Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri að stefna á GÓÐA hagstjórn?

ASÍ hélt morgunfund um gjaldmiðilsmál í vikunni og þar var Ragnar Árnason einn ræðumanna og varði þar krónuna. Rætt var við Ragnar í Speglinum í gærkvöldi og þar sagði Ragnar að Íslendingum hefði ekki tekist vel upp við stjórn peningamála, það væri staðreynd.

Þetta hefði leitt til falls á krónunni, mikilla sveiflna, óþægilega mikillar verðbólgu og gengisflökts, sem ylli erfiðleikum bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum. Nú væru því höft á krónunni (sem er þá væntanlega afleiðing af gjaldmiðlinum!).

Ragnar vill framkvæma kalt hagsmunamat í gengismálum en vill halda krónunni að því gefnum að hér verði rekin "sæmilega skynsöm efnahagsstjórn" en sagði einnig að efnahagsstjórnin þyrfti ekki "að vera neitt stórkostlega góð til þess að krónan sé okkar besti kostur."

En ef við getum ekki treyst þessu, segir Ragnar að það sé ekki svo slæmt að gera Ísland að einskonar fjölmyntasvæði, þar sem allir geta í raun notað þann gjaldmiðil, sem þeir kjósa! Þannig myndi verða til samkeppni um gjaldmiðla, en Seðlabankinn ætti samt áfram að gefa út krónuna!

Til hvers að vera þá að gefa út eigin gjaldmiðil ef allir gætu notað einhverja (væntanlega alþjóðlega) gjaldmiðla? það kostar jú talsverðan slatta að halda úti eigin mynt.

Og er það sem Ragnar segir um að efnahagsstjórnin þurfi ekki að vera neitt stórkostlega góð fyrir krónuna, ekki bara það sama og hafa óbreytt ástand? Að halda öllu áfram opnu fyrir skussaskap, kæruleysi og skorti á aga í ríkisfjármálum?

Eru landsmenn ekki búnir að fá nóg af slíku, með tilheyrandi verðbólgu, okurvöxtum og verðtryggingu?

Hvernig væri bara stefna á alvöru gjaldmiðil og GÓÐA hagstjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband