Leita í fréttum mbl.is

Stækkunarstjóri ESB í opinberri heimsókn, 24. og 25.maí

Stefan FuleStefan Füle, stækkunarstjóri ESB, verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 24. og 25. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB. Hann mun hitta helstu ráðamenn, sem og fulltrúa frá samtökum sveitarfélaga. Í frétt um þetta á www.mbl.is segir:

"...hinar eiginlegu samningaviðræður hafi borið stöðugan árangur frá því þær hófust fyrir tæpu ári síðan. Fimmtán samningskaflar hafi verið opnaðir, tíu hafi þegar verið lokað til bráðabirgða og undirbúningur sé hafinn að því að fást við næstu kafla.  

„Samningaviðræður Íslands og ESB ganga vel og við búumst við því að opna fleiri samningskafla á næstu ríkjaráðstefnu, þann 22. júní. Frammistaðan hingað til boðar gott, nú þegar viðkvæmari málaflokkar eru framundan. Ég vonast eftir enn frekari árangri í fleiri köflum fyrir árslok,“ er haft eftir Füle í tilkynningunni."

Í lok fréttarinnar segir: "„Ég kem nú í aðra heimsókn mína til Íslands til að minna á að við störfum að einstöku ferli, sem snýst um að finna Íslandi stað innan sameinaðrar og sístækkandi Evrópu. Við erum skuldbundin til að starfa með félögum okkar á Íslandi og viljum nú einblína á málaflokka sem eru afar þýðingarmiklir hvað framhald viðræðnanna varðar. Með jákvæðni að vopni beggja megin borðsins má viðhalda hraða viðræðnanna og ná árangursríkri niðurstöðu,“ er ennfremur haft eftir Füle."
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Íslendingar börðust ekki undan erlendu konungsvaldi til þess að innlimast í stórveldisdrauma gamalla kommúnista nasista og fasista  í Evrópu burt með þennan fjandans stækkunastjóra. Evrópusambandið beytti vopnum fjármagnsins á Ísland með aðstoð efnahagsboðla fjölmiðla og stjórnmálamanna reyndi að gera Ísland ábyrgt fyrir 9000 milljörðum sem fóru í gegnum hendurnar á þeirra efnahagsböðlum ef allt hefði gengið eftir hjá þessum skepnum værum við í sömu sporum og Grikkir núna!

Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er ógn við lýðræðið í heiminum verið er að búa til sovétríki Evrópu þar sem ríkið er ekki kúgarinn heldur fjármálaöflin almenningur er neyddur til að greiða skuldir sem hann ber enga ábyrgð á meðan elítan sem margir hverjir eru gamlir kommúnistar baðar sig uppúr auð og lystisemdum og þarf engu að kvíða. Leikið er á lýðræðið frambjóðendum telft fram sem spila á kortlagða óánægu almennings með lygum og svíkja síðan loforðin þegar þeir eru komnir til valda (við höfum sýnishorn af því hér á alþingi Íslendinga) ríkisfjölmiðlar misnotaðir í þágu útþenslustefnu nýja sovetsins Evrópusambandsins hér á landi þar sem búið er að raða gömlum kommúnistum á jötuna. Evrópusambandið er spillt og úrkynjað fyrirbrigði sem mun hrynja til grunna innanfrá!

Örn Ægir Reynisson, 23.5.2012 kl. 23:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.5.2012 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband