Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor: Fastagengisstefna forsenda stöðugleika

gylfi-zoegaFrétt í FRBL hefst svona: "Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu.

Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum.

„Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar."

Umræðan um gjaldmiðilsmál er mjög lifandi, enda mál sem þarf að ræða vegna falls og óstöðugleika krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Trúlega hefði Karl Marx komist að sömu niðurstöðu og Gylfi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.2.2012 kl. 20:01

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gylfi er hrifinn af þeirri fastgengisstefnu sem viðhöfð er á evrusvæðinu og er að setja flest lönd suður-Evrópu í gjaldþrot.Hann setur kíkirinn á blinda augað og virðist ekki hafa áhyggjur af því að það sama gæti hent Ísland ef það tæki upp evru.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.2.2012 kl. 20:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 2.2.2012 kl. 20:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,15% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,59% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994 - 2009


Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 2.2.2012 kl. 21:03

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gengisfall gjaldmiðils orsakast fyrst og fremst af neikvæðum viðskiptajöfnuði og greiðslugetu viðkomandi lands vegna skulda.Ef gengi er fellt með handafli vegna þess að gjaldmiðillinn er ekki hafður á floti og markaðurinn fellir þar af leiðandi ekki gengið sjálfkrafa, þá er það gert vegna þess að gengið er í raun þegar fallið.Seðlabankinn hefur verið að fella gengið vegna vaxandi innflutnings og versnandi viðskiptajöfnuðar, það hefur ekkert með sjávarútveg að gera.Sumir míga í skóinn sinn og vita ekki af því.Hvort það er vegna heimsku sem menn fá í arf frá forverum  sínum í Framsóknarflokknum skal ósagt látið.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.2.2012 kl. 21:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jöfnuður vöru OG þjónustu var hér HAGSTÆÐUR um 126,3 milljarða króna árið 2009, 154,3 milljarða árið 2010 og 123,2 milljarða árið 2011, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands:

Jöfnuður vöru og þjónustu á árunum 2009-2011

Þorsteinn Briem, 2.2.2012 kl. 21:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er
mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé."

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MIKLU HÆRRI EN Á EVRUSVÆÐINU og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 2.2.2012 kl. 21:53

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er "þátttaka í evrópska myntsamstarfinu" (þvílíkt samstarf!!!) "eina framkvæmanlega fastgengiskerfið"? –Nei, þetta er rakin þvælu-alhæfing sem gerir lítið úr öllum öðrum gjaldmiðlum en þessum ofursjúka í 17 löndum af þeim 27 sem ná yfir 42,5% Evrópu.

Steini, tókstu eftir því, sem Frosti Sigurjónsson benti á í Bylgjunni síðdegis í fyrradag? – þ.e. að "þátttaka í evrópska myntsamstarfinu" er fjarri því að kosta ekki neitt, því að við yrðum sannarlega að leggja fram fé í 1000 milljarða evra stöðugleikasjóðinn, 1/1000 hluta, þ.e. einn milljarð evra, sem jafngilda 400.000 krónum á hvert mannsbarn á Íslandi, og að sjálfsögðu hefði þetta áhrif á lánshæfi Íslendinga [og þar með vexti], og allt kostar þetta sitt, sagði Frosti.

Hættið að blekkja fólk!

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 04:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Farðu með íslenskan þúsund kall eða rússneskan rúbluseðil í verslun í Þýskalandi og reyndu að kaupa eitthvað fyrir þessa "ofursterku" gjaldmiðla!!!

Þó er Rússland stærsta ríki í heimi en það fær nú seint aðild að Evrópusambandinu.

Og Frosti Sigurjónsson er töluvert minni kall en Pútín og félagar.

Jafnvel þótt hann færi úr að ofan og þið allir, félagarnir í Heimsksýn.

Ætlið þið Don Kíkótarnir og Sansjó Pansarnir ekki að fylgja eftir þessari ímynduðu árás ykkar á Evrópustofuna núna á Öskudaginn?!

Hvernig gekk annars með lögbannið á stofuna? Hvað sagði sýslumaðurinn? Gaf hann ykkur gotterí?

Kona úr Vesturbænum fór með íslenskan fimm þúsund kall í erlendan banka fyrir nokkrum árum og vildi fá honum skipt í evrur. Gjaldkerinn sagði seðilinn verðlausan og bauðst til að henda honum í ruslið.

Og fyrir mörgum árum gat ég selt íslenskan fimm þúsund kall í dönskum banka með gríðarlegum afföllum.

Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haistið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Evran hefur hins vegar haldið verðgildi sínu, enda eru áttatíu prósent Íra ánægð með evruna.

En þið rugludallarnir í Heimsksýn haldið náttúrlega að Írar og Grikkir vilji fá íslenskar krónur eða rússneskar rúblur í staðinn fyrir evruna.

Segðu Frosta Sigurjónssyni að láta afþíða sig.

Til dæmis í Rússlandi.

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 06:18

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlálegu svari (æstu að gefnu tilefni! :D ) þarf ekki að svara.

Svo heitir þetta ekki "fastagengisstefna", eins og stendur hér í fyrirsögn, heldur fastgengisstefna.

Og evran er að lækka gagnvart dollarnum skv. nýjustu fréttum (þótt dollarinn standi sig ekki jafn vel gagnvart japanska jeninu). Hvers vegna í ósköpunum?

Frosti Sigurjónsson er öflugur, menn ættu að fylgjast með honum, og þú hefðir ekkert roð við honum, Steini, sama hve "hot" þú þykist vera! Endilega farið inn á þessa frábæru kappræðu Frosta og Samfylkingardömunnar.

Lán NOREGS, FÆREYJA, Danmerkur Finnlands og Póllands til Íslands höfðu ekkert með Evrópusambandið að gera, heldur AGS. Þar fylgdi reyndar böggull skammrifi: AGS heimtaði af Norðmönnum (og sennilega hinum líka, þótt Færeyingar hafi auðvitað ekki hlustað á það og varla Pólverjar) að lánin yrðu bundin því skilyrði, að kláruðum Icesave-samninginn! – sbr. hér: Fjármálaráðherra Noregs: Alþjóða-gjaldeyrissjóðurinn gerir samþykkt Icesave að skilyrði fyrir lánum Norðmanna o.fl.! (sbr. einnig HÉR á ensku og HÉR).

Eina aðkoma Esb. að þessu AGS-lánamáli mun vera sú að hafa krafizt þess, að lánin yrðu ekki veitt nema við létum Breta og Hollendinga svínbeygja okkur til að borga hina ólögvörðu lygakröfu.

Og ekki mótmælti "Steini Briem" kúgunarkröfunum, nema síður væri! Hvar ætlaðist hann til, að ríkisstjórnin fyndi yfir 120 milljarða* í pundum og evrum, sem nú væri búið að borga af Icesave-I bara í vexti?! – og það óafturkræfa!

* Sjá Icesave-bók Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns og greinar á vefsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 10:47

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Viturlega mælir Gylfi. Eina leiðin er aðild að EU. Allt tal um annað er bara kjánatal. Jú jú, þessi útfærsla á Tobin skatti mundi sennilega eithvað bæta hringlandann sem stafar af þessu fyrirbrigði sem kallað er króna hér upp og notast er við sem gjaldmiðil.

Maður hefur tekið eftir að sumum líst vel á Tobinskattinn í þessu samhengi. Fáir virðast hinsvegar átta sig á að svona skattur gerir aðild að EU enn álitlegri! Enn álitlegri.

það er alveg ótrúlegt hve hægt er að þvæla um sjálfsagða og nauðsynlega hluti hérna. það sem á gera er: Aðild að EU og upptaka Evru í framhaldinu. Og samhliða að vinna með Evrópuríkjum á EU útfærslunni á Tobinskattinum sem er miklu, miklu mun gáfulegri og líklgri til að virka.

Eina vitið að vinna saman með EU að þesu og óþarfi að ræða í raun. Svo sjálfsagt er það. Í framhaldinu mætti skoa hvort ætti ekki að setja kvóta á ruglið úr andsinnum. Vegna heilbrigðissjónarmiða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2012 kl. 17:11

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

“Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008:

11. október
2008: "Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: "Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.


Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.

Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.

Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008


"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar. Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti lánabeiðni Íslendinga


"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Ég hef haldið því fram árum saman, meðal annars á þessu bloggi, að langlíklegast sé að eignir þrotabús Landsbankans dugi fyrir innistæðutryggingunni vegna Icesave-reikninganna.

En að sjálfsögðu hafið þið vesalingarnir alltaf mótmælt því.

Enda þótt Færeyjar hafi lánað íslenska ríkinu peninga, eftir að íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands með bankastjórann Davíð Oddsson urðu GJALDÞROTA haustið 2008, hafa Færeyjar og Grænland árlega fengið GRíÐARLEGA STYRKI frá Danmörku.

Ísland hefur EKKI verið hluti af konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 en Færeyjar og Grænland eru það hins vegar enn.

Þú heldur náttúrlega að íslenska ríkið hafi fengið lánaðar rússneskar rúblur frá Færeyjum og Rússar hafi ætlað sér að lána okkur rúblur þegar Davíð Oddsson æddi um GJALDÞROTA MEÐ ÁSTARBRÉFIN í vasanum, hárið út í loftið og skjálfandi á beinunum haustið 2008.

28.10.2008:


"Færeyska landstjórnin tilkynnti á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag að hún hyggst veita Íslendingum 300 milljónir DANSKRA KRÓNA í gjaldeyrislán."

OG DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 17:13

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið ruglar þú hér, Steini, og svarar mér lítt nema óbeint.

Og til þessa "samkomulags" Árna Matthiesen við hótandi kúgunaröfl Hollands, Bretlands og Esb. um, að "íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur," hafði þessi ráðherra ekkert umboð frá Aþingi, hvað þá frá þjóðinni. Slíkar ríkisskuldbindingar þurfa sérstakt, lagalegt lagafrumvarp á Alþingi, sem heimilað geti fjármálaráðherranum uppáskrift slíkra samninga – og um það stóð einmitt slagurinn hjá Steingrími Icesave-foringja: að reyna að fá slíka heimild frá Alþingi, en þegar hann fekk hana, var hitt enn eftir að fá staðfestingu forsetans (og hugsanlega þjóðarinnar) á lögunum, en þar lenti Icesave-foringinn í einhverjum mestu vandræðum sínum um ævina: ÓLÖGUNUM VAR HAFNAÐ!

Og þú mælir enn þessum gömlu kúgurum okkar bót!

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 19:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.7.2009:

„Loan agreements have today been signed between Iceland and Denmark, Finland and Sweden respectively, and between Seðlabanki Íslands, guaranteed by Iceland and Norges Bank, guaranteed by Norway. Under the agreements the Nordic lenders stand ready to provide Iceland with total credits of 1.775 billion euro.

The loans will be provided in relation to and as a support of Iceland’s economic stabilisation and reform programme with the International Monetary Fund (IMF). The loans are intended to strengthen Iceland’s foreign exchange reserves. The Nordic creditors – Denmark, Finland, Norway and Sweden – are with these loans making an important contribution to international crisis management.“

Sameiginleg fréttatilkynning Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1. júlí 2009

Fréttatilkynning Seðlabanka Noregs sama dag, 1. júlí 2009:

„Norges andel av lånet utgjør 480 millioner euro, motsvarende om lag 4,3 milliarder kroner. Den norske låneavtalen er organisert som et lån fra Norges Bank til Seðlabanki Islands med garanti fra den islandske og den norske stat. Lånet har en løpetid på 12 år med fem års avdragsfrihet. Lånebeløpet vil bli gjort tilgjengelig for Island i fire omganger, knyttet til IMFs kvartalsvise gjennomganger av landets økonomiske program.“

Norges Bank har undertegnet låneavtale med Seðlabanki Islands

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 20:36

15 Smámynd: Þorsteinn Briem


ALÞINGI, 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (ICESAVE-SAMNINGAR). Þskj. 346, svo breytt, 28.8.2009.

SAMÞYKKT. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi.

Nei
sögðu: Árni Johnsen, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Margrét Tryggvadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þráinn Bertelsson.

Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari.

Fjarstaddur
: Illugi Gunnarsson.

Atkvæðagreiðslan: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 sátu hjá og Illugi Gunnarsson var fjarverandi.

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 20:43

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

INNISTÆÐUTRYGGINGIN VEGNA ICESAVE-REIKNINGANNA VERÐUR GREIDD.

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 20:49

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna er ekkert minnzt á Icesave, enda var það mikið felumál.

En Steini Briem ver Icesave-uppgjafarstefnuna í merg og bein, rétt eins og Ómar Bjarki Kristjánsson hefur gert úti um allt á vefnum, einkum á Eyjunni, við afar litlar undirtektir, þótt sú vefsíða sé undirlögð af Samfylkingarmönnum.

En Steini skammast sín líklega fyrir að skrifa undir fullu nafni á þennan veg, sbr. undirskrift endalausra athugasemda hans.

Merkilegt annað hvernig Icesave-uppgjafarstefnan fer iðulega saman við Esb-innlimunarstefnuna. Er þetta dagsskipunin: Uppgjöf fyrir >gömlu nýlenduveldunum?

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 20:58

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

1. setning mín í síðasta innleggi vék þar að innleggi Steina kl. 20.36. En hann heldur náttúrlega áfram að bæta við copy-peisti sínu i lange baner eins og jafnan þegar hann er í vanda staddur og hans heittelskaða Esb. og áhangendur þess (Steini meðtalinn) í hættu á að koma illa út.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 21:01

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2010:

"Þrotabú Landsbankans gæti átt yfir 300 milljarða króna í reiðufé um áramótin verði endurheimtur eins góðar og útlit er fyrir.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Gangi spár um endurheimtur eftir gæti þrotabúið GREITT ALLAR FYRIRLIGGJANDI FORGANGSKRÖFUR, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Þær kröfur eru 1.161 milljarður vegna ICESAVE og 158 milljarðar vegna innlána."

Ríflega 300 milljarða króna eignir þrotabús Landsbankans í reiðufé

Steini Briem, 14.9.2010 kl. 23:53

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 21:28

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur, til að mynda gagnvart evrunni, HÆKKAR hér verð á vörum, aðföngum og þjónustu frá evrusvæðinu OG VERÐBÓLGAN HÉR EYKST.

Frá áramótum
hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 1,83% og gagnvart Bandaríkjadollar um 1,6%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 46,08% og breska sterlingspundinu um 33,44%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 116,5%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 22:49

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin ný frétt, að þrotabú Landsbankans geti hugsanlega greitt upp allar forgangskröfur. Sú frétt gerir hins vegar bægslaganginn í Gordon Brown og Darling þeim mun hjákátlegri og um leið ósvífnari gagnvart íslenzkri þjóð, sem raunar var ekki í neinni ábyrgð á þessum Icesave-reikningum. Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur jafnframt bent á það í nýlegri Morgunblaðsgrein, að þetta kröfulið, ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) meðtalin, fellur gersamlega á formgalla á málatilbúnaðinum haustið 2008. Gildi kröfunnar er ekkert, nihil, núll og nix, og vaxtakrafan var þar að auki allan tímann forsendulaus, og jafnvel þótt hún hefði haft löggilda forsendu, þá hefði vaxtatalan verið freklegt brot á lagaregum. Þetta má er gjörtapað í EFTA-dómstólnum fyrir nýlenduveldin, nema parið Steingrímur og Jóhanna velji tilræðismann við þjóðarhag til að halda þar á spöðum okkar.

Greiddir vextir (sem væru EKKI FORGANGSKRÖFUR í þrotabú Landsbankans) væru nú komnir yfir 120 milljarða skv. Icesave-I, í boði manna eins og Steina Briem og alls kyns náttúrulausra hagfræðinga og samtaka, flestra Esb-sinnaðra. Þjóðin væri að lifa núna sínar mestu þrengingar fjárhagslega á lýðveldistímanum, ef forsetinn hefði ekki stoppað af okkar vanhæfu stjórnmálastétt.

Heyr fyrir honum, og farið nú inn á askoruntilforseta.is !

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 23:29

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noregur og Bretland eru OLÍURÍKI með sterka gjaldmiðla.

Bretland er í Evrópusambandinu og Noregur á eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Ísland er hins vegar EKKI olíuríki og ENGAN VEGINN með sterkan gjaldmiðil.

Hér á Íslandi er MESTA VERÐBÓLGA Í EVRÓPU en í Noregi er lítil verðbólga.

Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 23:42

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2011:

"Tillaga um þjóðaratkvæði um samband Bretlands og Evrópusambandsins var KOLFELLD Á BRESKA ÞINGINU í kvöld með 483 atkvæðum gegn 111 [81% ATKVÆÐA].

William Hague
, utanríkisráðherra Breta, sagði í samtali við The Guardian að um væri að ræða "ranga spurningu á röngum tíma".

Talsmaður David Cameron [forsætisráðherra Breta] sagði í kvöld að það væri BEST FYRIR HAGSMUNI BRETLANDS AÐ VERA Í EVRÓPUSAMBANDINU."

Þorsteinn Briem, 3.2.2012 kl. 23:57

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stjórnmálastéttin í Bretlandi er (eins og hliðstæð grúppa hér) ekki í takt við vilja almennings. Yfirgnæfandi meirihluti almennings í báðum löndum – og ekki síður í Noregi – vill EKKI að land sitt sé eða fari inn í þetta stórveldabandalag.

Jón Valur Jensson, 4.2.2012 kl. 03:10

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þorsteinn Briem, 4.2.2012 kl. 03:15

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefurðu kynnt þér ÖFGAYFIRÞJÓÐERNISSTEFNUNA sem skrifaður var leiðari um í Morgunblaðið um daginn, Steini? (kannski ekki undir þessu nafni). Og hvað er að því að halda upp á íslenzkar hefðir í mat og klæðnaði, menningu og sögulegum hefðum – og íslenzkt fullveldi og sjálfstæði?

Hefurðu prófað að fara í pílagrímsferð til Færeyja og Grænlands til að predika á móti sjálfstæðishneigð og með innlimun í Evrópusambandið?

Geturðu verið þekktur fyrir að bíða með svo brýnt erindi í þágu öfgayfirþjóðernisstefnunnar og gömlu tíu nýlenduveldanna sem ráða munu 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins (frá 1. nóv. 2014)?

Viltu ekki líka benda þeim á, að yfirstjórn fiskveiðimála þeirra færi til Brussel, selveiðar, hvalveiðar og hákarlaveiðar yrðu bannaðar og ýmsar fuglaveiðar að auki. Þá hlýtur það að vera mjög sterkt tromp á þinni hendi gagnvart hinum gamaldags sjálfstæðissinnum í þessum löndum, að í þessari voldugu valdsstofnun ESB, ráðherraráðinu, hefðu helztu ríkin með hug á fiskveiðum hér – Bretland með 12,33% atkvæðavægi í ráðherraráðinu frá 2014, Spánn (9,17%), Frakkland (12,88%), Þýzkaland (16,41%), Belgía (2,15%) og Danmörk (1,10%) – samanlagt 54,04% atkvæðavægi. Ítalir (12,02%) og Portúgalar (2,13%) gætu bætzt í hóp áhugasamra, enda stunda Ítalir nú þegar fiskveiðar í sænskri landhelgi.

Þetta gæti orðið fjölmenningarsamfélag á ný á fiskimiðum norðurslóða!

Jón Valur Jensson, 4.2.2012 kl. 09:50

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn EINKAVÆDDU bankana hér.

Og MEIRIHLUTI Íslendinga vill EKKI að bankarnir séu ríkisreknir.

Hins vegar var ENGAN VEGINN sama HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 4.2.2012 kl. 13:56

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 4.2.2012 kl. 13:58

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu VEXTIR á húsnæðislánum BYRJA AÐ LÆKKA TALSVERT ÁÐUR EN EVRAN YRÐI TEKIN UPP.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis

Þorsteinn Briem, 4.2.2012 kl. 14:04

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Grænland og Færeyjar eru HLUTI AF konungsríkinu Danmörku og fá þaðan GRÍÐARLEGA STYRKI.

Færeyjar og Grænland eru ENGAN VEGINN sjálfstæð ríki.

Og ég treysti sjálfum mér mun betur en ÖFGAFULLUM PÁPISTA til að meta það hvort íslenskur sjávarútvegur muni pluma sig í Evrópusambandinu.

Ég skrifaði um íslenskan og erlendan sjávarútveg, veiðar, fiskvinnslu og markaðsmál, í Morgunblaðið í mörg ár og gaf þar vikulega út sérblað um sjávarútvegsmál við annan mann.

Við fórum út um allan heim til að viða að okkur efni í blaðið, til að mynda Færeyja, Japans, Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands.

Hugsa þú um það sem þú hefur vit á.

Páfann og Frosta Sigurjónsson.

Þorsteinn Briem, 4.2.2012 kl. 14:47

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt að vita það eins og ég, Steini, að Danir hafa arðrænt Grænland og sennilega Færeyjar líka eins og Ísland öldum saman.

Svo er ég alls ekki "öfgafullur pápisti" – ég ætla páfanum ekki það vald sem hinir róttækustu hafa gert, heldur vald í samvinnu við biskupana, kennivald sem sprettur af trú grasrótar kirkjunnar allt frá öndverðu, þannig að þetta var nú bara eitt af þínum vindhöggum, auk þess að fara út fyrir alla eðlilega umræðu hér.

Það skiptir engu máli, að þú hafir skrifað (hafirðu gert það) í sjávarútvegsblað Mbl., ef þú lokar augunum fyrir hættunni fyrir íslenzkan sjávarútveg af innlimun okkar í Esb., þar sem lögin þar yrðu okkar æðstu, ráðandi lög.

Spænskir ráðamenn þekkja sitt Evrópusamband betur en þú. Af hverju hyggur þú, að Garrido, ráðherra Spánverja í ESB-málum, hafi kallað fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlað Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum? (29. júlí 2009) og ennfremur staðfest ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið og sagt Spánverja "himinlifandi" með umsókn Össurar? (30. júlí 2009, hvort tveggja úr Spegli Rúv.).

Og hvers vegna skyldi sjávarmálastjóri Spánar [hafa] sagt auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í Esb.? (5. september 2009). Er maðurinn svona vitlaus? Þarftu ekki að skreppa í Esb-ferð, Steini, að leiðrétta þessa "fráfróðu" menn?

Þú getur þá reynt að koma við í Lombard Street-rannsóknarsetrinu í Lundúnum, en Stein, aðalhagfræðingur þess, sagði í ágúst 2007, að það væri algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (þar koma spænskir sjómenn mjög við sögu). Stein þarf greinilega á lexíu frá Steina að halda!

Jón Valur Jensson, 4.2.2012 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband