Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason í MBL: Vill greiða atkvæði um ESB-málið samhliða forsetakosningum

Jón BjarnasonJón Bjarnason, fyrrum ráðherra, skrifaði grein um ESB-málið í MBL þann 4.febrúar og lýsti þar yfir þeirri skoðun sinni að ganga ætti til þjóðaratkvæðis um ESB-málið samhliða forsetakosningum í sumar. Arfaslök hugmynd sem er til þess eins fallin að þjóna hagsmunum þeirra sem vilja hætta við málið. En samkvæmt könnunum vilja langflestir Íslendingar halda áfram með málið og fá samning á borðið til að kjósa um.

Þá segir Jón Bjarnason að um eiginlega samninga sé ekki að ræða: "»Samningar« er þó rangnefni því í raun snúast þeir fyrst og fremst um aðlögun okkar að regluverki ESB, hvernig skuli haga röðun og tímasetningu fyrir hvert þrep í aðlöguninni sem verður að hafa átt sér stað áður en viðkomandi kafla af þeim 33 sem um ræðir er lokað.

Hér má minna á að í reynd er það ESB sem tekur ákvörðun um opnun, efnismeðferð og lokun hvers kafla fyrir sig. Allt tal um samningagerð og jafnræði milli aðila við hana er afbökun. Ekki síst þegar það er meginstefna Íslands að ljúka samningagerð hvað sem það kostar til þess eins að geta borið samninginn undir þjóðaratkvæði."

En hvernig tókst t.d. Svíum og Finnum að fá sérlausn fyrir landbúnað á harðbýlum svæðum? Hvernig tókst Dönum að fá sérlausn varðandi kaup útlendinga á sumarbústöðum? Hvernig tókst Möltu að fá umfangsmiklar sérlasusnir fyrir sjávarútveg landsins? Heitir það ekki SAMNINGAR?

Ennfremur segir Jón: "Krafa ESB stendur um...að afsala okkur fyrirfram rétti til nýtingar sjávarspendýra."

Hinsvegar hefur þegar komið fram að ESB mun t.d. ekki láta hvalveiðar hindra málið þegar umhverfiskaflinn verður opnaður, eins og sjá má hér. Um hvað er Jón þá að tala?

Úlfar Hauksson gaf út bókina Gert út frá Brussel fyrir nokkrum árum og þar ræðir hann samninga Norðmanna í sjávarútvegsmálum, þann seinni, og í bókinni segir:

"„Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildar­samningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiði­réttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópu­sambandsins væri borgið til framtíðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Krafan um fæðuöryggi er ein af þeim ástæðum fyrir því að ganga í ESB. Ef hér verður eldgos sem setur landbúnað úr skorðum þá er það gífurlegt öryggi að geta flutt hingað matvæli frá ESB óhindrað.  

The Critic, 6.2.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er einhver að taka mark á Jóni lengur?

Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2012 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband