Leita í fréttum mbl.is

ESB-málið: Fiskveiðar þurfa ekki að vera hindrun

FréttablaðiðÞann 4.apríl birti Fréttablaðið frétt sem snýr að samningaviðræðum Íslands og ESB, sjávarútvegsmálum:

"Ég er bjartsýnn á að viðræður um fiskveiðimál geti skilað hagstæðri niðurstöðu fyrir bæði Ísland og Evrópusambandið,“ segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda í samtali við Fréttablaðið.

Dan Preda, sem er í forsvari hjá Evrópuþinginu í málefnum sem varða aðildarumsókn Íslands, er staddur hér á landi vegna fundar sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB.

Hann segist byggja bjartsýni sína á því að allt sé til staðar til þess að uppbyggilegar viðræður geti átt sér stað.

„ESB hefur á að skipa góðu samningaliði og íslensku samningamennirnir eru sömuleiðis mjög færir á sínu sviði. Svo eru báðir aðilar með mikla reynslu og þekkingu á sviði fiskveiða og þannig erum við með kjöraðstæður til að ná samkomulagi milli aðilanna.“

Útkoman úr sjávarútvegskaflanum er mikilvæg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband