Leita í fréttum mbl.is

Helstu tegundir krónu!

Þeir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Jón Magnússon, lögfræðingur, ræddu málin á Sprengisandi Bylgjunna, þann 19.febrúar og meðal annars gjaldmiðilsmál og verðtrygginu. Þar kom fram að í raun eru margar tegundir af "krónu" í landinu. Þær helstu eru:

KrónaVerðtryggð króna

Haftakróna

Aflandskróna,

og nýjasta tegundin, sem kannski mætti kalla ,,Hæstaréttarkrónu" (eftir dóm í gjaldeyrisláni).

Við þetta mætti kannski bæta einni tegund enn: ,,Útflutningskrónu" ?

Er nema von að fólk sé ringlað yfir ástandinu? Og þetta sýnir líka hversu RUGLAÐ ástandið er!

Ísland þarf einn góðan og traustan gjaldmiðil. Til dæmis gjaldmiðil sem ekki kallar á höft, verðtrygginug og leiðir til verðbólgu og hárra vaxta!

Og er gjaldgengur í alþjóðlegum viðskiptum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ljóst að sá trausti gjaldmiðill sem Ísland þar,f getur ekki verið evra.Í það fyrsta er evran við það að hrynja og getur því ekki orðið valkostur af þeim sökum.í öðru lagi á Ísland ekki kost á því að taka upp þessa ónýtu evru næstu tíu árin, vegna hótana ESB, ef Ísland tekur upp evru einhliða.

Sigurgeir Jónsson, 19.2.2012 kl. 12:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300."

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37

Þorsteinn Briem, 19.2.2012 kl. 14:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur, til að mynda gagnvart evrunni, HÆKKAR hér verð á vörum, aðföngum og þjónustu frá evrusvæðinu OG VERÐBÓLGAN HÉR EYKST.

Frá áramótum
hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 2,05% og Bandaríkjadollar um 1,44%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 45,85% og breska sterlingspundinu um 33,48%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 116,97%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 19.2.2012 kl. 15:36

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Má biðja "elskukallinn", hirðskáld ESB, um fullt nafn, kennitölu og heimilisfang, svo þeir sem hafa áhuga á að leggja inn hjá honu/henni geti það.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.2.2012 kl. 16:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem,
kt. 060759-5029,
Sörlaskjóli 68,
107 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 19.2.2012 kl. 16:43

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Íslendingar eru ekki á leið í ESB eða að fara að taka upp Evru, þeim mun fyrr sem þráhyggjupostularnir gera sér grein fyrir því þeim mun fyrr getum við farið að tala um alvöru lausnir.

Eggert Sigurbergsson, 19.2.2012 kl. 17:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þorsteinn Briem, 19.2.2012 kl. 17:41

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan er búin að valda okkur gríðarlega skaða. Og gerir það á hverjum degi.

Þessu þarf að breyta.

Það sorglega er að enginn stjónrmálaflokkur fyrir utan Samfylkinguna er með framtíðarsýn í peningamálum.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2012 kl. 21:26

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Var að hlusta á áhugavert viðtal

Sjá hér

KronKron er að drukna í skrítnu regluverki á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.2.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband