14.1.2012 | 15:14
Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál í FRBL
Þorsteinn Pálsson, skrifar áhugaverðan pistil í Fréttablaðið í dag um gjaldmiðilsmál og umræðuna um gjaldmiðilinn. Hann segir:
"Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar.
Af sjálfu leiðir að skoða þarf aðra kosti til samanburðar ef krónan þykir ekki duga til að veita launafólki öryggi og atvinnulífinu samkeppnishæfa stöðu. En rétt er að íhuga fyrst okkar íslenska Mammon með því að meta reynsluna af sjálfstæðum eigin gjaldmiðli og hversu líklegt er að hann geti svarað framtíðarkröfum þjóðarinnar. Forystumenn Alþýðusambandsins byrjuðu því umræðuna á réttunni.
Eftir að gjaldmiðillinn hrundi verður ekki hjá því komist að ræða hvort endurreisa eigi efnahagslífið á þeim rústum eða finna nýjar undirstöður. Í þeirri umræðu dugar ekki að loka augunum fyrir því sem hér gerðist og láta hana einvörðungu snúast um vanda annarra. Á sama hátt er heldur ekki unnt að láta eins og sá vandi sé ekki til.
Talsmenn launafólks benda réttilega á að útilokað er að bjóða því nýja framtíð með sama óstöðugleika og það hefur búið við. Eins hafa forystumenn atvinnulífsins að frátöldum þeim sem fara fyrir sjávarútvegi og landbúnaði bent á að íslensk fyrirtæki þurfa viðlíka samkeppnisumhverfi og erlendir keppinautar njóta. Þar fara hagsmunir saman."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ASÍ-foringja-elítan, hagfræðingar og þvíumlíkir, hafa ekki umboð grasrótar verkalýðshreyfingarinnar til að vinna að því að láta innlima Ísland í stórveldi 43% Evrópu, þar sem fullveldi okkar yrði fórnað, m.a. fyrir fánýta evru, sem nú er í uppnámi.
Þarf ekki Þorsteinn Pálsson að gefa sér tíma til að setjast niður og hugsa málin upp á nýtt? Hvort vill hann, að sín verði minnzt eins og konungsþjónsins Daða í Snóksdal eða sem ábyrgs manns sem stendur með rétti þjóðar sinnar til fullveldis?
Hvers vegna stefna Grænlendingar til sjálfstæðis, en Þorsteinn í þveröfuga átt? Hvað er að því að við eins og þeir, Færeyingar og Norðmenn höldum okkur utan þessa bandalags fyrrverandi nýlenduvelda? (þau ráða þar 70,39% alls atkvæðavægis í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins frá 1.11. 2014, en hin 19 ríkin, flest saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi og færi svo minnkandi ! ).
Allan tímann frá umsókn Össurar hafa Íslendingar verið að eindregnum meirihluta til andvígir þessari inngöngu (= innlimun) í Esb. Þess mættu þeir minnast á hverjum morgni, þegar þeir horfa í spegilinn, Gylfi Arnbjörnsson og Þorsteinn Pálsson.
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 16:15
Þarna átti að standa: "en hin 19 ríkin, flest saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 29,61% atkvæðavægi!" Danmörk og Svíþjóð voru þarna ekki talin til fyrrv. nýlenduvelda, þótt Danmörk hafi raunar verið það (þó ekki vegna Íslands), en Svíþjóð var það einungis um örstutt árabil.
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 16:28
Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá áramótum hefur gengið HÆKKAÐ um 0,25%.
Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,15%.
Hér á Íslandi eru hins vegar GJALDEYRISHÖFT.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 19:26
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 19:29
15.12.2011:
Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 19:32
Gengi evrunnar lækkaði þessa dagana, Steini!
Fréttirðu fátt þarna hinum megin á jörðinni? – þrífstu á gömlum skýrslum?
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 22:40
Svo heldurðu áfram (að reyna?) að rugla menn í ríminu um atkvæðavægi og neitunarvald í ráðherraráðinu og sjálfan þig sennilega líka, Steini, á vefslóðinni hér á undan, sem lokaðist á in due time, meðan ég var annars staðar, annars hefði ég svarað þér þar. Það hljóta allir að sjá það í hendi sér, að fjögur ríki með innan við 1% atkvæðavægis gætu aldrei haft leyfi til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum hinna 23 í ráðherraráði Esb. og heldur ekki, þótt þessi fjögur hefðu 5 til 10% atkvæðavægi. Raunar þyrftu þau 35,01% atkvæðavægi til að geta hnekkt meginreglunni um, að 65% atkvæðavægis og 55% af fjölda aðildarríkjanna dugi ti að sá aukni meirihluti náist, sem kveðið er á um í þessum staflið 3. töluliðar 238. greinar Lissabonsáttmálans:
"a) Aukinn meirihluti skal skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem sæti eiga í ráðinu fyrir hönd aðildarríkja sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, enda skipi meirihlutann fulltrúar a.m.k. 65% af íbúafjölda þessara ríkja.
Til þess að minnihluti geti stöðvað framgang máls verður að skipa hann a.m.k. minnsti fjöldi þeirra sem eiga sæti í ráðinu og eru fulltrúar yfir 35% af íbúafjölda í aðildarríkjum sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, að viðbættum einum fulltrúa, en að öðrum kosti telst aukinn meirihluti hafa náðst."
Q.e.d. – Stórveldin gömlu í Evrópu (mínus eitt, sem enn er ókomið) voru sannarlega ekki að stofna Evrópusambandið til þess að færa smápeðum þar afgerandi lagastöðvunarvald í hendur.
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 22:55
Jón Valur Jensson,
Lissabon-sáttmálinn:
"16. gr. ...
3. Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.
4. Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.
Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."
Í 16. gr. Lissabon-sáttmálans er því EKKI kveðið á um að þessir fjórir fulltrúar þurfi að vera fulltrúar ákveðins íbúafjölda í Evrópusambandnu til að geta stöðvað framgang mála í Ráðinu.
Fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana.
Í öðru tilfelli gætu Ítalía, Spánn og Pólland með samtals 28,6% af íbúafjölda Evrópusambandsins ekki fellt tillögu í Ráðinu án þess að fá að minnsta kosti eitt ríki í lið með sér.
Og þá skiptir engu máli hvort það ríki væri til að mynda Slóvenía með 0,4% af íbúum Evrópusambandsins eða Rúmenía með 4,4% af íbúum sambandsins.
Sex stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýskaland (16,7%), Frakkland (12,8%), Bretland (12,3%), Ítalía (11,9%), Spánn (8,9%) og Pólland (7,8%), með 70,4% af íbúum Evrópusambandsins, ásamt Rúmeníu (4,4%), Hollandi (3,3%), Grikklandi (2,3%), Portúgal (2,2%), Belgíu (2,1%), Tékklandi (2%), Ungverjalandi (2%), Svíþjóð (1,8%) og Austurríki (1,7%), eru fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum sambandsins.
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 23:20
Steini heldur áfram (að reyna??) að rugla menn í ríminu og sjálfan sig sennilega líka -- um atkvæðavægi og neitunarvald í ráðherraráðinu. Það hljóta allir að sjá það í hendi sér, að fjögur ríki með innan við 1% atkvæðavægis gætu aldrei haft leyfi til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum hinna 23 í ráðherraráði Esb. og heldur ekki, þótt þessi fjögur hefðu 5 til 10% atkvæðavægi. Raunar þurfa þau 35,01% atkvæðavægi til að geta hnekkt meginreglunni um, að 65% atkvæðavægis og 55% af fjölda aðildarríkjanna dugi til að sá aukni meirihluti náist, sem kveðið er á um í þessum staflið 3. töluliðar 238. greinar Lissabonsáttmálans:
"a) Aukinn meirihluti skal skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem sæti eiga í ráðinu fyrir hönd aðildarríkja sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, enda skipi meirihlutann fulltrúar a.m.k. 65% af íbúafjölda þessara ríkja.
Til þess að minnihluti geti stöðvað framgang máls verður að skipa hann a.m.k. minnsti fjöldi þeirra sem eiga sæti í ráðinu og eru fulltrúar yfir 35% af íbúafjölda í aðildarríkjum sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, að viðbættum einum fulltrúa, en að öðrum kosti telst aukinn meirihluti hafa náðst." [Lbr. jvj.]
Q.e.d. (sannað það, sem sanna átti). - Stórveldin gömlu í Evrópu (mínus eitt, sem enn er ókomið) voru sannarlega ekki að stofna Evrópusambandið til þess að færa smápeðum þar afgerandi lagastöðvunarvald í hendur.
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 23:51
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ um 42,89% gagnvart Bandaríkjadal og 34,28% gagnvart breska sterlingspundinu.
Og frá áramótum hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ um 0,25% gagnvart íslensku krónunni og 0,16% gagnvart breska sterlingspundinu en lækkað um 0,62% gagnvart Bandaríkjadollar.
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 23:54
Jón Valur Jensson,
Lissabon-sáttmálinn:
16. gr. "... Mælt er fyrir um ANNAÐ FYRIRKOMULAG VARÐANDI AUKINN MEIRIHLUTA í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."
Lissabon-sáttmálinn, bls 338:
"... atkvæðagreiðslukerfið sem kveðið er á um í 4. mgr. 16. gr. sáttmálans um Evrópusambandið OG 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda 1. nóvember 2014, ..."
Hér er því um SITTHVORT ATKVÆÐAGREIÐSLUKERFIÐ að ræða, annað samkvæmt 4. mgr. 16. gr. og hitt samkvæmt 2. mgr. 238. gr. Lissabon-sáttmálans.
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 23:57
"However, where the Council does not act on a proposal from the Commission or from the High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, the qualified majority shall be defined as at least 72% of the members of the Council, representing Member States comprising at least 65% of the population of the Union (Article 238 § 2 TFEU).
In cases where, under the Treaties, not all the members of the Council participate in voting (notably in cases concerning the economic and monetary union), a qualified majority shall be defined as at least 55% of the members of the Council representing the participating Member States, comprising at least 65% of the population of these States.
A blocking minority must include at least the minimum number of Council members representing more than 35% of the population of the participating Member States, plus one member, failing which the qualified majority shall be deemed attained (Article 238 § 3 TFEU)."
Europedia - The EU's legislative procedure
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 23:58
Einmitt þetta síðasta hjá þér, Steini, kl. 23:58: "A blocking minority must include at least the minimum number of Council members representing more than 35% of the population of the participating Member States," segir nákvæmlega það sem ég hef verið að segja hér!
En ég er þó ekki viss um að þú sért enn farinn að átta þig á staðreyndum þessa máls. Förum aftur stuttlega yfir það með nýjum hætti:
Ég hef aldrei neitað því, að minnihluti í ráðherraráðinu geti beitt neitunarvaldi. Það á BÆÐI a) við um ríkjafulltrúa, sem eru þar í minnihluta hinna 27 ríkjafulltrúa, OG b) hitt, að ríki með minnihluta atkvæðavægis geta blokkerað þar lagafrumvörp.
En þau geta það því aðeins, að þessir minnihlutar fari BÆÐI a) a.m.k. fjögurra ríkja fjölda OG ennfremur líka, b) að þau nái samanlögðu rúmlega 35% atkvæðavægi (því að það er harla misjafnt hjá ríkjunum, Þýzkaland yrði t.d. með 273 sinnum meira atkvæðavægi en Ísland!).
Þannig geta t.d. ríki eins og Þýzkaland (16,41%), Frakkland (12,88), Holland (3,30%), Belgía (2,15%), Lúxembúrg (0,10%) og Austurríki (1,67%) (= alls 36,51%) auðveldlega beitt neitunarvaldi, þótt þau séu aðeins 6 talsins og gætu það líka án Lúxemborgar, eins og augljóst er. Þarna væru því báðir skilmálarnir til neitunarvalds uppfylltir: að a.m.k. 4 ríki segðu nei og að þau hefur samanlagt atkvæðavægi yfir 35%. Ef þau hefðu það ekki, þá myndi meginreglan um a..m.k. 65% atkvæðavægi og 55% af fjölda ríkjanna (15 af 27) DUGA til að löggilda lagafrumvarpið.
En ef þessi 6 ríki væru t.d. Frakkland (12,88%), Holland (3,30%), Svíþjóð (1,85%), Finnland (1,07%), Danmörk (1,10%) og Litháen (0,67%) (= alls einungis 20,87%), þá væri aðeins annað skilyrðið til neitunarvalds (þ.e. um a.m.k. 4 ríki) uppfyllt, en EKKI HITT ófrávíkjanlega skilyrðið, þ.e. að samanlagt atkvæðavægi þessara nei-ríkja þurfi að ná yfir 35% alls atkvæðavægis í ráðinu.
Quod erat demonstrandum.
Jón Valur Jensson, 15.1.2012 kl. 01:48
Þarna vantaði einn bókstaf:
En þau geta það því aðeins, að þessir minnihlutar fari BÆÐI a) í (eða yfir) a.m.k. fjögurra ríkja fjölda ...
Jón Valur Jensson, 15.1.2012 kl. 01:51
Jón Valur Jensson,
Í 238. gr. Lissabon-sáttmálans er um ANNARS KONAR atkvæðagreiðslur OG atkvæðagreiðslukerfi að ræða en 16. gr. sáttmálans, eins og ég hef bent þér á, nokkrum sinnum.
Samkvæmt 16. gr. sáttmálans geta fjórir fulltrúar stöðvað framgang mála í Ráðinu og þá SKIPTIR ENGU MÁLI hversu fjölmenn ríkin eru sem þeir eru fulltrúar fyrir.
Þorsteinn Briem, 15.1.2012 kl. 05:15
Þessi hugsun þín stenzt ekki, Steini. 16. greinin er alveg skýr á því, að þegar um atkvæðagreiðslu er að ræða, þar sem a.m.k. 55% ríkjanna segja "já" við lagafrumvarpi eða ákvörðunum, um leið og þau uppfylla einnig það skilyrði að búa yfir 65% heildar-atkvæðavægis ríkjanna, þá feli sá aukni meirihluti í sér BINDANDI NIÐURSTÖÐU.
Ef þetta væri ekki svo, gætu fjögur ríki með samanlagt innan við 2% og jafnvel innan við 1% heildaratkvæðavægis kúgað öll hin.
Þannig er það EKKI, Steini!
En ef svo hefði verið, mættirðu treysta því, að stofnanir og aðildarríki Esb. yrðu allfljót til að bylta slíkri lagateppingar- og valdstíflunarreglu.
Jón Valur Jensson, 15.1.2012 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.