Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll um afnám hafta: Upptaka Evru einfaldasta leiðin

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra birti stórgóða grein númer tvö um höftin (og fleira) í Fréttablaðinu í dag og þar sem segir hann meðal annars:

"Það liggur fyrir að einfaldasta leiðin til afnáms hafta er með aðild að ESB og undirbúningi upptöku evru. Vandinn við þá leið er annars vegar sá að ekki hefur náðst að byggja nægilega góða samstöðu um hana og að afnámsferli á þeim grunni getur heldur ekki hafist fyrir en eftir að aðild að ESB hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan getur fyrst farið fram eftir tvö ár. Að óbreyttu verður því ekkert gert sem máli skiptir í afnámi hafta, fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2014. Ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, höfum við engin svör.

Það er algerlega óásættanlegt að halda fleyinu stefnulausu svo lengi. Þetta er slæmt fyrir okkur sem viljum aðild að ESB, en enn verra fyrir áhugamenn um framtíð Íslands utan ESB. Þeir geta ekki verið þekktir að því að hafa enga trúverðuga stefnu um gengis- og peningamál til næstu ára, sem gerir afnám hafta mögulegt. Er okkur sama þótt við töpum samkeppnishæfum fyrirtækjum, íslenskt atvinnulíf molni og við fáum enga erlenda fjárfestingu."

(Mynd: Visir.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Það eru ófá bloggin þar sem þið hafið stutt þessi nauðsynlegu gjaldeyrishöft. 

Hvað fékk ykkur til að skipta um skoðun?  Var það Árni Páll eða fjórfrelsið sem fylgir ESB?

Stefán Júlíusson, 11.4.2012 kl. 18:48

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Já gáfulegt! taka upp gjaldmiðil sem er að limlesta Evrópu.

Já gáfulegt að fórna fiskveiðiauðlindinni fyrir gjaldmiðil sem er að limlesta Evrópu.

En skiptir ekki máli, þjóðin er ekkert á leið í Evru eða taka upp ESB :)

Eggert Sigurbergsson, 11.4.2012 kl. 18:50

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr er Árni á kaupi frá ESB. Hér er fróðlegt viðtal á Utube. Hlustið á þetta utube en þið sem vitið ekki hver þessi Foster Gamble. For those who have never heard of Proctor & Gamble, it is a Fortune 500 American multinational corporation. It is one of the world's biggest, most toxic corporate polluters on the face of the earth with an annual turnover of over $68 billion. Is Foster Gamble any relation to Proctor and Gamble? You betcha!

Þetta kemur úr hörðustu átt.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=lEV5AFFcZ-s

Valdimar Samúelsson, 12.4.2012 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband