Leita í fréttum mbl.is

Þröstur Ólafsson um gjaldmiðilsmál í FRBL

Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, skrifar grein um gjaldmiðilismál í Fréttablaðið í dag og segir þar í upphafi: 

"Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greiningadeild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óróleiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjaldeyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á.

Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR — svokallaðar aflandskrónur — sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísitöluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslugeta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjaldþrot, til viðbótar því sem þegar er orðið.

Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út."

Síðan segir Þröstur: "Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samrunaferlis þjóðríkja í öflugri efnahagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrrnefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjaldmiðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma."

Um upptöku Kanadadollars segir Þröstur: "Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Spyrjið kínverja hvaða minnt þeir vilja frá viðskiftalandi. Það er reyndar ekkert launungarmál en US dollarar er þeirr minnt þessi árin.

Valdimar Samúelsson, 15.3.2012 kl. 20:30

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þröstur er með engar tillögur, frakar en aðrir áróðursmenn ESB.Hann segir að íslenska krónan sé ónýt , en hann kemur með engar tillögur um hvað eigi að gera í því sambandi.Hann segirað Ísland fái ekki greitt neitt í Kanadadollar fyrir sinn útflutning.En fær Ísland eitthvað greitt í íslenskum krónum.Nei.Evra býðst ekki Íslandi næstu 5-10 árin.Þröstur er hagfræðingur með engar tillögur.Nei við ESB áróðri gamalla komma sem hafa fengið trú á ESB í staðinn fyrir Sovét.

Sigurgeir Jónsson, 15.3.2012 kl. 21:58

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr hvað er að US dollars er þetta einhvað sálrænt hjá Íslendingunum.

Valdimar Samúelsson, 15.3.2012 kl. 22:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus

Þorsteinn Briem, 15.3.2012 kl. 22:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis um 10% erlendra ferðamanna hér koma frá Bandaríkjunum og einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar fór þangað árið 2009.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandslöndunum.


"The euro is the official currency of the Eurozone, 17 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Þorsteinn Briem, 15.3.2012 kl. 22:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 15.3.2012 kl. 22:15

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Okkar utanríkisverslun er að langstærstum hluta í dollurum, sá aulaháttur að telja alþjóðaflutninga í gegnum umskipunarhafnir t.d eins og Rotterdam í Holland sem Evruviðskipti, er ekkert annað en vísvitandi lygar ráðþrota manna sem víla ekki fyrir sér að beita blekkingum til að fegra sinn auma ESB málstað.

Íslendingar eru ekkert á leið í ESB hvorki nú né í langri framtíð. 

Eggert Sigurbergsson, 16.3.2012 kl. 06:37

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarf nú eigi að deila um það að utaríkisviðskipti Íslands eru laang mest við Evrópu. Hefur verið það allt frá landnámi. Allt frá landnámi.

Ok. þá tekur maður eftir því að eihverjir 2 eru að segja núna að allt sé flutt til Rotterdamm - og þaðan einhvert annað. þessi fræði eru alls óundirbyggð en þóhef ég séð annan þeirra tveggja nefna álið. Að álið fai til rotterdamm og síðan eitthvað annað. Og svo bætti hann við að öll sala ,,okkar" á áli fari þannig fram. Fyrst til rotterdamm og síðan einhvern andskotann. Aðallega til USA.

þá segi ég: Só? Við erum ekkert að selja neitt ál. Ísland er ekkert að selja neitt ál. Heldur fólk að Ísland sé að selja ál? Við höfum ekkert með þessa álsölu að gera. það eru alþjóðlegir álsölustórhringir útí heimi! Halló. Hefur ekkert með ísland að gera þetta ál nema að því leiti að það sendir einhveja nokkra inní verksmiðjur á vaktavinnu og svo skattar og skyldur af starfseminni ef íslendingar rukka það þá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2012 kl. 09:43

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Greining utanríkisverslunar eftir vöruflokkum og markaðssvæðum (töflur 11 og 12) sýnir að EES ríki áttu mesta hlutdeild í útflutningnum 2009, 83,5%. Sjávarafurðir voru 41,7% alls útflutningsins og af þeim voru 78,7% flutt út til EES ríkja. Þessi ríki keyptu 89,9% af þeim iðnaðarvörum sem Íslendingar fluttu út..."

https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=10859

Haldiði svo kjafti Andsinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2012 kl. 10:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Þú heldur náttúrlega að ekkert hvalkjöt hafi verið flutt héðan til Japans, heldur graðgi Hollendingar í sig allan hvalinn í höfninni í Rotterdam, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Grænfriðungar í Rotterdam hlekkja sig við skip með hvalkjöt frá Íslandi


Og ENGIR bílar séu samkvæmt Hagstofu Íslands fluttir frá Japan til Íslands, nema þeir séu fluttir ÁN VIÐKOMU í Rotterdam, stærstu höfn Evrópu.

"Nánast allt álið (97%) er flutt til Rotterdam, þaðan sem það er flutt til viðskiptavina okkar í Þýskalandi og Sviss."

"Álið sem framleitt er í Straumsvík er meðal annars notað í framleiðslu Audi bifreiða."

Alcan á Íslandi hf.


Þýskaland og Sviss
eru að sjálfsögðu Í EVRÓPU og báðum ríkjunum VEGNAR VEL, enda eiga Svisslendingar MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 16.3.2012 kl. 11:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.

Þorsteinn Briem, 16.3.2012 kl. 11:40

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ísland er hrávöruland og allar hrávörur í heiminum eru í dollurum en ekki skuldavafningnum Evru.

En það er von að þið séu fúlir enda er Evran pólitískt tilraun sem mistókst og það veiðast engin ESB atkvæði á hana hér á Íslandi nema þá helst í einhverjum sértrúarsöfnuðum.

Eggert Sigurbergsson, 16.3.2012 kl. 12:32

13 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það hefur gleymst að tilkynna nokkrum meðlimum sértrúarsafnaða að Ísland er ekki á leið í ESB, hvorki nú né í langri framtíð.

Eggert Sigurbergsson, 16.3.2012 kl. 12:34

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Evrur eru gjaldmiðillinn í Þýskalandi og Þjóðverjar nota að sjálfsögðu sínar evrur til að kaupa ál og sjávarafurðir héðan frá Íslandi.

Einnig þegar þeir ferðast til Íslands og kaupa hér alls kyns vörur og þjónustu.

Þjóðverjar kaupa þá íslenskar krónur, þar sem þær eru gjaldmiðill okkar Íslendinga, rétt eins og við kaupum evrur þegar við ferðumst til Þýskalands.

Og vegna gengishruns íslensku krónunnar þurfa bandarísk álfyrirtæki að greiða MUN FÆRRI Bandaríkjadali vegna launa og þjónustu hér á Íslandi, þar sem þau geta nú keypt mun fleiri íslenskar krónur en áður fyrir hvern Bandaríkjadollar.

Ýmsar hrávörur, til dæmis ál og olía, eru hins vegar SKRÁÐAR í Bandaríkjadollurum og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 45,14%.

En frá ársbyrjun 2006 hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hins vegar HÆKKAÐ um 102,05% og hér á Íslandi er olía og bensín að sjálfsögðu selt í íslenskum krónum en evrum í Þýskalandi.

Þorsteinn Briem, 16.3.2012 kl. 13:51

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Icesave-lygaskuldar-borgunarsinninn Þröstur Ólafsson er sennilega jafnmikill Esb-innlimunarsinni eins og sonur hans, Klemens Ólafur Þrastarson, blaðamaður Esb-Fréttablaðsins.

Jón Valur Jensson, 17.3.2012 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband