Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur volgur fyrir Himbrimanum - vill efla tengsl við Kanada, en um hvað?

Steingrímur J. Sigfússon fór til Kanada að ræða efnhagsmál. Á RÚV.is má lesa að hann sé ekki mótfallinn hugmyndinni með upptöku Himbrimadollars, einhliða eða tvíhliða. Hann segir ennfremur að það sé "langt" í þetta. En það er athyglisvert að Steingrímur ljái þessu máls yfirhöfuð, m.a. í ljósi skoðana hans á krónunni og Evrunni. Taki Ísland upp Kanadadollar hlýtur Steingrímur að gera sér það ljóst að með því afsalar Ísland 100% forræði á sviði gjaldmiðilsmála og færist það þá algerlega yfir til kanadísku stjórnarinnar.

En Evrusamstarfið er einmitt það - SAMSTARF. Við upptöku Evru myndi Ísland fá sæti við það borð og vinna þar að sameinginlegum markmiðum í samvinnu við aðrar þjóðir, bæði Evru-þjóða og annarra innan ESB (sem einnig hafa komið að Evru-samstarfinu).

Þá segir Steingrímur að það sé skynsamlegt að efla viðskiptaleg og pólitísk tengsl við Kanada. En hvað á Steingrímur við? Er hann að tala um Norðurslóðasamstarf (Kanada hefur "metnað" á því sviði, mun meiri en t.d. USA) og vill hann gera viðskiptasamninga við Kanada, og þá um hvað?

Þetta hlýtur að kalla á útskýringar Steingríms og vekur upp þá spurningu hvort hann sé að móta sína eigin utanríkisstefnu?  

Ps. Innan við 2% af utanríkisverslun Íslands er við Kanada.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband