Leita í fréttum mbl.is

Lítið dæmi af saltfiski - mikilvægt fyrir Ísland

Á www.visir.is birtist í vikunni áhugaverða frétt, sérstaklega fyrir þá sem hrópa hvað hæst að Evrópa sé að hrynja, Evran og hvaðeina. Kristján Már Unnarsson gerði fréttina, sem hefst svona:

saltfiskur"Verð á saltfiski hefur lækkað um allt að tuttugu prósent í einstökum tegundum vegna skuldakreppunnar í ríkjum Suður-Evrópu. Þetta á jafnframt þátt í fjórðungs verðlækkun á stórþorski á fiskmörkuðum hérlendis á undanförnum vikum.

Helstu kaupendur íslensks saltfisks eru Portúgal, Spánn, Grikkland og Ítalía en áætla má að Íslendingar hafi selt saltfisk fyrir um þrjátíu milljarða króna á síðasta ári og er þetta því ein þýðingarmesta útflutningsgrein þjóðarinnar. Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks í Garði, segir verðin hafa lækkað talsvert mikið, - þó sé eins og salan sé örlítið aftur að aukast eftir að verðin lækkuðu."

Þetta er bara EITT LÍTIÐ dæmi um hvað myndi gerast ef Evrópa myndi "hrynja" !

Ísland á MIKILLA hagsmuna að gæta í því að Evrópa nái flugi á ný! Það er ótvírætt! Menn ættu aðeins að huga að því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekki ný frétt að íslenskt efnshagslíf á allt sitt bókstaflega undir því hvernig kaupgeta fólks í heiminum verður á næstunni.Það gildir ekki einungis um Evrópu .Það gildir um alla veröldina.Ferðaþjónusta, sjávarútvrgur, iðnaður allt byggir þetta á því að einhver hafi kaupgetu til að kaupa af okkur.En það sem er sorglegt að horfa upp á er að kaupmáttur fólks í Evrópu er nú að hrynja,vegna afglapa í fjármálastjórn sem beint er hægt að rekja til upptöku evrunnar sem hafði í för með sér gríðarlega skuldsetningu ríkja ESB.Ekkert bendir til að ESB ríkin þori að horfast í augu við það að evran ar of hátt skráð.Og ekkert bendir til að sú ESB ríkisstjórn sem nú situr muni sjá það eða þora að horfast í augu við það.ESBríkisstjórn Íslands stefnir á fullri ferð í þá átt að draga Ísland inn í öngþveiti ESB, þar sem enginn veit hvað bíður handan við hornið.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.2.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandslöndin greiða einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur, auk þess sem Ísland er í Evrópu.

Hins vegar eru Evrópusambandslöndin ENGAN VEGINN EINSLEITUR MARKAÐUR.

Íslenskur saltfiskur er aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Ál og kísiljárn fer héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það.

Frá Norður-Evrópu koma hingað flestir erlendir ferðamenn og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.

Við Íslendingar höfum selt til dæmis frysta loðnu og loðnuhrogn til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar fór þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan. Og það hlutfall var einungis 4,7% árið 2007, þrátt fyrir allan bílainnflutninginn hér það ár.

Utanríkisverslun með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 19.2.2012 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband