Leita í fréttum mbl.is

Nýr pistill Guðmundar Gunnarsonar um gjaldmiðilsmál

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál á Eyjuna (en pistillinn er í raun grein eftir Guðmund, sem hann birti í norsku tímariti). Guðmundur segir:

"Hvers vegna launamenn vilja losna við krónuna?
Margir af norskum kunningjum mínum spurst fyrir um hvað liggi helst að baki áhuga íslendinga á því að ganga inn í ESB. Ég ætla hér að fara yfir helstu atriði sem rædd hafa verið innan íslenskrar verkalýðshreyfingar undanfarin misseri.

Því er ákveðið haldið að almenning á Íslandi að krónan sé bjarghringur Íslands af tilteknum hópi fólks. Krónan er góð fyrir skuldlaust efnafólk og það er einmitt það fólk sem stendur hvað ákafast gegn breytingum hér á Íslandi. Í reglulegum gengisfellingum krónunnar verður þessi hluti þjóðarinnar sífellt ríkari með stórkostlegum eignatilfærslum innan íslensks samfélags.

Í umræðum þessa fólks um stöðuna er talað eins og líf hafi byrjað á Íslandi í október 2008 eftir algjört kerfishrun og 50% gengisfellingu krónunnar með öll mælitæki núllstillt. Öll tiltæk ráð eru nýtt til þess að halda í gjaldmiðil sem valdhafar geta gengisfellt til að leiðrétta efnahagsleg mistök með því að færa hluta að launum verkafólks til sín.

Fjöldi er hins vegar annarrar skoðunar og bendir á hversu stóran þátt krónan átti í þeim hamförunum sem skullu á landinu haustið 2008. Þá tapaði fjórðungur íslenskra heimila öllu og þau standa auk þess frammi fyrir ókleifu skuldafjalli. Kaupmáttur féll þá um 20% og atvinnuleysi nær þrefaldaðist. Hvers vegna stendur íslenskur almenningur mun verr eftir efnahagshrunið en t.d. almenningur í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og jafnvel Írlandi? Þar bjó fólk við gjaldmiðil sem bauð ekki upp sömu geggjun og íslenska örmyntin gerir í ógnarlitlu hagkerfi.

Íslenskir launamenn búa við sveiflukenndan örgjaldmiðil sem hefur valdið því að síðan 1980 hafa að jafnaði farið um 12% af launum í að greiða vaxtamun milli Íslands og ESB, sem veldur hærra vöruverði og meiri húsnæðiskostnaði. Heildarkostnaður heimila launamanna á Íslandi af krónunni á þessum tíma samsvarar því að 30% af tekjum heimilanna.

Þetta ástand verja fyrirtækin í útflutningi af öllum mætti, þau vilja geta selt sína vöru í erlendum myntum, en greitt launamönnum í íslenskri krónu. Öll stærstu fyrirtæki Íslands gera upp í evrum eða dollurum, rekstrarkostnaður krónunnar lendir þar af leiðandi á minni fyrirtækjum og launamönnum.

Íslenska krónan er svæsnasti óvinur íslensks launafólks og veikindi hennar nærast á lækkuðum kaupmætti fólksins. Fjórða árið í röð verður fólk að spara við sig og það er í vaxandi mæli óánægðara með afkomu sína. Sífellt fleiri verða að spara við sig í nauðsynjum, auk þess eru sett ný þjónustugjöld í skólum og aðkomugjöld að í heilbrigðisþjónustu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú skyldi maður ætla að Guðmundur legði það til eftir þennan pistil að skift yrði um gjaldmiðil á Íslandi.Það gerir hann ekki.Aðeins að Ísland gangi í ESB, sama hvað það kostar okkur.Innganga okkar í ESB þýðir það að við munum ekki eiga þess kost að taka upp annan gjaldmiðil næstu 5-10 árin ef allt fer á besta veg.Og þá verða valkostirnir hugsanlega færri en þeir eru í dag.Hugsanlega aðeins einn með þeim ofurkjörum sem því munu fylgja..Nei við ESB.En Guðmundur kemur lítið inn á helstu hugarefni sín,sem iðulega hafa komið fram.Það er: Að nýta ekki fallvötn og orku landsins til iðnaðar, þótt fyrir liggi að það myndi stöðva flótta rafiðnaðarmanna frá landinu, eða í það mynsta hægja á flóttanum.Guðmundur er öfgamaður í náttúruvernd og hefur ekki leynt því þótt hann geri það, þegar hann telur að það henti sér.

Sigurgeir Jónsson, 12.1.2012 kl. 20:56

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í raun á Guðmundur Gunnarsson að skammast sín fyrir að vera  með rógburð á þau íslensku fyrirtæki sem halda Íslandi á floti .Eftir að hann hefur nýtt niður landið,heldur hann lygunum og rógburðinum áfram.Hann tiltekur engin nöfn, en segir "Þetta ástand verja fyrirtækin í útflutningi af öllum mætti". Guðmundur Gunnarson kemst örugglega á topp tíu þeirra íslendinga sem náð hafa lengst í því að rógbera ísland og íslenska þjóð.Hann á að skammast sín. 

Sigurgeir Jónsson, 12.1.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband