Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna vill ræða nýja gjaldmiðil

Jóhanna Sigurðardóttir"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skorar á forystumenn allra stjórnmálaflokka að koma með opnum huga að því verkefni að undirbúa upptöku nýs gjaldsmiðils á Ísland. Hún kallar eftir þjóðarsátt um lausn á gjaldmiðilsvandanum. Jóhanna segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að þótt gengisskuldir heimilanna minnki hratt hafi fall krónunnar og hækkun verðlags í kjölfarið rýrt kaupmátt svo mjög að tvísýnt er um greiðslugetu stórra hópa af íbúðalánum. Stærsti vandi atvinnulífs og heimila í landinu um þessar mundir sé veikburða króna. Helmingur skulda fyrirtækja í landinu sé í erlendum gjaldmiðlum. Fyrirtæki, sem aðeins hafi tekjur í íslenskum krónum séu illa í stakk búin til að mæta frekara gengissigi." Eyjan sagði frá.

Öll fréttin á Eyjunni

Grein Jóhönnu á www.visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ekki lagast það þegar krónan er töluð niður. Jóhanna fer allar leiðir til að eiðileggja krónuna og koma á evru. Ættli það sé hvergi pláss fyrir hana á elliheimili, hún er bara að þvælast fyrir þarna niðri á þingi. Hún sagði að fólk sem komið er á ellilauna aldur eigi ekki að taka vinnu frá öðrum!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.3.2012 kl. 23:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eyjólfur G Svavarsson,

Gengi íslensku krónunnar ræðst ekki af einhverju spjalli eða áliti íslenskra stjórnmálamanna.

Gengið HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008.

Og gengið verður hvorki talað upp né niður á Alþingi eða elliheimilinu Grund.

Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 00:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mogginn átti ágætan leiðara um þessa uppákomu Jóhönnu:

Krónískt hatur á krónunni (16. þ.m.); þar segir m.a.:

"Jóhanna Sigurðardóttir fullyrti í gær að krónan væri mesta vandamál þjóðarinnar og hún, Jóhanna, ætlaði sér að standa fyrir þjóðarsátt um að kasta henni burt. Engin rök fylgdu þessari árás á krónuna. Bara hróp.

Vissulega er ósanngjarnt að ætlast til þess að forsætisráðherra færi fram málefnaleg rök fyrir dauðadómi yfir þjóðargjaldmiðlinum. Ekki að rökstuðningur sé ekki sjálfsagður þegar svo mikið er sagt. En þjóðin veit nú orðið að forsætisráðherrann er ófær um að flytja málefnaleg rök fyrir fullyrðingum sínum og einnig þegar „mesta vandamál þjóðarinnar“ á í hlut.

Sjálfsagt hefur einhverjum þótt að stærsta vandamál þjóðarinnar í augnablikinu stæði í ræðustólnum þá stundina. Enda stendur ferill ráðherrans því til vitnis. En svo vikið sé að innihaldi órökstuddra fullyrðinga Jóhönnu og „sáttaboði“ hennar má nefna tvennt. Um það verður ekki deilt, nema deilunni sé haldið neðan við öll mörk, að þrennt varð til þess að fall bankanna felldi ekki þjóðina um leið: Sjálfstæður gjaldmiðill, ákvörðun um að ábyrgjast ekki gjörðir óreiðumanna, sem varð innihald neyðarlaga, og sterk staða ríkissjóðs, eftir niðurgreiðslu skulda frá árunum eftir 1993. Þjóðin fékk vissulega skell, hún var skekin, en vegna krónunnar, neyðarlaga, sterks ríkissjóðs og óskaddaðs gjaldeyrisforða stóð hún áfallið. ..."

Lesið áfram HÉR!

Jón Valur Jensson, 19.3.2012 kl. 02:45

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Eyjólfur, mjög gott innlegg frá þér! Það er tími til kominn að herma þessi orð Jóhönnu upp á hana sjálfa, framar öllum öðrum: "að fólk sem komið er á ellilauna aldur eigi ekki að taka vinnu frá öðrum!!!"

Jón Valur Jensson, 19.3.2012 kl. 02:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.

Ísland best í heimi! - Myndband

Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 10:28

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki séns að neitt vit fáist í umræðu um gjaldmiðlamál. Stór hluti þjóðarinnar er algjörlega firrtur. Held það verði að gerast eins og sagt er að veri að gerast með alkóhólista. þeir verða að sökkva til botns með flöskunni. þá fyrst er hægt að hefja samræður. Á svipaðan hátt verða innbyggjarar hérna að sökkva til botns með krónunni.

Meina, það er bara hægt að sjá hvernig umræðan er hérna á þessu vesalings landi. Skuldir eru ekkert vandamál. þær á barasta að afskrifa! Hókus pókus. Enginn borgar.

Já, og gjaldeyrishöft? það á brasta að ,,afnema þau á 3 mánuðum! Koma bara með Undrahattinn. Jú jú, so á að fá einhvern ,,útlending" til að vera með uppboð á gjaldeyri! Meina, þetta er svo mikið heví rugl að blöskranlegt er. Blöskranlegt. Sjallar, framsóknarmenn, breiðhreifing, Ósamstaða og Andsinnar eru gjörsamlega ábyrgðar og ráðalausir í sínu lýðskrumi og hálfbjánabulli.

En með gjaldeyrishöftin, að það er eins mnn skilji það ekki að til að bakka upp útstreymi þá þarf aðvera til gjaldeyrir. Afnám haftanna gæti þýtt 7 október 2008. þá núna 2012 er fenginn einhver snillingur hingað upp frá London skúl offEkkónómikk og - það á að afnema á 3 mánuðum! Með einhverju ,,uppboði". Svo er þessi snillingur látinn blaðra og babbla á öllum fjölmiðlum - og aldrei kemur til álita að stjórnvöld hafi hugað að því hvernig mögulega hægt væri að afnema höftin! Nei nei. það var bara þessum snillingi frá London Skúl sem datt það í hug.

þetta er alveg yfirgengilegt kjaftæði þessi umræða hérna á Íslandi. það minnist td. enginn á að mel hálfvitaganginum varðandi Icesaveskuld landsins þá voru höftin gulltryggð í sessi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2012 kl. 17:07

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhanna þarf fyrst og fremst að ræða við sjálfa sig.Hún er varla viðræðuhæf við aðra og hefur aldrei verið.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2012 kl. 12:51

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hún þarf að gera sér grein fyrir því að skuldir landsins minnka ekki þótt skipt sé um gjaldmiðil.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2012 kl. 12:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir og margir aðrir Íslendingar hafa engan áhuga á að vera með mynd af Bandaríkjaforseta eða Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðinga Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.

Og hvorki Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.

Þorsteinn Briem, 20.3.2012 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband