Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Stađan í ESB-málinu

ESB-ISL2Prentmiđlar komu aftur út í dag og í Fréttablađinu er grein eftir ţremenninga í samninganefnd Íslands gagnvart ESB um stöđuna í ESB-málinu, en ţetta eru ţau Stefán Haukur Jóhannesson, Björg Thorarensen og Ţorsteinn Gunnarsson.

Ţau skrifa: "Eftir ţví sem viđrćđunum vindur fram kemur smám saman í ljós hvađ ađildarsamningur - og ađild - getur faliđ í sér í einstökum málaflokkum. Í samningskaflanum um "Samevrópsk net", sem nćr yfir regluverk ESB til ađ koma á sameiginlegu orku-, fjarskipta- og samgöngukerfi, er til ađ mynda ađ finna ákvćđi um ađ tengja beri fjarlćg svćđi viđ Evrópu. Fram hefur komiđ í viđrćđunum ađ Evrópusambandiđ lítur svo á ađ lagning sćstrengs frá Íslandi til Evrópu gćti fengist skilgreint sem forgangsverkefni í orkuflutningsáćtlun sambandsins og ţannig gćti Ísland notiđ stuđnings viđ slík áform."

Og síđar segir: "Ríkjaráđstefnan um ađild Íslands fór fram í beinu framhaldi af leiđtogafundi ESB um aukiđ ađhald í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Ákvarđanir ESB um ađ takast á viđ skulda- og fjármálakreppuna kunna ađ sönnu ađ hafa áhrif á framtíđarsamstarfiđ innan vébanda Evrópusambandsins.

Samninganefndin mun fylgjast međ ţeirri ţróun og leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands í yfirstandandi viđrćđum en eitt af ţeim samningsmarkmiđum sem lagt er upp međ í áliti Alţingis lýtur ađ ţví hvernig tryggja megi stöđugleika íslensku krónunnar međ ţátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II.

Rétt er ađ hafa í huga ađ stađan á evrusvćđinu og ađgerđir ESB til ađ takast á viđ skuldavanda ákveđinna Evrópuríkja tengist ekki ađildarviđrćđum Íslands eđa stćkkun ESB međ beinum hćtti eins og merkja má af ţví ađ Króatía undirritađi ađildarsamning sinn viđ ESB nú í desember. En ţróunin í Evrópu og á evrusvćđinu hefur hins vegar umtalsverđa ţýđingu fyrir íslenska hagsmuni enda er mikill meirihluti okkar utanríkisviđskipta viđ ađildarríki ESB.

Nćstu skref

Í mars nćstkomandi verđa fleiri samningskaflar opnađir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB. Fram undan er ađ takast á viđ erfiđa kafla í samningaferlinu, ţar á međal um sjávarútvegsmál, landbúnađarmál og umhverfismál. Enginn ţarf ađ óttast ađ viđrćđurnar einkennist af asa eđa óđagoti. Ţvert á móti ráđa gćđi starfsins hrađanum og viđrćđum mun ekki ljúka fyrr en góđur samningur liggur fyrir.

Vandađ hefur veriđ til verka í málsmeđferđ allri og eiga hagsmunaađilar og félagasamtök hrós skiliđ fyrir virka ţátttöku í ferlinu. Alţingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fćr allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt međ hverju skrefi."

Ljóst er ađ innan samninganefndar Íslands er mikil ţekking og kunnátta um samningagerđ. Ein besta sönnun ţess er sú stađreynd ađ ađalamningamađur Íslands, Stefán Haukur, stjórnađi undanfarin átta ár samningaviđrćđum Rússlands og WTO (Alţjóđaviđskiptastofnunin) og lauk ţeim samningum fyrir skömmu međ ađild Rússlands ađ WTO. Stefán Haukur skrifađi fyrir jól grein um ţetta, sem vert er ađ benda á.

Rétt eins og ţađ er mikilvćgt fyrir Rússa ađ fá sćti viđ borđiđ hjá WTO er ekki síđur mikilvćgt fyrir Ísland ađ fá sćti viđ "ESB-borđiđ" ţar sem mikilvćgar ákvarđanir eru teknar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband