru miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessir háu vextir hafa margvísleg áhrif á okkur.

Frá aldamótum hafa vextir af 5-10 ára ríkisskuldabréfum verið tvöfalt hærri á Íslandi en að meðaltali á Evrusvæðinu. Íslenska ríkið hefur þurft að greiða 4,2% hærri vexti en ríkin á Evrusvæðinu að meðaltali. Í dag skuldar ríkissjóður um 1.400 milljarða. Hvert prósent sem ríkissjóður þarf að greiða í hærri vexti kostar okkur því um 14 milljarða króna. Það er því til mikils að vinna að lækka vextina. Tækist okkur að lækka þá varanlega um t.d. 3 prósentustig sparar það okkur 42 milljarða á ári. Þetta eru fjármunir sem samsvara samanlögðum kostnaði við rekstur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, eða þriðjungnum af því sem einstaklingar greiða í tekjuskatt.

Heimilin skulda um 1.500 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum kostar okkur því um 15 milljarða. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega þrefalt hærri á Íslandi (meðalvextir á Íslandi: 75% Íbúðalánasjóðs og 25% banka) en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum. Tækist okkur að brúa þetta bil myndi það spara heimilunum 117 milljarða á ári, sem jafngildir tæplega 17% hækkun á ráðstöfunartekjum heimilanna að meðaltali."

Síðan snýr Ólafur sér að fyrirtækjum landsins, skuldum þeirra og vaxtabyrði. Hann kemst að því að með því að ná vöxtum niður um 4% myndu sparast tæplega 70 milljarðar króna, á ári! Það erum um 4% af landsframleiðslu.

Samantekið er ljóst að íslenskt samfélag myndi spara himinháar upphæðir á ári hverju með lægri vöxtum. Hér erum við að tala um "evrópskt" vaxtastig!

(Leturbreyting: ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er gott að almenningur hefur þetta hugfast þegar NEI sinnar röfla um að Ísland verður Nettó greiðandi í ESB.

Við fáum það einfaldlega margfallt til baka.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.12.2011 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband