Leita í fréttum mbl.is

Engar aflandsevrur eða haftaevrur - BARA ALVÖRU EVRUR

EvrurRitari sat á kaffihúsi, sötraði kaffi og rakst á frétt í Viðskiptablaðinu, frá 16.apríl s.l., sem byrjar svona:

"Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, var með 187 þúsund evra árslaun á síðasta ári. Það jafngildir um 31,1 milljón krónum á núverandi gengi, eða um 2,6 milljónir króna á mánuði.

Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins. Aðalfundur HB Granda var haldinn síðastliðinn föstudag."

Hér er ekki um að ræða aflandsevrur, haftaevrur, verðtryggðar evrur, óverðtryggðar evrur eða eitthvað annað. BARA EVRUR - ALVÖRU GJALDMIÐIL!

Hvenær fá íslenskir launamenn og almenningur slíkt?

Ps. Mörg stærstu fyrirtæki landsins gera upp reikninga sína í Evrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er bull.Þótt kaup Eggerts sé miðað við evrur þá fær hann greittt í krónum.Unndirritaður miðar til dæmis kaup sitt við Kanadadollar, en verður að greiða sér út í krónum. vegna gjaldeyrishaftanna.Það mun breytast þegar Ísland verður búið að taka upp Kanadadollar.Þá verða öll laun á Íslandi greidd út í Kanadadollurum.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2012 kl. 21:30

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Alvöru gjaldmiðli.Ekki evrum.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2012 kl. 21:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir og margir aðrir Íslendingar hafa engan áhuga á að vera með mynd af Bandaríkjaforseta eða Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðinga Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.

Og hvorki Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.

Þorsteinn Briem, 24.4.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband