31.5.2012 | 12:42
Vigdís Hauksdóttir sakar króatíska þingmenn um heilavott!
Umsjónarmenn þessa bloggs höfðu ákveðið að gera Vigdísi Hauksdóttur þann greiða að segja sem minnst frá því sem hrýtur af hennar vörum á hinu háa Alþingi.
Virðing almennings fyrir umræðu á Alþingi er það lítil að það má nú varla við að lækka. En stundum verða menn alveg kjaftstopp og hljóta að spyrja sig hvernig getur svona fáfræði, fordómar og lágkúra komið frá manneskju sem lokið hefur háskólaprófi.
************************
Vigdís Hauksdóttir fer oft mikinn á Alþingi og er alveg í sérstaklega miklum ham þegar kemur að ESB-málinu. Því má kannski líkja við krossferðir á miðöldum.
Þann 30.maí var á þinginu umræða um ESB-málið. Að sjálfsögðu blandaði Vigdís sér í hana og ræddi meðal annars um inngöngu hinna nýfjrálsu A-Evrópuríkja, sem öll kusu að sækja um aðild að ESB, eftir að hafa losnað undan járnhæl kommúnismans. Um þetta sagði Vigdís; ..,,þeim var öllum þrælað í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi mál.
Hér gerir Vigdís í raun mjög lítið úr þessum þjóðum, ráðamönnum þeirra, sem og almenningi. Hún strikar gersamlega yfir þá staðreynd að þetta var VILJI ÞJÓÐANNA, þ.e. að sækja um aðild og kjósa um aðildarsamning . Þann rétt vill Vigdís einnig taka af íslensku þjóðinni!
Einnig sagði Vigdís: ...,,við sjáum hvernig Evrópusambandið vinnur, það eru tekin heilu landssvæðin og þau gerð háð Evrópusambandinu. Með þessum orðum átti hún ekki bara við A-Evrópulöndin, heldur einnig Finnland og Svíþjóð, sem gengu í ESB árið 1995!
Önnur eins della heyrist ekki á Alþingi um Evrópumál! Það er rétt að minna Vigdísi á að A-Evrópuríkin gengu í Evrópusambandið eftir áratuga efnahagslega niðurníðslu undir kommúnisma og til þess að hefja uppbyggingu eftir þann skelfingartíma.
Um er að ræða samvinnu fullvalda og sjálfstæðra 27 lýðræðisríkja! En þess í stað kýs Vigdís að líkja þessum ríkjum við eiturlyfjasjúklinga og ESB sem díler. Hversu lágt er hægt að leggjast? En þetta var ekki búið, heldur sagði Vigdís: ...þau voru tekin og nánst hernumin af peningaflæði ESB, sem önnur ríki sambandsins þurfa að standa undir.
Veit Vigdís ekki að öll aðildarríki ESB greiða af þjóðarframleiðslu sinni í sameiginlega sjóði, sem síðan er úthlutað úr? Þetta er einskonar samvinnuhugsjón og hana ætti nú framsóknarkonan að þekkja!
En þarna gefur hún í skyn að löndin sem um ræðir séu bara þiggjendur og ekkert annað! Enn og aftur lítillækkar Vigdís þessi lönd með orðum sínum.
Síðan vék Vigdís sér að Króatíu, sem er enn eitt landið sem var undir járnhæl kommúnismans og varð grimmilega úti í borgarastyrjöldinni í Júgóslavíu (sem Króatía var hluti af) á árunum 1991-1995.
Króatía samþykkti nýlega aðild og verður þar með 28.aðildarríki ESB. Með því má nánast útiloka að annað eins stríð brjótist út í Króatíu.
En Vigdís sagðist hafa hitt þingmenn frá Króatíu og þeim ber hún ekki fallega söguna: ...,,hef ég orðið það lánsöm að hitta hér þingmenn frá Króatíu sem töluðu mjög fyrir því (aðild, innskot, ES-bloggið) og stunduðu hér, reyndu að stunda, heilaþvott gagnvart íslenskum þingmönnum, að þetta væri það eina sem við gætum gert, að ganga þarna inn.
Króatísku þingmennirnir verða öruggleg mjög ,,glaðir þegar þeir frétta þessi ummæli Vigdísar! Að fá það í bakið að þeir hafi verið að reyna að heilaþvo íslenska þingmenn.
Þetta kallar maður kaldar kveðjur af skeri og hreinan dónaskap gagnvart fulltrúum vinaríkis Íslands.
Síðan vék Vigdís að Nei-i Norðmanna árið 1994 (Norðmenn felldu reyndar samning árið 1972 líka, bara svona til að bæta við "fróðleikinn" hjá Vigdísi, ef hún veit það ekki!) og sagði að þá hefði orðið mikið uppnám hjá ESB, sem hafi fengið það ,,óþvegið.
Síðan sagði Vigdís: ...,,og það skal líka fá það óþvegið frá okkur Íslendingum, þegar við fáum að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram eða ekki...
Reiðin, heiftin og dónaskapurinn er takmarkalaus! Ekki nóg með að Vigdís ásaki þingmenn annars lands um að (reyna að) stunda hér heilaþvott á íslenskum þingmönnum, að starfa hér í annarlegum tilgangi, heldur er hún líka er með beinar hótanir í garð Evrópusambandsins.
Hér er ausið úr öllum skálum með þvílíkum dónaskap og vanvirðingu að leitun er að öðru eins! Kannski ekki nema von að álit almennings á Alþingi sé eins og það er!
Að vera málefnalegur? Gleymum því! Viðhöfum sleggjudóma, alhæfingar, rangindi, gerum lítið úr þrá eftir lýðræði, frelsi og samvinnu fullvalda og sjálfstæðra Evrópuríkja innan ESB.
Á vef Alþingis má hlusta, ef menn hafa áhuga á því!
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Vigdís er ekki með stúdentspróf.
Það útskýrir margt.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.5.2012 kl. 13:00
Talandi um hið háa alþingi þar sem utanríkisráðherra stendur ljúgandi í pontu og fullyrðir að ekki sé að fara fram nein aðlögun að Evrópusambandinu en um leið afgreiðir þingið lög um Ipa styrki sem eru eimitt ætlaðir fyrir ríki sem eru að aðlaga stjórnkerfi sitt að kröfum Evrópusambandsins. Samfylkingin með sinn yfirgang og frekju í sambandi við aðildarumókn Íslands að Evrópusambandinu án umboðs frá þjóðinni og með lygum og svikum Vinstri Grænna hefur ekki verið til að auka virðingu alþingis Íslendinga sem hér fyrir nokkrum árum innleiddi hér EES reglur möglunalaust til að auðvelda efnahagsböðlum Evrópusambndsins að koma þjóðinni á kaldan klaka og Össur Skarphéðinsson og Árni Þór græddu
Örn Ægir Reynisson, 31.5.2012 kl. 13:16
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.
Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.
Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.
The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."
"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.
On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."
"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea."
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 13:23
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 13:27
Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!
Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 13:29
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 13:33
Ísland er 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF!!!
HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu??!!
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 13:34
Rökrétt niðurstaða í framhaldi þeirri árás sem hér var gerð af evrópusambandinu er að rifta EES samningnum og yfirgefa Evrópska efnahagssvæðið önnur atlaga verður gerð og þá verða múturþegar evrópusambandsins á alþingi búnir að innleiða það mikið af reglugerðarugli frá Brussel að þjóðin mun ekki eiga undankomuleið. Íslendingar þurfa engu að kvíða gangi þeir ekki í Evrópusambandið og yfirgefi evrópska efnahagssvæðið.
Örn Ægir Reynisson, 31.5.2012 kl. 13:42
Þetta mun snúast um hvað þjóðin mun vilja en ekki útúr spilltir stjórnmálaflokkar þar sem ástandið hefur verið síst skárra en í grískum stjórnmálum undanfarin ár.
Örn Ægir Reynisson, 31.5.2012 kl. 13:45
Íslendingar börðust ekki undan erlendu konungsvaldi til þess að innlimast í stórveldisdrauma gamalla kommúnista nasista og fasista í Evrópu. Evrópusambandið beytti vopnum fjármagnsins á Ísland með aðstoð efnahagsböðla fjölmiðla og stjórnmálamanna reyndi að gera Ísland ábyrgt fyrir 9000 milljörðum sem fóru í gegnum hendurnar á þeirra efnahagsböðlum ef allt hefði gengið eftir hjá þessum skepnum værum við í sömu sporum og Grikkir núna!
Örn Ægir Reynisson, 31.5.2012 kl. 13:53
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 13:54
Það er gott að hafa sterkar og sjálfstæðar raddir til að segja sannleikann. Vigdís Hauksdóttir er ein af þessum sterku röddum. Ég styð hana í því sem hún sagði, því það er allt rétt.
Svo má deila um hvaða orð eigi að nota yfir tvískinnung og falskt verklag ESB-ríkisstjórna vítt og breitt um Evrópu. En fögur verða þau orð aldrei, ef sannleikurinn er sagður.
Það er undarlegt að Evrópusamtökin skulu hræðast svona sterkar sannleiksraddir. Hvað veldur?
Vanvirðing alþingis er ekki Vigdísi að kenna, heldur hræsnurunum sem ekki kunna að segja satt, né vera sjálfum sér samkvæmir.
Svikin loforð alls staðar, eins og Bubbi Morthens söng! Það á svo sannarlega við ESB-ríkisstjórnina.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2012 kl. 14:26
Ótrúleg ósvífni og blekkingar
Örn Ægir Reynisson, 31.5.2012 kl. 14:30
Vigdís Hauksdóttir, Jón Bjarnason, Atli Gíslason og fleiri þingmenn á alþingi Íslendinga sem berjast gegn ESB aðild eru þjóð sinni til sóma
Örn Ægir Reynisson, 31.5.2012 kl. 14:55
Hún talar eins og bandóður vitleysingur.
Hitt er annað að það er athyglisvert hvernig hún svíkur kosningaloforð flokksins alveg án þess að blikna því eitt megin upplegg framsóknarflokksins fyrir kosningar 2009 var einmitt aðildarumsókna að Evrópusambandinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2012 kl. 16:07
Ég tel að það sé verðugt rannsóknarefni hvernig Vigdís og fleiri andstæðingar aðildar ESB missa alla rökhugsun þegar málið er rætt. Ég skil ekki hvernig þetta fólk, sem er kanski dagfarsprútt, verður að furðudýrum sem ekki getur átt eðlileg orðaskipti við annað fólk. Ofsinn og hatrið gegn þeim sem vilja ræða málin og klára umsóknarferlið er kominn út úr öllu vitrænu samhengi.
Hjálmtýr V Heiðdal, 31.5.2012 kl. 17:06
Ómar. Þegar minni réttlætiskennd er ofboðið, þá held ég að megi líkja minni framkomu við framkomu Vigdísar. Sá sem ekki reiðist óréttlæti og lætur þá reiði ekki hreint og beint í ljós, er ekki mjög tengdur sinni hjartans hugsjón og sannfæringu. Svo mikið er ég viss um.
Þegar kemur að kosningaloforðum gömlu Framsóknar, þá veldur það mér svo sannarlega heilabrotum, sem ég hef ekki ennþá fengið botn í. Gamla og nýja Framsókn rúmast greinilega ekki í sama hulstrinu. Gamli Haldór Ásgrímsson, og hans aðkoma að flokknum í dag veldur mér heilabrotum sem ég hef ekki ennþá fengið til að ganga upp.
Þannig er nú sannleiks-rökvits-hugsunin mín.
Það dugar ekkert annað en að segja sannleikann um hugarfarið, ef eitthvað réttlátt og gott fyrir alla á að koma út úr því að viðra hugsanirnar.
Hjálmtýr. Það er heift frá báðum stjórnmálaklíkunum. Við skulum hafa það á hreinu.
Almenningur er svo pólitískur skotspónn milli þessara pólitísku klíku-afla, sem í raun eru komin frá einu og sama heimsklíku-batteríinu.
Þetta held ég að svo víðförull maður eins og þú ert, vitir innst inni. Ég ber mikla virðingu fyrir þinni mannúðarbaráttu. Láttu ekki blekkingar-klíku-pólitík menga þá flottu hugsjóna-starfsemi þína. Sú hugsjón er göfug, og yfir pólitískt dægurþras hafin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2012 kl. 20:14
Vigdís vill láta kjósa um ESB aðild.ESb kom í veg fyrir það á Alþingi íslendinga.Flóknara er það nú ekki.En það verður kosið um ESB aðild í næstu Alþingiskosningum eftir 10 mánuði.Nema ESB taki sér það bessaleyfi að láta ESB kvislingana á Alþingi koma í veg fyrir kosningar .Þeim er trúandi til alls.Hótandi viðskiptabanni vegna veiða íslendinga í eigin lögsögu samkvæmt alþjóðalögum.ESB flokkurinn VG hedur gengið fyrir björg í þjónkun sinni gagnvart ESB.ESB er hrætt við Vigdísi og eys hana óhróðri. En slíkur málflutningur lendir að sjálfsögðu á ESB sjálfu.Áfram Vigdís.Vertu óhrædd við ESB ófreskjuna.Sigur er í nánd.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 31.5.2012 kl. 23:06
ESB hefur ekkert gefið út um að til standi að klára "umsóknarferlið".Það er þegar komið með hótanir um að áður en "samningur"geti litið dagsins ljós verði Ísland að setja krónuna á flot með tilheyrandi hruni.ESB aðstoðaði Ísland ekkert í hruninu nema síður sé.Og er nú komið í mál við Ísland.Og á meðan á öllum þessum hótunum stendur af hálfu ESB leggast menn svo lágt að vilja skríða fyrir þessari ófreskju með því að sækja um inngöngu í þennan félagsskap.
Sigurgeir Jónsson, 31.5.2012 kl. 23:13
Setja verður usóknarferlið strax í frost.Ef ESB skyldi á einhverjum tímapnkti detta í hug að koma með "samning " og hann verður að sjálfsögðu felldur.þá mun ESB láta Ísland finna fyrir því.Þá mun verða staðið við allar hótanir.Næsta ríkissjórn mun að sjálfsögðu byrja á því að skoða tillögu Vigdísar,eða næsta Alþingi mun taka ákvörðun um að stöðva ferlið.Það er hin eina rökhugsun sem ESB sinnum virðist fyrirmunað að temja sér.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 31.5.2012 kl. 23:26
Þorsteinn Briem, 31.5.2012 kl. 23:51
Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 2,09%.
Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 37,94% og breska sterlingspundinu um 28,56%.
OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.
Árið 2011 HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 117,05%.
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 00:33
Steini Briem. Nú ert þú eins og ég er svo oft. Kominn langt út fyrir efnið. En við erum svo heppin að hafa leyfi til að vera ekki fullkomin veraldarvesen
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 01:29
1.6.2012 (í dag):
Kostnaður við 10% niðurfellingu húsnæðislána er 124 milljarðar króna
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 12:51
1.6.2012 (í dag):
"Ingólfur [Bender, hagfræðingur hjá Íslandsbanka,] segir að í vetur hafi það komið í ljós hversu erfitt það getur verið að viðhalda stöðugleikanum á gjaldeyrismarkaði, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin, en þá veiktist krónan talsvert, meðal annars vegna þess svigrúms sem var innan haftanna til fjármagnsflutninga.
Seðlabanki Íslands hafi í mars lokað fyrir þetta svigrúm og þar með var staðfestur ótti margra um að höftin eldist illa, með tímanum fari þau að leka og viðbrögð stjórnvalda séu að herða höftin."
Gengi Bandaríkjadollars komið í 131 krónu í fyrsta skipti í 3 ár
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.