4.4.2012 | 09:32
Gríðarlegar verðhækkanir - samanburður: Ísland - Evrusvæðið
Augljóst er að gjaldmiðlamál skipta þar miklu máli. Til að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild gagnist heimilunum í landinu er mikilvægt að skoða samanburð við þær þjóðir sem hafa evru og kjör sem bjóðast í þeim ríkjum.
Hagstofa Íslands tók saman gögn fyrir Já Ísland sem sýna hækkun og lækkun á verði á vörum og þjónustu frá árinu 2008 til dagsins í dag. Um er að ræða samræmda vísitölu neysluverðs sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, tekur saman reglulega. Á þeim tölum má sjá gífurlega mikinn mun á þróun verðlags hér á landi og í Evruríkjunum.
Já Ísland, leggur mikla áherslu á horft sé til staðreynda þegar fjallað er um mögulega aðild Íslands að ESB. Þessi samantekt er tilraun til að hafa jákvæð áhrif á þá umræðu, til gagns og fróðleiks.
Tímabilið 2008 2012
Dæmi:
- Heildar hækkun á vöru og þjónustu á Íslandi er 34,9% en 5,8% á Evrusvæðinu.
- Matarkarfan hækkaði á Íslandi um 32% en 5,2% á Evrusvæðinu.
- Áfengi og tóbak hækkaði á Íslandi um 55,9% en 14,9% á Evrusvæðinu.
- Föt og skór hafa hækkað á Íslandi um 31,4% en lækkaði um 7,9% á Evrusvæðinu."
Einnig frétt á Visir.is og RÚV.is
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hver borgaði Hagstofunni fyrir þessa afmörkuðu samantekt, sem ekki er með heildarmyndina inni í dæminu?
Á ekki að fara fram víðsýn og hlutlaus fræðsla um ESB, fyrir öll sjónarhorn?
Hvað eru margir atvinnulausir í ESB?
Hverjar eru ráðstöfunartekjur atvinnulausra í ESB?
Hverjir fara verst út úr kreppunni og atvinnuleysinu í ESB?
Hvernig fara konur, í illa launuðum þjónustustörfum í opinbera geiranum í ESB, út úr bankaráninu og ESB-lausnunum AGS-stýrðu?
Hvað segja ESB-"jafnréttis"-stjórnvöldin um útkomuna, af nánari skoðun, og heildarmyndina á þessum atriðum?
Þeir sem gefa sig út fyrir að gæta réttar alþýðunnar bankarændu og sviknu, ættu að kanna hvernig farið er með þá verst settu í ESB. Og til þess eins að bjarga forréttindahópum, bönkum og fyrirtækjum, á kostnað svikinnar og bankarændrar alþýðunnar, sem þrælar frá sér líftóruna til að fá að lifa. Það er mótsagnarkennt, og gengur ekki upp í friðarbandalagi.
Það er heldur hæpin aðferð, að koma með einhverjar áróðurs-glefsur á þann hátt, sem svokallað "Já Ísland" gerir hér, án þess að koma með sanngjarna og réttláta heildarmynd.
Það dugar ekkert minna en réttlæti og heiðarleiki, fyrir alla jafnt, núna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2012 kl. 11:16
Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
Í Evrópusambandsríkjunum býr hálfur milljarður manna og í sumum þeirra er lítið atvinnuleysi en mikið í öðrum.
Hérlendis er mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum en lítið á Vestfjörðum.
Og í sumum fylkjum Bandaríkjanna er mikið atvinnuleysi en lítið í öðrum.
En fyrir þá sem eru með litlar tekjur skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli að matvörur séu ekki mjög dýrar.
Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu LÆKKAR VERULEGA verð á mat- og drykkjarvörum hérlendis með niðurfellingu tolla Á ÖLLUM VÖRUM frá Evrópusambandsríkjunum.
Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 11:47
Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí 2010.
Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010
Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010
Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.
Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 11:54
US Monthly Unemployment Rates by State 1976-2009
Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 11:55
Árið 2010 komu 66,7% af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.
Vöruviðskipti við útlönd árið 2010
Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 11:58
Meðallaun í 72 löndum - Ellefu Evrópusambandsríki fyrir ofan Ísland, þar á meðal Kýpur og Ítalía en Spánn og Grikkland í næstu sætum
Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 12:22
Takk fyrir þetta Steini Briem. Þú stendur þig betur en margir aðrir við að segja satt. Það eru til sýnis hjá þjóðunum, falsaðar heildar-tölur um afkomu ríkja ESB, en það er engin sundurliðun á því hverjir hafa nóg að borða og hverjir ekki.
Ég á erfitt með að gera greinarmun á AGS-EES og ESB, eins og flestir eru líklega farnir að sjá. Í mínum huga er þetta eitt og sama félagið á toppnum.
Þróunin í EES, í þá áratugi sem það hefur verið til, hefur verið sú, að reglurnar og lögin sem þetta samband smíðar, frá ári til árs, hefur útilokað þá verst settu fyrst, frá mannsæmandi lífi. Það eru setta reglur og lög, sem stríða gegn jöfnuði og friði, en styrkja réttarstöðu banka og annarra fjárglæfrafyrirtækja. Þess vegna treysti ég ekki þessu bandalagi fyrir þeim sem verst standa, hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum.
Að kalla mig þjóðrembing vegna þessara skoðana minna á EES-ESB, eins og sumir gera um nei-sinna eins og mig, (en ekki þú Steini), er vægast sagt ósanngjarnt. Ég stend ekkert síður með sviknum almenningi í öðrum löndum, heldur en Íslandi.
AGS-EES-ESB yfir-stjórnendurnir eru eins og siðblind valda/peninga-gráðug kónguló, sem hefur það eina takmark að spinna svikavef til að veiða, svíkja og drepa sem flesta. Ekkert í sögunni segir okkur annað.
Fyrst eru þjóðir veiddar í EES, með blekkingum og hálfsannleik, og svo er fólki sagt að það sé of seint að snúa við. Það sama er í gangi í sambandi við ESB. Svo kemur AGS eins og "frelsandi engill", og fullkomnar verkið.
Það er hræsni, að fullyrða að þjóðin fái að kjósa um þessa ESB-aðild, að loknum viðræðum, hverju nafni sem yfirvöldum þóknast að nefna þær, í blekkingarskyni. Stjórnvöld eru eflaust líka blekkt, að stórum hluta til. Eineltið er hvergi virkara, en hjá yfir-fjármálastofnunum heimsins.
Það stendur ekki til, og hefur aldrei staðið til, að þjóðin fái að kjósa um þessa ESB-aðild. Það er löngu búið að ákveða, að ekki verði um annað en ráðgefandi kosningu að ræða, þegar þar að kemur. Stjórnarskrárbreytingar verða að fara fram áður en slík kosning fer fram. Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn, frá því í byrjun sumars 2009.
Það eru blekkingarnar, hræsnin og lygin í kringum alla umræðuna, sem mér finnst alveg ólíðandi.
Hvernig væri að þeir færu að taka þá áhættu að segja satt, sem vilja láta taka sig alvarlega, og vera þar með einhvers trausts verðir?
Traust er það sem vantar mest af öllu, og það fæst ekki með undirferli, blekkingum, lygi og eigingirni.
Ástþór Magnússon hefur tekið þá áhættu að segja satt, og hvað gerði almenningur? Almenningur trúði hirðfíflum fjármála-stofnana-elítunnar, sem kallaði þennan boðbera sannleikans, þorpsfíflið!
Ég ber mikla virðingu fyrir Ástþóri Magnússyni, fyrir að taka þá áhættu að segja satt. Það var ekki þrautalaust fyrir þann mann, en hann lagði það á sig.
Takk fyrir Ástþór Magnússon
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2012 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.