Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson: Rjúfum vítahringinn

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson skrifar nýjan pistil á Eyjuna, með yfirskriftinni Rjúfum vítahringinn og segir þar í upphafi:

"Forsvarsmenn bændasamtakanna eru hræddir við að bera ESB aðild undir þjóðina, þeir óttast að þjóðin muni samþykkja. Það væri harla einkennilegt ef þjóðin gerði það ekki, alla vega sjáum við það vel sem erum í tæknihlutanum að öll fjölgun starfa fer fram utan sjávarútvegs og landbúnaðargeirans. Sama á við um launamöguleika bestu launin eru utan þessara geira.

Forstjóri fyritækisins Össur, sem er eitt af glæsilegustu fyrirtækjum landsins, var fyrir skömmu með ágætis lýsingu á þeim skemmdarverkum sem unnin eru á íslensku samfélagi með krónunni. Í ummælum forystumanna bænda um erindi forstjórans, kom fram að það ætti ekki að taka mark á plastik fyrirtækinu Össur!!

Stærsta kjaramál íslenskra launamanna er að finna varanlega lausn á gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ef við ætlum að búa áfram við krónuna verður að taka upp mun strangari efnahagsstjórn en ef við tækjum upp Evru. Krónan kallar á mjög digra og dýra gjaldeyrisvarasjóði, sem veldur því að vaxtastigið þarf að vera um 3,5% hærra en það er t.d. í Danmörku.

Bændasamtökin hafna því að neytendur njóti hins frjálsa markaðar, þeir segja að tollvernd skapi nauðsynlegar rekstrarforsendur fyrir innlendan landbúnað. Bændur mega síðan flytja út niðurgreitt lambakjöt, heimsmarkaðsverð hafi hækkað og kalli á hækkun á heimamarkaði. Íslenskur rafvirki er t.d. 2 klst að vinna fyrir lærinu hér heima, fari hann hins vegar til Danmerkur er hann eina klst. að vinna fyrir íslenska lærinu úr danskri búð. Vöruverð er hér allt að 30% hærra en er í löndunum innan ESB og kaupmáttur okkar hækkar ekki í samræmi við umsamdar krónutöluhækkanir."

Allur pistill Guðmundar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðmundur kemur með enga lausn á því sem hann kallar "gjaldmiðilsvanda" íslendinga.Guðmundur er búin að vera stór partur af verkalýðs-elýtu landsins í marga áratugi og árangurinn af því starfi hans er gjaldeyrisskortur á Íslandi sem skapast ekki síst af umhverfisöfgum sem Guðmundur virðist trúa á og oft hefur komið fram í skrifum hans.Guðmundur minnist ekki á evru í þessum pistli sínum þegar hann ræðir um gjaldmiðilsvanda íslendinga enda veit hann sem er að hér kemur engin evra fyrr en í fyrsta lagi eftir 7-10 ár, þótt ESB-ríkisstjórninni tækist að draga Ísland inn í ESB-stórríkið strax á þessu ári.Bændahatur Guðmundar á sér sögu í þeim krataflokki sem hann hefur verið hluti af.Og ´Guðmundur talar um hátt kaup í öðrum löndum en Íslandi.Getur hann einhverjum öðrum um kennt an sjálfum sér sem verkalýðsforinga og stjórnmálamanni.Vonandi kemur að því að bændahatarinn Guðmundur kemur með einhverja lausn í "gjaldmiðilsmálunum" sem er raunhæf, ef hann telur um vanda að ræða.Líka mætti Guðmundur ESB aðdáandi koma þeim skilaboðum til ESB að ef ekki verði komið eitthvað á borðið sem ESB kallar "samning" fyrir lok árs 2012 þá verði einfaldlega kosið um það á Íslandi  hvort ekki sé rétt að slíta viðræðunum.En kanski er lýðræðisást Guðmundar og ESB ekki meiri en var í því Stórriki sem ríkti yfir stærstum hluta Evrópu 1940-1945.Kosningu um ESB, þótt það sé í andstöðu við ESB í síðasta lagi í febr.2013.Nei við ESB og kúgun þess í viðræðunum víð Ísland.

Sigurgeir Jónsson, 29.2.2012 kl. 20:20

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Líka mætti Guðmundur rafvirki fara til evru-ESB-ríkisins Póllands og fá sér vinnu þar til að skoða kaupmáttinn, ef hann fengi þá nokkra vinnu þar.Á Íslandi eru pólskir rafvirkjar sem vinna í fiski og segjast fá helmingi hærri laun en í Póllandi.Og það fer lítið fyrir því að ESB sé að borga fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn til Póllands , Lettlands, Litháen,Slóvakíu svo dæmi sé tekið.En ESB borgar allt fyrir bæjarstjórann á Höfn í boðsferð ESB til Finnland.Nýir Göbbelsar hafa engu gleymt.

Sigurgeir Jónsson, 29.2.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband