Leita í fréttum mbl.is

Össur í Kastljósinu

Össur-RÚVÖssur Skarphéðinsson, utannríkisráðherra, var gestur Kastljóssins í kvöld og ræddi þar mikið Evrópumálin. Eyjan segir frá þessu og þar stendur þetta: "Vandi Evrópusambandsins felur í sér sóknarfæri fyrir Ísland, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í  Kastljósi í kvöld. ESB gulrótin verður digrari og betri á bragðið fyrir Ísland þegar evruríkin eru búin að ganga í gengum nauðsynlegar breytingar og sníða hönnunargalla af evrunni til frambúðar, sagði Össur.

Þá verði kostir evrunnar skýrari fyrir Ísland og minni áhætta tengd afnámi verðtryggingar og gjaldeyrishafta hérlendis.

Össur sagðist ekki telja útilokað að ljúka aðildarviðræðum við ESB fyrir loka þessa kjörtímabils en taldi þó að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði ekki haldin fyrr en að loknum alþingiskosningunum sem eiga að fara fram árið 2013."

Hér er Kastsljósviðtalið sjálft og frétt Eyjunnar er hér. Morgunblaðið segir einnig frá þessu í frétt á MBL.is og þar stendur: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ekki útilokað að takist að ljúka viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu á þessu kjörtímabili. Það sé hins vegar ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn verði ekki haldin fyrr en eftir kosningar.

Össur sagði þetta í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem hann ræddi m.a. um aðildarviðræðurnar. Össur sagði að viðræðurnar hefðu gengið vel og sagðist telja að einmitt vegna kreppunnar í Evrópu væru sóknarfæri fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Leiðtogar ESB væru að taka á vandamálum og menn stæðu frammi fyrir skýrari stöðu varðandi ýmis mál eins og t.d. varðandi evruna. Össur sagðist hafa fulla trú á að evran kæmist í gegnum vandann og upptaka evru væri enn áhugaverður kostur."

(Mynd: Skjáskot RÚV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn D Gissurarson

Getið þið, kæru aðildarsinnar, uppfrætt mig og aðra landsmenn, hvaða sóknarfæri eru hugsanleg, fyrir Ísland, vegna kreppunnar í ESB ?

Einnig hver samningsmarkmið ykkar, sem berjist fyrir inngöngu, eru ?

Að lokum væri gott að fá að vita hvernig góður samningur liti út að ykkar mati ?

Er alls ekki að biðja um tæmandi svar, aðeins einhverja raunverulega punkta frá ykkur.

Kristinn D Gissurarson, 21.12.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 4,19%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114,29%.

En hér á Íslandi eru nú GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:30

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er þó vænt að vita að við eigum að elta gulrót sem við fáum þó aldrei frekar en aðrir asnar. 

Það er þá hugsanlega ástæðan fyrir því að Össur ætlar að hafa hausinn í klofinnu.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.
"

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hraundal kom með haus í klofi,
hann eys Davíð Oddsson lofi,
í hausnum aldrei held til rofi,
og heilasellur báðar sofi.

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:57

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Örend aðildarumsókn ásamt Samfylkingu og það er gott

Örn Ægir Reynisson, 21.12.2011 kl. 23:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:42

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár FYRIR bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [2009]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.

Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.

HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.

SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.

Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:49

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:54

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 23:57

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2011 (síðastliðinn fimmtudag):

"Ísland býr við mestu verðbólguna af öllum ríkjum í Evrópu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Verðbólgan á Íslandi í nóvember mældist 5,1%. Til samanburðar var verðbólgan að meðaltali 3,4% meðal ríkja Evrópusambandsins og 3% að meðaltali á evrusvæðinu í nóvember.


Sviss býr við verðhjöðnun upp á 0,8% en minnsta verðbólgan að öðru leyti er í Svíþjóð eða 1,1% og Noregi eða 1,2%.

Mesta verðbólgan, fyrir utan Ísland, er í Bretlandi og Slóvakíu en hún mælist 4,8% í báðum þessum ríkjum."

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 00:00

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband