Leita í fréttum mbl.is

SUS: Ólíklegt að krónan gagnist sem gjaldmiðill - mikilvægt að finna landinu nothæfan lögeyri

EvraÍ sama Viðskiptablaði, nánast á sama stað og fréttin hér á undan, var svo önnur frétt, nú um SUS og hugmyndir þeirra um gjaldmiðilsmál. SUS er nefnilega komið á þá skoðun að ..."Ólíklegt er að krónan muni gagnast Íslandi sem gjaldmiðill til framtíðar."

Þar með eru ungliðarnir komnir á öndverða skoðun við leiðtoga sinn, Bjarna Benediktsson. Í grein sem formaður SUS ritaði í Fréttablaðið fyrir skömmu segir einnig:

"Krónan gagnast ekki þeim sem spara því hún heldur mjög illa verðgildi sínu, jafnvel þótt hún sé í hinum hlýja en kæfandi faðmi gjaldeyrishafta. Hún gagnast heldur ekki þeim sem skulda vegna hás vaxtastigs og verðtryggingar. Ekki þarf heldur að fjölyrða um það gríðarlega tjón sem gjaldeyrishöftin hafa valdið atvinnulífinu. Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að finna landinu nothæfan lögeyri sem fyrst."

Um þetta getum við verið sammála, en okkur greinir á um lausnir. SUS vilja nefnilega gefa frá Íslandi allt fullveldi með því að taka upp Kanadadollar. Við viljum hinsvegar taka þátt, á fullveldisgrunni, í Evru-samstarfinu, þar sem sameiginleg stefna Evruríkjanna er mótuð með lýðræðislegum hætti.

Gangi ekki upptaka Kanadadollars í samstarfi við Kanada, vilja "SUS-arar" taka einhliða upp Kanadadollar, Bandaríkjadollar eða Evru.

Ps. Íslenska krónan hefur tapað 99,5% af verðgildi sínu gagnvart dönsku krónunni, frá árinu 1921!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að halda því fram að ríki sé að afsala sér fullveldi með því að nota einhvern annan gjalmiðil en krónu í viðskiptum eða sparnaði er rakalaus þvæla sem ekki er hægt að færa nein rök fyrir, enda reyna útsendarar ESB það ekki.Voru ríki að afsala sér fullveldi þegar þegar gull var notað sem forsenda myntar eða, beint í viðskiptum.Hægt er að nota hvaða mynt sem er í hvaða ríki sem er, afhverjum sem er en þú verður að hafa myntina tiltæka þegar þú þarft á henni að halda.Flóknara er það ekki.En ESB virðist líta svo á að evran sé sú eina mynt sem gagnast muni Íslandi og vill fá Ísland til að kaupa hana á allt of háu verði þegar fall hennar er óumflýjanlegt, eins og dagurinn í dag hefur sínt.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við afsölum okkur fullveldi við einhliða upptöku vegna þess að við munum ekki hafa neitt að segja varðandi ákvarðanir um peningamál.

En það er gaman að sjá að SUS hafa loksins séð að krónan gengur ekki til lengdar.

Ég vona að fleiri fylgja eftir.

Jón Steinsson. Færast hæfræðingur okkar Ísleninga hefur jarðar þá hugmind um að við þurfum "bara" góða hagstórn

sjá hér 

Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband