Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem vilja hætta við ESB-málið

fingurÝmsum finnst það best að vera með fingurinn á lofti varðandi ESB og finna bæði sambandinu og aðildarumsókn Íslands allt til foráttu.

Nú síðast vegna Icesave-málsins og þáttöku ESB í því. En ESB er ekki að reka Icesave-málið, heldur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), þar sem Norðmenn eru fremstir í flokki.

Margt er hinsvegar sem bendir til þess að þátttaka ESB muni styrkja stöðu Íslands og var Íslandi ráðlegt af færustu sérfræðingum að mótmæla ekki þátttöku ESB í málinu.

Þau öfl í íslensku samfélagi sem vilja af öllum mætti koma ESB-málinu útaf borðinu eru hagsmunaöfl sem hafa hag af óbreyttu ástandi.

Almennir borgarar, venjulegt launafólk, fólk sem finnur fyrir þeim hníf kaupmáttarskerðingar sem hinn fársjúki haftagjaldmiðill hefur í för með sér, hefur hinsvegar mikla hagsmuni af því að málið haldi áfram.

Það sama má segja um atvinnulíf landsins, eða að minnsta kosti hluta þess. Þeir aðilar atvinnulífsins eru jú til, sem t.d. hagnast verulega nú um stundir á lágu gengi krónunnar.

Fyrir hinn almenna mann er umsóknin að ESB alvöru tilraun til þess að a) stuðla að afnámi verðtryggingar, b) stuðla að lægri vöxtum fyrir almenning og atvinnulíf, c) stuðla að lægri verðbólgu, sem hefur sennilega kostað almenning og fyrirtæki hundruði milljarða króna á lýðveldistímanum, d) stuðla að aukinni samkeppni og lægra matarverði.

En þeir sem vilja stöðva aðildarumsóknina, vilja koma í veg fyrir að látið verði reyna á þetta. Þeir vilja hefta framgang lýðræðisins með því að meina íslenskum almenningi að kjósa um aðildarsamning.

Þeir vilja tryggja sínum (sér)hagsmunum forgang á kostnað miklu mikilvægari hagsmuna almennings.

Það er frekjan og tilætlunarsemin í þeirra málflutningi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað skiptir hagur okkar af ESB.Við erum sjálfstæð þjóð sem hefir séð um sig sjálf. Við höfum skarað okkur fram úr öllum ESB þjóðum svo ég spyr aftur hvað er átt við að við getum haft hag að ESB sambandinu. Framleiðsla okkar selst um alla veröld og ekkert bundin við ESB löndin. Svarið þessu þarna hjá Evrópusamtökunum.

Valdimar Samúelsson, 16.4.2012 kl. 06:43

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það má benda á það að ESB og Evrulandið trjónir á toppnum a þessum lista sem Steini Breim bendir á.

Sem hlítur að vera áfall fyrir  NEI sinna vegna þess að þeirra málflutningur sníst um að ríki EVru og ESB eru meira og minna á hausnum.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 15:34

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Luxemborg er efst á listanum. 

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 17:43

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við eigum ekki að sætta okkur við valdhroka stórveldis og yfirgang. Auðvitað er þetta trúnaðarbrestur, við erum í samningviðræðum og þeir stilla sér upp sem málshöfðunaraðili í dómsmáli, hjá EFTA dómstónum, sem ég hélt reyndar að ætti að vera sjálfstæður og ekki undir tilskipunum frá ESB.

Theódór Norðkvist, 16.4.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband