Leita í fréttum mbl.is

Höftin fá falleinkunn hjá Árna Páli

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, fyrrum viðskiptaráðherra, skrifaði hvassa grein um gjaldeyrishöftin í Fréttablaðið í dag, þar sem þau fá hreinlega falleinkunn. Árni segir meðal annars:

"Gjaldeyrishöft eru hörmuleg. Það vitum við af áratuga reynslu og það sjáum við nú sífellt skýrar með hverjum degi sem líður í viðjum hafta. Sá ágæti hagfræðingur Dr. Benjamín J. Eiríksson kallaði höft „stíflugarða á floti“ og það var réttnefni. Fé finnur sér farveg. Höft breyta þeim farvegi, gera hagkvæma hluti óhagkvæma og öfugt. Krónan fellur, þrátt fyrir að höft séu hert og tekið á undanskotum. Í höftum verða til spéspeglar viðskiptalífsins – þeir sem hafa hag af höftum og spila á það skakka gangverk sem höftin skapa. Menn sem hafa arð af viðskiptum sem bara eru arðbær vegna haftanna – viðskiptum á borð við þau skuldabréfaviðskipti sem gerð voru ólögmæt með síðustu lagabreytingum."

Von er á fleiri greinum frá Árna á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árni Páll er það heiðarlegur að hann viðurkennir að littlar líkur eru á að höftin verði afnumin í bráð né að við eigum nokkurn möguleika á að taka upp evru á næstunni.En því má ekki gleyma að Jóhanna rak hann fyrir að viðurkenna þá staðreynd.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband