Leita í fréttum mbl.is

Fréttaskýring um sjávarútvegsmál í Útvegsblaðinu

utvegsblaðiðÍ sambandi við ESB-málið og aðildarviðræðurnar má segja að mesta spennan sé varðandi sjávarútvegsmálin, enda um stórt hagsmunamál að ræða.

Útvegsblaðið fjallar um þetta mál í fréttaskýringu í nýjasta tölublaði. Þar er meðal annars bent á að breytingar komi til með að verða á kerfunum í sambandi við sjávarútveg, bæði hér og innan ESB.

Í fréttaskýringunni kemur fram að verði allar breytingarnar hjá ESB framkvæmdar, muni kerfi þess þokast nær því íslenska.

Rætt er við Aðalstein Leifsson, Kristján Möller, Jón Gunnarsson og Ragnar Arnalds í greininni. Aðalsteinn og Kristján leggja á það áherslu að mikilvægt sé að fá samning, í raun se erfitt að segja til um hlutina áður en það gerist.

Jón og Ragnar hafa mun neikvæðari sýn á málið og segir Jón t.d. að hvalveiðar séu landinu mikilvægar, en ESB viðrist ekki hafa neinar athugsemdir varðndi þær, þannig að þær ættu ekki að vera vandamál.

Samkvæmt skýrslu frá Hagfræðistofnun H.Í. svaraði hvalavinnsla um 0.07% af landsframleiðslu á árunum 1973-1985. Í sömu skýrslu segir að árið 2009 hafi verið tap á hvalveiðum.

Í fréttaskýringunni er einnig er sagt frá erindi sem Kolbeinn Pálsson, formaður samningahóps Íslands (í sjávarútvegsmálum)gagnvart ESB hélt á vegum Viðskiptaráðs um stöðuna í ESB-málinu. Efni frá fundinum má nálgast hér.

En það er alveg ljóst að mikil spenna hleypur í viðræðurnar þegar kaflinn um hafið verður opnaður og þá verður væntanlega fjör í umræðunni hér á landi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt talningunum 2001 voru 43.600 hrefnur á flugtalningasvæðinu sem nær yfir landgrunn Íslands.

Niðurstöður talninga frá skipum benda til að um 23.600 hrefnur hafi verið utan flugtalningasvæðisins."

Hafrannsóknastofnun - Stofnstærð hrefnu


Hér við Ísland voru veiddar einungis 69 hrefnur sumarið 2009, um 0,1% af hrefnustofninum, sem skiptir nánast ENGU máli fyrir lífríkið í hafinu hér við land.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.

Og h
refnukjötið kemur Í STAÐ kjöts frá íslenskum bændum.

Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2010:

"Heildarfjöldi langreyða í Norðaustur-Atlantshafi er talinn vera um fimmtíu þúsund dýr en um helmingur þess fjölda var á íslenska talningarsvæðinu."

Fimmtíu þúsund langreyðar í Norðaustur-Atlantshafi


Hér við Ísland voru einungis veiddar 125 langreyðar sumarið 2009
, um 0,2% af langreyðarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi, sem skiptir nánast ENGU máli fyrir lífríkið í hafinu hér við land.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land, og um þessi FARDÝR gilda ALÞJÓÐLEGIR SAMNINGAR.

Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til
Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og verð á hvalkjöti þar myndi væntanlega lækka með auknum innflutningi.

Japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af slíku
og Japanir ráða því sjálfir hvort þeir LEYFA innflutning á langreyðarkjöti hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband