Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Hólmsteinn í FRBL: Innlimun hvað?

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður Evrópusamtakanna skrifaði grein í Fréttablaðið þann 31. maí, undir fyrirsögninni Innlimun hvað? og gerir þar skrif Bændablaðsins um Evrópumál að umtalsefni. Gunnar segir m.a.:

"Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti."

Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert.

En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti."

Staðlausir frasar lifa enn góðu lífi um ESB-umræðunni. Það er miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Blekkingarleikur Evrópusambandsins og skósveina þess hér á landi og er augljós og lymskulega vitlaus.

Örn Ægir Reynisson, 1.6.2012 kl. 17:31

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Afhenta útlendingum fjöregg þjóðarinnar, lýðræðið,landhelgina og fullveldið og fá að nota gjaldmiðilinn þeirra í staðinn gjaldmiðilinn sem er að rústa efnahag þeirra landa sem hafa gengið í þýsk/Frönsku gidruna. NEI það er klárlega það alvitlausasta sem Íslenska þjóðin getur gert það er að ganga í Evrópusambandið það er algjörlega á hreinu. 

Örn Ægir Reynisson, 1.6.2012 kl. 18:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 18:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Samkvæmt þínum kenningum ætti það að vera mikil blessun fyrir þau ríki sem eru með evruna ef gengi hennar hryndi eins og gengi íslensku krónunnar hrundi haustið 2008.

Samt spáir þú árum saman að gengi evrunnar muni hrynja, eins og það yrði mjög slæmt fyrir evruríkin.

Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 18:39

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og nýjasta "haldreipi" fáráðlinganna er að Ólafur Ragnar Grímsson fái flest atkvæði í forsetakosningunum í þessum mánuði.

Jamm, litlu verður Vöggur feginn!

Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 19:14

7 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Glæpsamleg sóun á skattfé almennings að styrkja evrópusamtökin sem eru með svona fugla eins og þig sem kallar þig Steina Bríem í vinnu við að rugla hérna á síðunni.

Örn Ægir Reynisson, 2.6.2012 kl. 02:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Reyndu nú að tjúnna greindarvísitöluna upp í skóstærð.

Ég er hvorki í Evrópusamtökunum né öðrum samtökum eða stjórnmálaflokkum, eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.

Þorsteinn Briem, 2.6.2012 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband