Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Hólmsteinn um Vigdísi Hauksdóttur og "hrun Evrópu"

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur, skrifaði grein í DV þann 6. febrúar vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns á beinni línu hjá DV fyrir skömmu, þess efnis að Evrópa væri að hrynja og Evran líka. Grein Gunnars hefst svona:

",,Evrópa er að hrynja - svo og evran.“ Þannig byrjaði eitt svara Vigídisar Hauksdóttur, eins af alþingismönnum okkar á ,,Beinni línu“ hjá DV fyrir skömmu.

Mér finnst það mjög magnað að lesa þessi orð Vigdísar og það sem mér dettur fyrst og fremst í hug er þetta: Er þetta raunveruleg ósk Vigdísar? Að Evrópa hrynji? Og Evran líka?

Næsta spurning sem vaknar er þessi: Gerir viðkomandi þingmaður sér grein fyrir því hvað myndi gerast EF Evrópa og Evran myndu hrynja? Og hverjar afleiðingarnar yrðu, ekki bara fyrir Evrópu, heldur líka Ísland?

Samkvæmt Hagtíðindum fór tæplega 80% af útflutningi Íslands árið 2010 til ESB og rúmlega 50% af innflutningi kom þaðan. Hvað myndi gerast ef þetta mynd raskast verulega, með ,,hruni Evrópu“ eins og Vigdísi er svo tamt að tala um?

Við höfum söguleg dæmi sem geta veitt okkur ákveðinn stuðning og það er frá heimskreppunni miklu, sem skall á árið 1929. Einn helsti sagnfræðingur Íslands, Gunnar Karlsson skrifar um þetta í kennslubók í sögu, Nýir tímar. Þar segir þetta um áhrif kreppunnar hér á Íslandi: ,,Þegar leið á árið 1930 fór áhrifa hennar að gæta í lækkandi verði á útflutningsvörum Íslendinga.“ Síðar segir: ,,Heildarverðmæti útflutnings frá Íslandi féll úr 74 milljónum króna árið 1929 í 48 milljónir króna árið 1931...samdrátturinn í fiskveiðum olli miklu atvinnuleysi í fiskveiðibæjum og þorpum.“

Um 90% útflutnings Íslands á þessum tíma var fiskur, rest landbúnaðarvörur. Það hefur að sjálfsögðu mikið breyst, en tölurnar tala sínu máli; um er að ræða um 36% samdrátt í útflutningsverðmæti! Mest fór að sjálfsögðu til Evrópu, sem í gegnum söguna hefur verið okkar mikilvægasti viðskiptaaðili. Og verður um ófyrirsjáanlega framtíð!

Þessar upphrópanir Vigdísr dæma sig að sjálfsögðu sjálfar og þetta er hennar stíll. Því miður."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Öfga-upphrópanir á báða bóga eru jafn ómarktækar. Allar öfgar eru óeðlilegar, og stuðla að ójöfnuði.

Hrunið snýst fyrst og fremst um gjörspillta stjórnsýslu hvers gjaldmiðils.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband