Leita í fréttum mbl.is

Góður stuðningur við "sunnudagssamkomulagið" í Svíþjóð

Fredrik ReinfeltSvíar styðja það samkomuleg sem náðist í Brussel á sunnudagskvöld um aðgerðir Evruríkjanna í ríksifjármálum. Reinfelt segir í viðtali við ensku fréttasíðuna The Local, að þessar aðgerðir séu góðar fyrir sænskan útflutning, en mikið af sænskum vörum streyma til ESB.

Svíar fá að sitja samráðsfundi um ríkisfjármál Evruríkjanna, þó Svíar séu ekki með Evruna. Sú niðurstaða að aðildarríki ESB sem ekki hafa Evru sem gjaldmiðil geta tekið þátt í fundum a.m.k. einu sinni á ári og jafnframt fundum Evruríkja þar sem ákveðin málefni er snerta ríki utan Evrunnar (t.d. samkeppnishæfni, breyttar reglur fyrir Evrusvæðið, áhrif hnattvæðingar) verða til umfjöllunar, er á þá lund sem Svíar lögðu upp með.

Reinfeldt sagði eftir fundinn að því fleiri fundir sem Svíþjóð gæti tekið þátt í því betra. Hann sagði það miklu skipta fyrir Svíþjóð að vera með þar sem verið væri að ræða og ákveða skipan efnahagsmála í Evrópu.

Þá kemur fram á sömu síðu að flokkur jafnaðarmanna er hættur við að vera á móti þessu samkomulagi, en í byrjun var það afstaða þeirra!

Staðan er því þannig að bæði ríkssitsjórn Svía og stærsti stjórnarandstöðuflokkur styðja samkomulagið, sem verður undirritað í byrjun mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrusvæði nei takk Psate/

FORSÍÐA

FRÉTTIR

STJÓRNMÁLAVAKTIN

VIÐSKIPTAVAKTIN

PISTLAR

LEIÐARAR

Í POTTINUM

GAGNASAFN

UM EVRÓPUVAKTINA

Evru-svæðið: 16,5 milljónir manna atvinnulausir - jafnmargir og búa í Hollandi

1. febrúar 2012 klukkan 19:05

Atvinnuleysi eykst jafnt og þétt á evru-svæðinu og því er spáð að þessi þróun haldi áfram á árinu 2012. Eurostat, hagstofa ESB, birti þriðjudaginn 31. janúar tölur um atvinnuleysi í desember 2011 og sýndu þær að fjöldi atvinnulausra væri 10,4% af fólki á vinnualdri í evru ríkjunum (9,9% í Evrópusambandinu).

Þetta er sami fjöldi og í nóvember 2011 en 0,4% hærri en í desember 2010. Alls eru 16,469 milljónir manna án atvinnu á evru-svæðinu eða álíka margir og þeir sem búa í Hollandi.

Þessar tölur hafa ekki verið hærri síðan 1998, áður en evran kom til sögunnar. Þær dreifast misjafnlega eftir löndum og eru hæstar í suðurhluta álfunnar, þar sem skuldir eru hæstar og samdráttur mestur.

Verst er staðan á Spáni. Þar er atvinnuleysið 22,9% og hefur hækkað um 2,5 stig á einu ári. Meðal þeirra Spánverja sem eru yngri en 25 ára er atvinnuleysið 48,7%. Grikkir glíma einnig við niðurskurð og aðhald þar var atvinnuleysi 19,2% í október 2011 (síðustu birtar tölur).

Í Þýskalandi minnkaði atvinnuleysi í desember varð 5,5% í stað 5,6% í nóvember. Í Hollandi eru 4,9% atvinnuleysi, 4,1% í Austurríki, 5,2% í Lúxemborg. Í Frakklandi er atvinnuleysi hins vegar 9,9%.

Sérfræðingar hjá Barclay-banka telja að atvinnuleysi muni aukast í 10,9% á evru-svæðinu árið 2012 og fari í 11% árið 2013.

Örn Ægir Reynisson, 1.2.2012 kl. 20:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Myndin hér til hliðar er tekin í Grikklandi en ég bý við ÍSLENSKAN VERULEIKA.

Hér á Íslandi er MESTA VERÐBÓLGA Í EVRÓPU, HÆSTA MATVÆLAVERÐ Í EVRÓPU, miklu HÆRRI VEXTIR en á evrusvæðinu og MIKIÐ ATVINNULEYSI.

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.


Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna


Til hamingju, Ísland! Fjórtán ár tekur að eignast ekkert í íbúðinni þinni!


"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA
en það franska."

Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis


Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar voru um 11,3 milljarðar króna árið 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki


Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en EKKI evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem VERÐTRYGGING LÁNA er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hérlendis FELLUR VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.

En þú býrð náttúrlega í Paradís og kvíðir því stórlega að þurfa einhverntíma að yfirgefa þessa dásamlegu jarðvist þína og Hádegismóra.

Evrópska efnahagssvæðið er sameiginlegur vinnumarkaður og Ísland fékk þar aðild þegar Hádegismóri var hér forsætisráðherra en það hefur væntanlega alveg farið framhjá þér.

Liggur of mikið yfir Tígulgosanum.

Hér á íslandi vinna ÞÚSUNDIR útlendinga, aðallega Pólverjar, störf sem menntaðir Íslendingar vilja ekki vinna.

Og til Evrópusambandslandanna og Bandaríkjanna hafa flust MILLJÓNIR manna, meðal annars til að vinna þar störf sem menntaðir heimamenn hafa ekki viljað vinna.

Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí 2010:

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010


Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010


Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.

Allar aðildarviðræður að Evrópusambandinu snúast um SÉRLAUSNIR, þannig að það er beinlínis BJÁNALEGT að halda því fram að við Íslendingar fáum ekki eitthvað fram í aðildarviðræðunum sem aðrir hafa ekki fengið.

Þorsteinn Briem, 1.2.2012 kl. 21:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur, til að mynda gagnvart evrunni, HÆKKAR hér verð á vörum, aðföngum og þjónustu frá evrusvæðinu OG VERÐBÓLGAN HÉR EYKST.

Frá áramótum
hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 1,9% og gagnvart Bandaríkjadollar um 0,96%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 45,17% og breska sterlingspundinu um 33,31%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 116,64%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 1.2.2012 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband