Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson um Evrópumálin í FRBL

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, samninganefndarmaður Íslands gagnvart ESB, skrifar pistil í Fréttablaðið laugardaginn 17.12 um Evrópumálin og hefst hann svona:

"Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar.

Skoðanakannanir um stuðning við að ljúka aðildarviðræðunum lýsa að sönnu ekki afstöðu til hugsanlegs samnings. En það er athyglisvert að þrátt fyrir fjármálavanda evruríkjanna er öruggur meirihlutastuðningur við þá afstöðu utanríkisráðherra að snúa ekki við í miðju straumvatninu.

Samkomulag leiðtoga Evrópusambandsins á dögunum þar sem Bretar einir skárust úr leik dregur upp meginlínur um markvissari stöðugleikastefnu. Hennar er þörf á innri markaðnum bæði fyrir evruríkin og hin sem hafa hvert sína mynt. Bráðavandinn er hins vegar ekki úr sögunni. Ekki er enn útséð hvernig verst settu aðildarríkjunum tekst að bregðast við honum og margar fjármálastofnanir á meginlandinu standa höllum fæti.
Af hverju hefur þessi órói ekki breytt afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna? Trúlegasta skýringin er sú að flestum er ljóst að þrátt fyrir erfiðleikana innan evrusvæðisins er hinn kosturinn ekki betri. Sú staðreynd að stjórnendur peningamála gátu ekki komið í veg fyrir hrun krónunnar þrátt fyrir góðan vilja er einfaldlega geymd en ekki gleymd. Óróinn á evrusvæðinu megnar því ekki að stöðva þá sem vilja láta reyna til þrautar á aðra kosti.

Krafan um viðræðuslit virðist veikjast eftir því sem formælendur hennar gerast stóryrtari í persónulýsingum á þeim sem tala í samræmi við það sem kannanir segja að sé vilji meirihluta fólksins í landinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Gjaldmiðilsmál.


"Það er álit meiri hlutans að komi til aðildarviðræðna beri að leggja kapp á að viðræður um gjaldmiðilsmál verði forgangsverkefni í viðræðuferlinu og í því eigi að leita eftir samkomulagi við Evrópusambandið og ECB [European Central Bank - Seðlabanka Evrópu] um stuðning við krónuna.

Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp evruna, með örfáum undantekningum, en til að svo megi verða þarf aðildarríki að eiga aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (Economic and Monetary Union, EMU).

Aðildarríki þarf auk þess að uppfylla "Maastricht-skilyrðin" svokölluðu, sem sett voru fram í bókun við stofnsáttmála Evrópusambandsins.

Öll aðildarríki eru aðilar að myntbandalaginu
en til að uppfylla Maastricht-skilyrðin þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum:

Halli á ríkissjóði má
ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af landsframleiðslu.

Verðbólga
má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum Evrópusambandsins þar sem hún er lægst.

Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri
en í þeim löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er stöðugast.

Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%."

"Verði tillagan samþykkt og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu  er aðild að ERM II, sem sett var á fót til að auðvelda ríkjum að undirbúa upptöku evru og ná stöðugleika í efnahagsmálum, kostur í stöðunni innan fárra mánaða frá aðild.

Á því tímabili sem aðildarríki er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins fest gagnvart evru og seðlabanki aðildarríkis og evrópski seðlabankinn sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum.
"

"Meiri hlutinn vill jafnframt geta þess í ljósi mikillar skuldsetningar ríkissjóðs að skuldaskilyrði Maastricht-sáttmálans hafa ekki komið í veg fyrir að ríki með skuldastöðu yfir 60% af vergri landsframleiðslu hafi getað tekið upp evru, enda gerir sáttmáli Evrópusambandsins ráð fyrir að raunhæf áætlun til lækkunar skulda umfram það mark sé fullnægjandi."

Þorsteinn Briem, 17.12.2011 kl. 23:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:

"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:

Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.

Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.

Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.

Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.

Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."

"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.

Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.

Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.

Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."

"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.

Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."

"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.

Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 17.12.2011 kl. 23:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seðlabanki Evrópu (The European Central Bank):

"The European System of Central Banks comprises the European Central Bank and the national central banks (NCBs) of all EU Member States (Article 107.1 of the Treaty) whether they have adopted the euro or not."

"
To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:

the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."

Slóvenía
fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á
±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 17.12.2011 kl. 23:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2011:

"Verðbólgan hér á Íslandi er 5,3 prósent um þessar mundir, sem er nokkuð umfram 2,5 prósent markmið Seðlabanka Íslands.

Ekkert land sem notar evruna er með meiri verðbólgu
en evrulandið sem glímir við mesta verðbólgu er Belgía með 3,6 prósent. Á evrusvæðinu í heild nemur hún 3 prósentum.

Tvö Evrópuríki sem ekki notast við evruna eru hins vegar með verri verðbólgutölur en það eru Rússland og Tyrkland, sem eru með 7 til 8 prósent verðbólgu.

Verðbólgan hér á Íslandi er mikil á heimsmælikvarða

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 00:03

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mig minnir að nýjustu tölur um verðbólgu segi að verðbólga á Íslandi sé 5.1% og að mest verðbólga á eurosvæðinu sé 4.8%.  En það er alger óþarfi að láta það trufla sig í copy/paste vinnunni.

G. Tómas Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 01:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2011 (síðastliðinn föstudag):

Greining Arion banka spáir að ársverðbólgan nú í desember verði nær óbreytt, eða 5,1%, en verðbólgan mældist 5,2% í nóvember síðastliðnum.

"Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að búast megi við heldur tíðindalitlum desember en ýmis teikn séu á lofti um breytingar á verðbólgunni á næstu mánuðum.

Þannig reiknar greiningin með að VERÐBÓLGAN í janúar MUNI HÆKKA Í 5,6% en fari síðan lækkandi á næstu mánuðum þar á eftir."

Spáir nær óbreyttri verðbólgu hérlendis nú í desember

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 02:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2011 (síðastliðinn fimmtudag):

"Ísland býr við mestu verðbólguna af öllum ríkjum í Evrópu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Verðbólgan á Íslandi í nóvember mældist 5,1%. Til samanburðar var verðbólgan að meðaltali 3,4% meðal ríkja Evrópusambandsins og 3% að meðaltali á evrusvæðinu í nóvember.


Sviss býr við verðhjöðnun upp á 0,8% en minnsta verðbólgan að öðru leyti er í Svíþjóð eða 1,1% og Noregi eða 1,2%.

Mesta verðbólgan, fyrir utan Ísland, er í Bretlandi og Slóvakíu en hún mælist 4,8% í báðum þessum ríkjum."

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 03:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 3,64%.

Hér á Íslandi eru hins vegar GJALDEYRISHÖFT.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,15%.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 03:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér er ég enn Gunnarsson G.,
gapi flátt með háð og spé,
í garði annars sollinn sé,
og sviðinn haus minn læt í té.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 03:41

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veðbólga er einfaldlega skattur á fátæka.

Ísland hefur alltaf verið verbólguland.

Eg vona að Íslendingar huga að þessum þátt þegar þeir kjósa um samninginn.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.12.2011 kl. 14:42

11 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Fréttablaðið hringir í valda euoro krata að spyr um afstöðu til aðildarumsóknar!!! Það er ekkert að marka þessar skoðanakannanir ykkar icesave eouro krata!Hér eru hraðlygnir menn á ferð!!!!!Paste paste/

Paste/

Þorsteinn Pálsson: Eigum að leggja nýtt mat á aðstæður

18. desember 2011 klukkan 09:37

Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir í grein í Fréttablaðinu í gær:

„Fjármálaóróleikinn í Evrópu gefur á hinn bóginn tilefni til að endurskoða tímaáætlun viðræðnanna. Skynsemisrök mæla með því að taka nokkurn tíma í að leggja mat á nýjar aðstæður og ræða hvar við viljum staðsetja Ísland ef Evrópusamstarfið verður lagskiptara en verið hefur.“

Þetta er mikilvæg yfirlýsing frá einum helzta hvatamanni aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hún er fagnaðarefni af tveimur ástæðum.

Í fyrsta lagi kemur fram maður úr hópi aðildarsinna og viðurkennir að staðan í Evrópu kalli á einhvers konar endurskoðun af okkar hálfu, þótt Þorsteinn tali einungis um tímaáætlun í því sambandi, en timaáætlanir eru teygjanlegar. Hingað til hefur enginn aðildarsinni viljað fallast á að evrukrísan kalli á slíkt endurmat.

Í öðru lagi gerir Þorsteinn sér ljósa grein fyrir því að það sem nú er að gerast innan Evrópusambandsins veldur því, að þeir sem á annað borð vilja aðild að Evrópusambandinu verða að leggja nýtt mat á það í hvaða Evrópusamband þeir vilja ganga.

Þetta er skref í rétta átt, og að hluta til svipuð hugsun og fram kom í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins.

Það mundi greiða fyrir mörgu í okkar samfélagi ef samkomulagi tækist um að staldra nú við.

Örn Ægir Reynisson, 18.12.2011 kl. 17:19

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fésið hans er rúnum rist,
rófubeinið hefur misst,
Örn og Fjandinn hafa hist,
hjá honum á hann vísa vist.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 17:38

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Pálsson var FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS á árunum 1983-1991.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 17:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen, nú ritstjóri Fréttablaðsins og einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var FORMAÐUR HEIMDALLAR, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1987-1989.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 17:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 17:46

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 17:48

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.06.2011.


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði. Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.


Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild.

Hægt var að ljúka samdægurs viðræðum um tvo kafla af fjórum, sem byrjað var að ræða í gær.

Íslenzk stjórnvöld stefna að því að áfram verði hraður gangur í viðræðunum.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir í gær að reynt yrði að hefja viðræður um helming kaflanna á þessu ári og afganginn á fyrri hluta næsta árs."

Þorsteinn Briem, 18.12.2011 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband