Leita í fréttum mbl.is

Sema Erla á DV-blogginu: ESB ekki lengur sexý?

Sema Erla SerdarSema Erla Serdar, verkefnisstjóri hjá Já-Ísland og fyrrum formaður Ungra Evrópusinna, skrifar skemmtilegan pistil á DV-bloggið, sem ber yfirskriftina "ESB ekki lengur sexý."

Pistill Semu hefst á þessum orðum: ""Evrópa er að hrynja", "Evran á sér enga framtíð", "martröð unga fólksins", „Evran eins og Titanic", „Evrópa logar", „Grikkland í gíslingu Frakka og Þjóðverja", „ESB fyrir heimskingja", „aðlögunarferli" og „múturfé", eru nokkur dæmi um þær upphrópanir sem blasa við manni þegar maður rennur í gegnum Evrópusambandsumræðuna.

Svo það er ekki að furða að maður spyrji, er ESB ekki lengur sexý?

Það er reyndar búið að spá hruni Evrópu, já eða Evrópusambandsins, allt frá stofnun þess. Um daginn átti Evran tíu ára afmæli, en öll þessi tíu ár er búið að spá hruni hennar. Evrópusambandið hefur gert svo mikið fyrir unga fólkið, meðal annars auðveldað möguleika þeirra á að ferðast, flytja, vinna, læra, já eða bara leika sér, í öðrum ESB löndum, án nokkurra vandkvæða. Unga fólkið getur líka sótt í hina ýmsu styrki hjá Evrópusambandinu til þess að koma öllum mögulegum hugmyndum sem þau hafa, í framkvæmd, en málefni unga fólksins er stór málaflokkur innan ESB. Þvílík martröð!

Titanic sökk eftir að það sigldi á ísjaka. Í dag nota 17 af 27 aðildarríkjum ESB evruna, auk fimm annarra Evrópuríkja, en í sínu daglega lífi nota meira en 300 milljónir manna evruna. Þá eru fleiri en 20 lönd, sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við Evruna, til dæmis Fílabeinsströndin, en það held ég að þú finnir ekki marga ísjaka til að klessa á."

Síðan segir Sema: "Evrópa logar og Grikklandi er haldið í gíslingu. Ég ætla ekki að neita því að Evrópa á í vandræðum í dag, og Grikkland á í vandræðum, sem þó eru nánast að öllu leyti heimatilbúin, en verið er að vinna að lausnum á vandamálum þeirra, enda standa aðildarríki Evrópusambandsins saman í góðu og illu. Áður fyrr fóru þessar þjóðir í stríð en í dag standa þau saman að því að leysa þau vandamál sem þau (og aðrir) standa frammi fyrir. En hver á svosum ekki við nein vandamál að stríða í dag? Ísland? Bandaríkin? Evrópuríkin sem ekki hafa evru? Við ættum kannski að vera duglegri að líta í eigin barm stundum.

Evrópusambandið brást strax við vandamálinu. Það var komið með lausnir. Það er enn verið að vinna að lausnum. Nýjar löggjafir, nýjar reglur, meira eftirlit, meiri agi, meira gagnsæi, meira puð, stanslaus vinna. Ekki fyrir hvern sem er að vera í sporum evrópskra þjóðarleiðtoga í dag. En þau vinna vinnuna. Hvað er annars að frétta af útrásarvíkingunum? Lífeyrissjóðunum? Bankamönnunum? Það þarf enga evru til þess að svona vandamál komi upp, og því firra að kenna gjaldmiðlinum sjálfum um þetta."

Allur pistillinn

(Mynd: DV-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

það má einmitt líkja íslensku krónunni við Titanic. Vorið 2008 rakst íslenska krónan á ísjaka. Í september 2008 sökk hún og liggur enn á hafsbotni. Ekki hefur enn tekist að ná henni upp.

The Critic, 10.2.2012 kl. 01:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og á meðan brennur evran á þurru landi  og Tyrkir afneita þjóðarmorðum fyrir utan glugga ESB.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.2.2012 kl. 08:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðill sumra gyðinga er dönsk króna, sem er bundin gengi evrunnar.

Og sem betur fer hafa gyðingar aldrei framið morð, hvorki í Ísrael né annars staðar.

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 10:40

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er skemmtilega sett um hjá henni.

Er ESB ekki lengur sexy?

Flott grein sem nær til unga fólksins.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 10:49

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Steini Breim, þessi evrubinding við dönsku krónuna er líka ein aðalástæðan fyrir miklu atvinnuleysi í Danmörku. En danska krónan er nú sterkari en evran .. enn sem komið er. En líklega á evran eftir að draga hana í svaðið eins og allt annað.

Eins mikið og pólitísku átrúnaðargoð Semu Erlu ku vinna svo baki brotnu í ESB, virðist öll sú vinna vera til einskis - allt er að hrynja.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.2.2012 kl. 12:34

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vilhjálmur

Þú kennir binding við evruna um atvinnuleysi. 

Svo talar þú um að veiking evrunnar er slæmt

Smá þversögn?

Í ofanlagi segir þú að danska krónan er sterkari en Evran... kommentið þett er eitt stórt bull.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 12:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300."

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 15:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 16:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
"

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 16:15

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA starfa á öðrum Norðurlöndum, til að mynda í Danmörku, og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 16:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn - Hversu margir Íslendingar búa erlendis:

"Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 1. janúar 2010 var fjöldi einstaklinga með lögheimili erlendis 67.988.

Þetta er mjög há tala, sérstaklega miðað við að á sama tíma voru 317.630 búsettir á Íslandi, sem skýrist af því að þarna eru ekki aðeins íslenskir ríkisborgarar, heldur einnig fólk erlendis frá sem flutt hefur tímabundið til landsins og átt hér lögheimili, til dæmis vegna vinnu, en flutt svo út aftur.

Það má komast aðeins nær réttri tölu með því að skoða ríkisfang þessa fólks og hvar það er fætt.

Af þessum 67.988 einstaklingum voru 36.202 með íslenskt ríkisfang og 31.786 með erlent ríkisfang.

Ef litið er til þess hvar fólk er fætt þá voru 27.267 einstaklingar af þessum 67.988 fæddir á Íslandi og 40.721 fæddir í útlöndum."

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 16:29

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópska efnahagssvæðið er sameiginlegur vinnumarkaður og Ísland fékk þar aðild þegar Hádegismóri var hér forsætisráðherra.

Hér á íslandi vinna ÞÚSUNDIR útlendinga, aðallega Pólverjar, störf sem menntaðir Íslendingar vilja ekki vinna.

Og til Evrópusambandslandanna og Bandaríkjanna hafa flust MILLJÓNIR manna, meðal annars til að vinna þar störf sem menntaðir heimamenn hafa ekki viljað vinna.

Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí 2010:


Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010


Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010


Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 16:40

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.7.2009:

"Loan agreements have today been signed between Iceland and Denmark, Finland and Sweden respectively, and between Seðlabanki Íslands, guaranteed by Iceland and Norges Bank, guaranteed by Norway.

Under the agreements the Nordic lenders stand ready to provide Iceland with total credits of 1.775 billion euro.

The loans will be provided in relation to and as a support of Iceland’s economic stabilisation and reform programme with the International Monetary Fund (IMF)
. The loans are intended to strengthen Iceland’s foreign exchange reserves.

The Nordic creditors – Denmark, Finland, Norway and Sweden – are with these loans making an important contribution to international crisis management."

Sameiginleg fréttatilkynning Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1. júlí 2009

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 16:48

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur, til að mynda gagnvart evrunni, HÆKKAR hér verð á vörum, aðföngum og þjónustu frá evrusvæðinu OG VERÐBÓLGAN HÉR EYKST.

Frá áramótum
hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 2,08%, Bandaríkjadollar um 2,46% og breska sterlingspundinu 0,47%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 47,32% og breska sterlingspundinu um 34,69%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 117,03%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband