Leita í fréttum mbl.is

Frakkland og matsfyrirtækin - einkunnir eða bara álit?

ParísEins og fram hefur komið í fréttum lækkaði matsfyrirtækið Standard and Poor's lánhæfismat Frakklands og níu annarra Evruríkja fyrir helgina. Frakkland fór úr hæsta flokki, AAA í AA+. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd, en Morgunblaðið eyðir öllum leiðara dagsins undir þetta, hvað annað!

Annað svokallað matsfyrirtæki, Fitch, hélt einkunni sinni óbreyttri og hið þriðja, Moody's er með Frakkland ennþá AAA, og segir ástandið stöðugt.

Matsfyrirtækin komu sterklega til sögu í hinni frábæru kvikmynd, The Inside Job, sem sýnd var hér á landi fyrir skömmu. Þau gáfu nefnilega allskonar "ruslbréfum" toppeinkunn og reyndu svo að sverja allt saman af sér í yfirheyrslum á bandaríska þinginu, með þeim rökum að einkunnir þeirra væru í raun bara "álit" (enska: opinions!) 

Hér má sjá átakanlegt myndskeið um þetta, úr Inside Job!

Fleiri myndskeið er að finna á YouTube, notið leitarskilyrðin "rating agencies inside job" meðal annars þetta hér, sem er reyndar ekki í IJ.

Spurningin hlýtur því að vakna hvort í dag sé um að ræða sömu "álit" og toppar fyrirtækjanna tala um í Inside Job!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lækkun á lánshæfi Frakklands, þýðir lækkun á lánshæfi ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 16.1.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband