Leita í fréttum mbl.is

Evrópuvika dagana 7.-13.maí

EvrópustofaÍ tilkynningu á vef Evrópustofu stendur: "Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí stendur Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – fyrir Evrópuviku dagana 7.–13. maí.

,,Markmið okkar er að gera Evrópu hátt undir höfði þessa viku og vekja athygli fólks á því hvað Evrópusamstarfið er og fyrir hvað það stendur,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, en árlega halda íbúar Evrópuríkjanna 27 sem mynda Evrópusambandið upp á Evrópudaginn.

Evrópustofa opnar á Akureyri
,,Fyrst skal telja opnun Evrópustofu í Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri, mánudaginn 7. maí, og plakatasýningu á Glerártorgi sem útskýrir uppbyggingu og helstu stefnumál Evrópusambandsins,“ segir Birna.

,,Þá verður opinn borgarafundur í Iðnó með sendiherra ESB, Timo Summa, á þriðjudeginum auk annarra funda og kynninga í vikunni.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband