Leita í fréttum mbl.is

Bylur hæst í þeim sem kröfðust dómstólaleiðarinnar - Mörður um vælið á Eyjunni

GjallarhornNúna bylur hæst í þeim sem mest kröfðust þessa að Icesave-samningnum yrði hafnað. Samningaleiðinni var jú hafnað og nú fá menn dómstólaleiðina eins og hún leggur sig. Svæsnastir eru þjóðernissinnarnir í Framsókn.

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar skrifar ágætan pistil um þetta á Eyjunni og segir þar:

"Ég held með íslenska landsliðinu í fótbolta, handbolta, skíðum, skák et cetera – en ég skil ekki þennan hávaða útaf ESB og Icesave.

Evrópusambandið heldur vel utan um hagsmuni þeirra ríkja sem það mynda. Eru það tíðindi? Það sýnist mér ekki – heldur einmitt ein af ástæðunum fyrir því að Íslendingar eiga að gerast aðilar.

Viðbrögð sem stungið er upp á núna – að hætta viðræðunum við Evrópusambandið eða fresta þeim af þessu tilefni – bíðum við: Voru það ekki einmitt okkar forystumenn, úr öllum flokkum, sem lýstu því yfir að Icesave-málið og aðildarumsóknin væru óskyld mál? Ætlum við núna að tengja þau saman? Kannski makrílinn líka til að allt fari í hnút alstaðar og endurreisnin stöðvist örugglega fyrir kosningar?

Reyndar sagði samningamaður Íslands, Tim Ward, fyrir um einmitt þessa atburðarás á fundi utanríkismálanefndar – og fagnaði henni að sumu leyti þar sem vörnin yrði auðveldari.

Aðalmálið hér er auðvitað það að þeir sem völdu dómstóla umfram samninga – meirihluti þjóðarinnar – verða að gjöra svo vel sætta sig við torfærurnar á þeirri leið.

Við skulum svo sameinast öll í vörn fyrir íslenska hagsmuni – en ekki vera að væla yfir sjálfsögðum hlutum."

Þá segir Hallur Magnússon þetta í stuttu innleggi á Eyjunni: "Af hverju fara andstæðingar aðildarviðræðna að Evrópusambandinu alltaf af límingunum þegar Evrópusambandið beitir sér í að verja hagsmuni aðildarríkja sinna gagnvart Íslandi af fullum krafti?

Þola þeir ekki að Íslendingar sjái það afl sem standa mun að baki hagsmunum Íslands gagnvart ríkjum utan Evrópusambandsins ef íslenska þjóðin tekur þá ákvörðun að gang í ESB?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Dómstólaleiðin var valin af íslensku þjóðinni með atkvæðagreiðslu.Nú segir ESB, það"Bylur hæst í þeim sem völdu dómstólaleiðina".ESB reynir að gera lítið úr íslensku þjóðinni, með hroka sínum.Fulltrúar ESB á Íslandi, núverandi ríkisstjórn, sögðu  2009 að íslendingar fengju að kjósa um ESB aðild í síðasta lagi 2011, ef sótt yrði um 2009.Þetta var svikið og ekkert útlit er fyrir að ESB ætli að fallast á neina kosningu á næstunni, með því að vinna að því að koma með eitthvað á borðið, sem fyrst var kallað" samningur en ESB vill úí ekki kalla því nafniÞað er heilalaust fólk sem sér ekki, eða neitar að sjá það að ESB er að hafa íslendinga að fíflum.Tilkynna ber ESB það strax að íslendingar hyggist láta kjósa um ESB aðild fyrir árslok, hver sem staða þess sem nú má ekki kalla "samningaviðræður" verða.Nei við yfirgangi og hroka ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2012 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gömlu nýlenduveldin hafa engu gleymt i við að beita afli, þegar það segist vera að verja þegna sína.Þegar nýlendur þessa arðræningja voru að reyna að brjótast undan þeim var sá söngur sunginn.íslendingar ættu ekki að gleyma þorskastríðunum.En að nokkur íslendingur myndi nokkurn tíma sækjast eftir að vera í slíkum félagsskap eða lúta í gras fyrir slíkum vinnubrögðum, þar sem málstaðurinn skiptir engu máli, hefði engan órað fyrir, fyrir nokkrum árum.Nei við kúgunartilburðum ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2012 kl. 20:44

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og líka er gónt upp á kúgarann í hrifningu  fyrir fantaganginn, og sagt hann mun verja mig, ef ég gerist þræll hans og þegn.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2012 kl. 20:47

4 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sigurgeir: Er ekki kominn tími til að þú skrifir "undir mynd"? Hver er þessi bláklæddi, andlitslausi maður sem dælir úr sér hér á blogginu? Já,við ESB!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 13.4.2012 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband