Leita í fréttum mbl.is

Króatar samþykktu ESB-aðild með miklum meirihluta - 66% sögðu já 33 nei

DubrovnikTalið er að Króatar hafi samþykkt aðild að ESB með yfirgnæfandi meirihluta, 66% gegn 33, í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í dag. Þetta segir meðal annars USA Today á vef sínum. Tvöfalt fleiri eru því fylgan

Landið verður því nær örugglega 28.aðildarríki ESB og annað ríkja fyrrum Júgósalvíu sem gengur í sambandið, en Slóvenía fékk aðild árið 2004. Hér er krækja um málið, þar sem kemur m.a. fram að þátttaka var 43.5%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu var ekkert eðlilegra en að Króatar samþykktu aðild að hinu nýja miðevrópubandalag sem kallasti ESB.þeir hafa alltaf verið hluti af því, nema síðustu áratugina. Króötum finnst miklu þægilegra að láta Austurríkismenn og Þjóðverja stjórna sér.Hvað er eitt sjálfstæði milli vina. 

Sigurgeir Jónsson, 22.1.2012 kl. 22:38

2 Smámynd: Elle_

Aumingja Króatar.  Og ungi maðurinn sem veit króatíska þjóðin verður fangar.  Sorglegt.  Lygaáróðri og mútupeningum beitt eins og í öðrum ríkjum: Írlandi, Tékklandi + + +  Hljómar kunnuglega??  Fagnið samt ekki um of nema þið ætlið úr landi.  Þið eru með tapað mál. 

Elle_, 22.1.2012 kl. 22:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þið hjá Evrópusamtökunum nefnið þó ekki kosningaþáttökuna. Hún var einungis rétt yfir 30%!!

Það getur því varla talist stór sigur þegar einungis 62% af 30% kosningabærra manna samþykkir aðildina.

Gunnar Heiðarsson, 22.1.2012 kl. 23:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Grikkland, Króatía, Slóvenía, Ítalía, Portúgal, Spánn, Litháen, Lettland, Eistland, Malta, Kýpur, Írland og Bretland eru sem sagt öll í Mið-Evrópu.

Í þessum sextán ríkjum, 57% af ríkjum Evrópusambandsins eftir að Króatía fær þar aðild 1. júlí á næsta ári, búa um 223 milljónir manna, 45% af íbúum sambandsins.

Og önnur ríki sem fengju aðild að Evrópusambandinu eru langflest engan veginn í Mið-Evrópu.

Þorsteinn Briem, 23.1.2012 kl. 00:06

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Að lokum kusu 66% með ESB aðild Króatíu og kosningaþátttakan var 44%.  Þetta er nokkuð gott þar sem stutt er síðan Króatía barðist fyrir sjálfstæði sínu og þjóðernishyggjan hefur verið mjög áberandi í sögu Króatíu a.m.k. síðustu 100 árin.

Lúðvík Júlíusson, 23.1.2012 kl. 00:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Heiðarsson,

"... with about 30 percent of the ballot calculated, ..." - "... þegar búið var að telja um 30% atkvæðanna ..."

Kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Króatíu í dag var hins vegar ekki mikil en Króatar, sem eru mjög andvígir aðild landsins að Evrópusambandinu, hafa væntanlega allir tekið þátt í atkvæðagreiðslunni.

Þorsteinn Briem, 23.1.2012 kl. 01:04

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er merkilega mikill stuðningur við ESB þrátt fyrir að það eru miklir erfileikar á evrusvæðinu og víðar.

Krótatar hafa ákveðið að taka skynsömu leiðina til betri lífskjara. Ekki hugsa um tímabundin leiðindi og í staðinn horft til framtíðar. 

Til hamingju Króatar.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2012 kl. 10:37

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

29% Króata völdu sem sagt þessa leið (66% af 44% kjörsókn).

Evrópusambandið stækkar úr því að vera 42,5% af Evrópu í 43%. Það hlýtur að stórauka sjálfbirging sambandsins og fylgjenda þess.

En vesalings Króatía að þurfa að taka upp gjaldeyri sem ekki er víst að verði til eftir 3 ár! Og ætli heildarbaggi evrusvæðis í vanda minnki með þessu?

Jón Valur Jensson, 23.1.2012 kl. 12:05

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Man nú andmælin við því þegar Icesave var fellt, þá var ekki þessi upphrópun "Fellt með miklum meirihluta" heldur var reynt að gera eins lítið út úr þeim kosningum sem þó 80% kosningarbærra manna tóku þátt í . Já, það er ekki sama hvort það er með eða á móti ESB hvernig hentar að segja hlutina.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2012 kl. 12:09

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Valur

Með þínum rökum þá eru aðeins 16% Króata (37% af 44%) á móti ESB.  

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2012 kl. 12:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

TVEIR ÞRIÐJU atkvæða, 66,67%, er að sjálfsögðu MIKILL MEIRIHLUTI og Króatar, sem eru mjög andvígir aðild landsins að Evrópusambandinu, hafa væntanlega tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær.

Croatian European Union membership referendum, 2012


Accession of Croatia to the European Union


"Evrópusambandið stækkar úr því að vera 42,5% af Evrópu í 43%."

Hvíta-Rússland og Rússland, stærsta ríkið í heiminum, fá nú seint aðild að Evrópusambandinu.

Í Króatíu búa 4,3 milljónir manna og í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR.

Í Rússlandi búa hins vegar 143 milljónir og Bandaríkjunum 313 milljónir.

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 17 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna


"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 23.1.2012 kl. 13:22

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það voru allir meginflokkar og meginstofnanir samþykk þessari óhjákvæmilegu þróun og töldu Króatíu best borgið til lengri tíma sem aðili að Sambandinu. þar með talið ýmsir minnihlutahópar svo sem serbneski minnihlutinn.

þetta er í sambræmi við allar skoðanakannanir þar sem fylgi við aðild hefur farið heldur stígandi síðustu misseri. þokast frá um 50% og farið í yfir 60%. Hlutlausir um 10% í könnunum.

Niðurstaðan er yfirgnæfandi stuðningur við aðild. Face ir andsinnar. (En auðvitað geta andsinnar hérna eigi tekið nokkrum staðryndum enda byggja þeir sinn málflutning á lygi og þvaðursþvælu.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2012 kl. 14:22

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Okkur var samt lofað á sínum tíma að vera samferða Króatíu í ESB. En það er annað mál.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2012 kl. 15:09

14 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gunnar H: Þegar þetta var skrifað í gærkvöldi, lág þátttakan ekki fyrir. Lestu nú fréttina aftur, þú hefur bara gaman af því! :)

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.1.2012 kl. 16:27

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar staðan var þannig að um 50%voru á móti aðild þá fengu Króatar ekki að kjósa.Þegar útlit var fyrir að aðildin yrði samþykkt, þá gaf ESB leyfi fyrir kosningunum.Þetta var sami skrípaleikurinn og verið ar að leika hér á landi.Nei við íslensku ESB stjórninni.Nei við andlýðræðislegi hegðun ESB og aðild að slíkum einræðissamtökum.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2012 kl. 20:02

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þýskaland og leppríki þess telja nú um 130-140 milljónir manna og koma til með að ráða ESB ásamt Frakklandi.Leppríkin eru:Austurríki, Ungverjaland, Slóvenia,Cróatía,Finnland Svíþjóð,Eistland, Lettland,Litháen.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2012 kl. 20:11

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB er stjórnlaus einræðisrisi, þar sem sá ræður sem er frekastur og sterkastur.Slíkt fyrir komulag gengur aldrei til lengdar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2012 kl. 20:18

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurgeir.

Þú ert kannski með heimildir til að bakka þetta upp?

Annars verður þetta sjálfkrafa dæmt sem dautt og ómerkt raus.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2012 kl. 20:40

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB sinninn Ómar Bjarki Kristjánsson skrifar:" Þokast frá um 50% og farið í yfir 60%".Eru nú ESB sinnar farnir að efast hver um annan.Það er nýtt. Og hvenær viðurkenndi Hitlers- Þýskaland að það hefði leppríki.Aldrei.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2012 kl. 20:51

20 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sleggjan og Hvellurinn segir:"Okkur var samt lofað á sínum tíma að verða samferða Króatíu.En það er annað mál".Er það annað mál .Af hverju fá íslendingar ekki að kjósa um ESB aðild eins og lofað var þegar sótt var um.Á sama tíma og Króatía, í síðasta lagi.Segir það sig ekki sjálft.Einræðisstjórn ESB á Íslandi og Brussel leyfir ekki kosningar fyrr en taldar eru líkur á því að aðild verði samþykkt.Nei við ESB einræðinu og svikum þess.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2012 kl. 21:33

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

"Stjórnlaus einræðisrisi"?! Sem sagt stjórnlaust einræði.

Sá sem er einráður ræður einn en hann stjórnar sem sagt ekki, enda þótt hann ráði einn.

Ef einhver stjórnar ekki ræður hann að sjálfsögðu engu.

Það er áreiðanlega stjórnlaust einræði á þínu heimili, elsku kallinn minn.

Mesta fasistabullið er í andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 23.1.2012 kl. 21:42

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ferlið hefur tafist m.a vegna Jón Bjarna. Hann er í VG ekki XS.

En Íslendingar fá að kjósa þegar samningurinn lyggur fyrir Sigurgeir minn.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2012 kl. 21:45

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

.... og niðurstaða kosninganna verður (samkvæmt ákvörðun Samfylkingar og nauðugra jásystkina hennar á þingi) EKKI bindandi!!

Þetta sama lið kaus GEGN því að leggja umsóknina undir þjóðaratkvæði, þrátt fyrir að Gallup-skoðanakönnun, birt 10. júní 2009, sýndi eindreginn vilja þjóðarinnar til að fá þá atkvæðagreiðslu: 76,3% vildu fá hana þá, einungis 17,8% vildu hana ekki og 5,8% tóku ekki afstöðu (sjá HÉR!).

Vitaskuld var í 1. lagi ólöglegt, andstætt stjórnarskrá og landráðabálki hegningarlaganna að sækja um upptöku í stórveldi með einfaldri þingsályktunartillögu árið 2009.

Í 2. lagi væri fullkomlega eðlilegt að krefjast meira en einfalds meirihluta atkvæða fyrir því að umbylta stjórnskipan landsins með svokölluðum "aðildarsamningi"; 75% atkvæða var krafizt fyrir uppsögn sambandslagasáttmálans á sínum tíma, og nú er ekki síðri ástæða til, þegar erlent stórveldi ásælist þetta land og auðæfi þess.

Í 3. lagi er Í öllum 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb. ("join [EU]", á þessu vefsíðuyfirliti], hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með):

NEI / JÁ: -- dags.birt. og hver framkvæmdi könnun:

48,5% / 34,7% - 4. ág. 2009 - Capacent Gallup

50,2 / 32,7 -- 15. sept. 2009 - Capacent Gallup

61,5 / 38,5 -- sama könnun, "ef kosið er nú"

54% / 29% -- 5. nóv. 2009 - Háskólinn í Bifröst

55,9 / 33,3 -- 28. febr. 2010 - Capacent Gallup

60,0 / 24,4 -- 5. marz 2010 - Capacent Gallup

69,4 / 30,5 -- sama könnun, "ef kosið er nú"

60% / 26% -- 6. júlí 2010 - Capacent Gallup

50,5 / 31,4 -- 10. marz 2010 - Capacent Gallup

61,1 / 38,9 -- sama könnun, "ef kosið er nú"

55,7 / 30% -- 17. marz 2010 - MMR

50,1 / 37,3 -- 16. júní 2011 - Capacent Gallup

64,5 / 35,5 -- 11. ágúst 2011 - Capacent Gallup

Í ÖLLUM þessum skoðanakönnun var niðurstaðan yfirgnæfandi andstaða við að ganga í Evrópusambandið, hvort sem menn voru að horfa til þess, hvernig þeir myndu að lokum greiða atkvæði, eða hvernig þeir myndu verja atkvæði sínu, ef kosið væri "nú".

Meðaltal afstöðunnar í þessum þrettán könnunum er: 57,03% segja NEI, en aðeins 32,48% segja JÁ. Hóparnir, sem segja NEI, eru þannig 75,58% stærri en hópar hinna sem segja JÁ!

Og nú sýnir ný skoðanakönnun MMR, að 63% eru á móti inngöngu í Evrópusambandið, einungis 37% með. Séu þeir teknir með í myndina sem ekki hafa gert upp hug sinn eru 53,5% alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild að ESB en tæpur þriðjungur eða 31,5% alfarið, mjög eða frekar hlynnt henni.

En Jóhönnustjórnin virðist helzt vera sátt við sjálfa sig, þegar hún er gersamlega upp á kant við þjóð sína, eins og sýndi sig í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson, 24.1.2012 kl. 07:06

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heimssýn, ungir bændur og aðrir nei sinnar t.d þingmenn hafa verið duglegir að ljúga blákallt af þjóðinni þegar kemur að ESB. Því er ekki skrítið að margir eru efins.

En vonandi mun Evrópustofan hjálpa til við að upplýsa almenning um kosti og galla ESB. Þegar þekkingin er komin þá getur fólk tekið upplýsta afstöðu. Með eða á móti.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2012 kl. 08:41

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þeir vilja ekki einu sinni láta meirihluta atkvæða ráða hér í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu þegar samningur um aðildina LIGGUR FYRIR, heldur heimta þeir að aukinn meirihluti atkvæða ráði í málinu.

Og helst af öllu vilja þessir brjálæðingar að samningur um aðildina liggi aldrei fyrir, svo skíthræddir eru þeir um að tapa þjóðaratkvæðagreiðslunni og vera dregnir að húni með Evrópufánanum fyrir framan Stjórnarráðshúsið.

Samkvæmt skoðanakönnunum voru 38% Króata fylgjandi og 52% andvígir aðild landsins að Evrópusambandinu 16. apríl í fyrra, einungis níu mánuðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, þar sem TVEIR ÞRIÐJU kjósenda voru FYLGJANDI aðildinni.

Þorsteinn Briem, 24.1.2012 kl. 15:26

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það mun enginn "samningur" liggja fyrir um inngöngu Ísalands í ESB á næstu árum og áratugum.Einfaldlega vegna þess að ESB mun ekki undirrita neinn samning meðan Íslendingar ætla að hafna inngöngu í ESB.En það verður kosið til Alþingis á Íslandi eftir rúmt ár.Þá eiga Íslendingar þess kost að kjósa um hvort hætta skuli þessum skrípaviðræðum við ESB sem mun ekki skila neinum "samningi" meðan Íslendigar eru á móti aðild.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2012 kl. 16:33

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Innan ESB, þar sem Evrópumaðurinn er dýrkaður sem ofurmenni, þrýfst öfgastefna og mannfyrirlitning á öðrum kynstofnum.Hvergi í veröldinni eru fleiri sem aðhyllast nazistastefnuna.ESB mun ekki geta staðist samkeppni við þjóðir utan Evrópu, eins og er að koma í ljós þessa dagana.Í stað þess að horfa framan í heiminn eins og hann er neita ESB ríkin staðreyndum og taka þann kost að lifa í eigi einangraða heimi sem mun leiða til hruns fyrr eða síðar, því miður fyrir Ísland vegna viðskipta við ESB.En að fara inn í þennan stjórnlausa risa sem snýst um sjálfan sig eins og deyjandi stjarna er brjálæði.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2012 kl. 16:44

28 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það væri líka hægt að ganga beint að ESB skilmálunum svo ESB gæti ekki neitað að skrifa undir.Gera það strax eftir kosningar til Alþingis og setja inngöngubeiðnina í bindandi þjóðaratkvæði, þar sem inngöngu verður að sjálfsögðu hafnað.Nei við ESB stjórnunum á Íslandi og í Brussel.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2012 kl. 16:58

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild. "

Þorsteinn Briem, 24.1.2012 kl. 16:59

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.12.2011:

"Í mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB.

Framundan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál.

Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti.

Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir.

Vandað hefur verið til verka í málsmeðferð allri og eiga hagsmunaaðilar og félagasamtök hrós skilið fyrir virka þátttöku í ferlinu.

Alþingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fær allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt með hverju skrefi.

Nánari útskýringar á innihaldi samningskafla í aðildarviðræðunum við ESB er að finna á esb.utn.is.

Þar eru einnig samningsafstöður Íslands, önnur gögn og nánari upplýsingar um viðræðuferlið."

Staðan í viðræðunum um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 24.1.2012 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband