Leita í fréttum mbl.is

Höft = ófrelsi!

Ein krónaÍ frétt í Viðskiptablaðinu stendur: "„Við erum þess mjög fylgjandi að Kauphöllin taki upp viðskipti með gjaldeyri vegna þess að þessi markaður ber svolítið merki um einokun,“ segir Orri Hauksson aðspurður um ástandið á gjaldeyrismarkaði."

Einu sinni sátu Danir að allri verslun hér á landi og höfðu það gott. Einokun þýðir jú að einhver einn aðili hefur markaðinn eins og hann leggur sig. Sá kvartar ekki.

Ástandið á íslenskum gjaldeyrismarkaði getur aldrei orðið eðlilegt á meðan gjaldmiðilinn er í höftum.

Höft = ófrelsi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það fylgir ekki þessari frétt að Orri Hauksson er fylgjandi því að aðilar sem eiga gjaldeyri erlendis geti keypt aflandskrónur fyrir hann og sett í fjárfestingar hér á landi.  Þessar aflandskrónur fá þeir með ca 33% afslætti m.v. aðra fjárfesta sem þurfa að borga fullt verð.

Orri er þess vegna fylgjandi því að sumir græði á höftunum,  ekki nokkrar milljónir eins og í fréttinni heldur milljarða.  Í viðskiptum sem þessum græddu aðilar 4 milljarða í vor og skv. áætlun Seðlabankans vonast hann eftir því að aðilar sem koma með gjaldeyri til landsins muni græða 16 milljarða á því!

Þessu gjaldeyrisbraski eru ótrúlega margir ESB sinnar fylgjandi, því miður.  Það er ekkert sem réttlætir það.

Lúðvík Júlíusson, 6.2.2012 kl. 00:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fljótlegast væri að ganga í ESB og fljótlega fara í ERM2 prógrammið þar sem Seðlabanki Evrópu hjálpar okkur að losna við höftin.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2012 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband