Leita í fréttum mbl.is

Hræðilegir ESB peningar! Og notaðir til rannsókna í þokkabót!

RÚVÁ RÚV birtist frétt sem hefst svona þann 28.maí:

"Með nýju reiknilíkani af mannsfrumu sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa búið til verður hægt að prófa í tölvu hvaða áhrif lyf hafa á efnaskipti mannsins. Reiknilíkanið líkir eftir starfsemi alvöru frumu. Það byggist á þekkingu úr þremur fræðigreinum, raunvísindum, verkfræði og læknisfræði.

Dr. Bernhard Örn Pálsson gestaprófessor við HÍ fékk styrk frá evrópska rannsóknarráðinu til að búa til reiknilíkanið og er hann stærsti styrkur sem komið hefur til Háskóla Íslands, tvær og hálf milljón evra eða fjögurhundruð milljónir króna.  Bernard er einn helst frumkvöðlull á sviði kerfislíffræði í heiminum. Kerfislíffræðisetri háskólans var komið á fót í framhaldi af því og hefur starfsfólk þess búið til  reiknilíkanið.

Á Kerfislíffræðisetrinu sitja verkfræðingar, líffræðingar, líffefnafræðingar og stærðfræðingar við að  reikna út efnaskipti mannsfrumu. En  á rannsóknastofunni sitja líffræðingar og lífefnafræðingar við það að prófa á alvöru frumum hvort útreikningarnir standast."

Það eru s.s. hinir skelfilegu ESB-peningar sem eru hér að störfum!

Nánar segir um verkefnið sjálft á heimasíðu HÍ:

Háskóli Íslands"Evrópska Rannsóknarráðið (ERC) veitir styrki til jaðarrannsókna undir Hugmyndastoð (ideas) 7. Rammaáætlunar ESB. Styrkirnir eru veittir reyndari vísindamönnum og er ætlunin að ýta undir kraft, sköpunargleði og yfirburði evrópskrar rannsóknavinnu með því að styðja við rannsóknaverkefni á öllum sviðum í framlínu vísindanna í Evrópu.

Háskóli Íslands hlaut árið 2008 styrk frá Evrópska Rannsóknarráðinu (ERC) til stofnunar rannsóknaseturs í kerfislíffræði. Dr. Bernhard Örn Pálsson veitir setrinu forstöðu. Hann er frumkvöðull á sviði kerfislíffræði í heiminum og hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og hafa rannsóknir hans í kerfislíffræði markað upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda.

Kerfislíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. Í verkefninu er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum."

ERC er sett á stofn af framkvæmdastjórn ESB.

Skelfilegt ekki satt, Nei-sinnar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tilraunastofan Ísland.

Er þetta ekki örugglega grasalækningalyf, í anda "hreina og tæra" ESB? Lyfjamafían afsakar sig stundum með að það vanti vísindalegar sannanir um ágæti grasalyfja. 

Það er nú "aldeilis gott" að vera komin með eina sérfræði-einhæfi-greinina enn. Fleiri veruleikafirrtir fræðimenn og heilaþvotta-Háskólar er einmitt það sem "vantar mest" á Íslandi, á þessum síðustu og verstu tímum í fjármálafallandi Evrópu. Eða hvað?

Hafa fræðimanna-heilarnir sumir hverjir ekki aðeins ruglast á öldum, tímasetningum og ástandi víða í Vestrinu villta núna á þeirri 21?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2012 kl. 13:57

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

þettað fór eitthvað öfurgt inn

Örn Ægir Reynisson, 29.5.2012 kl. 17:43

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

ÖÆR: Venjulegt letur og sleppa copy-paste, takk!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 29.5.2012 kl. 17:50

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er þetta ekki bara mútufé?

Sleggjan og Hvellurinn, 30.5.2012 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband