Leita í fréttum mbl.is

Stefán Haukur ræðir ESB-málið hjá Evrópustofu

Stefán JóhannessonÍ tilkynningu frá Evrópustofu segir: "Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, ræðir stöðu mála og næstu skref í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á opnum fundi í Evrópustofu, miðvikudaginn 11. apríl kl. 17-18.

Nýverið lauk fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins þar sem fjórir samningskaflar voru opnaðir og tveimur lokað aftur til bráðabirgða. Þar með hafa 15 af 33 samningsköflum í aðildarviðræðunum verið opnaðir og tíu lokað aftur til bráðabirgða. Eftir standa 18 kaflar en talið er að sumir þeirra gætu reynst þungir í vöfum, til að mynda kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað.

Að loknu erindi Stefáns Hauks mun hann svara spurningum fundargesta."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stefán Haukur mun ekki koma með neitt nýtt frá ESB um hvenær ESB þóknast að leyfa íslendingum að hafna inngöngu í ESB með kosningu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2012 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband