Leita í fréttum mbl.is

Spánn fær lán frá björgunarsjóðum ESB

Spænsk stjórnvöld hafa fengið um 100 milljarða Evrur að láni hjá björgunarsjóðum ESB, til þess að forða spænskum bönkum frá alvarlegu áfalli.

Spánn er fjórða stærsta hagkerfi Evrópu og alvarlegt áfall fyrir spænska bankakerfið myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Evrópu.

Gylfi Magnússon, fyrrum viðskiptaráðherra, sagði fréttum RÚV, að vandræði á Spáni gætu haft mikil áhrif hér á landi.

Árið 2008 hrundi íslenska bankakerfið og krónan í kjölfarið, ekkert annað var í stöðunni. Þetta þýddi alvarlega kaupmáttarskerðingu fyrir landsmenn, óðaverbólgu og gjaldeyrishöft, sem Ísland býr enn við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Endilega kíkið í helgarmoggan lesendur

Örn Ægir Reynisson, 10.6.2012 kl. 15:12

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Alls ekki taka mark á bullinu í  þeim hjá Evrópusamtökunum þeir vinna fyrir þá seku.

Örn Ægir Reynisson, 10.6.2012 kl. 15:17

3 identicon

Athyglisvert að síðuhaldarar reyna ekki að svara athugasemd Arnar Ægis.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 20:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir geta orðið gjaldþrota, sama hvaða gjaldmiðil þeir nota, einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki.

Íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu gjaldþrota haustið 2008.

Íslenska ríkið hefði þá einnig orðið gjaldþrota, ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjum.

Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, AUKA sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.

15.6.2011:

Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot

Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 10.6.2012 kl. 22:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Ísland er 70% í Evrópusambandinu án þess að hafa þar nokkur áhrif!!!

Þorsteinn Briem, 10.6.2012 kl. 22:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.6.2012 kl. 23:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar hafa almennt ENGAN áhuga á að vera með gjaldeyrishöft í mörg ár í viðbót.

Og við höfum nú þegar verið með gjaldeyrishöft hátt í fjögur ár.

Þar að auki á Ísland, eins og Noregur, aðild að EFTA (European Free Trade Association), Evrópska efnahagssvæðinu (EES), Schengen-samstarfinu, Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Og Noregur hefur ENGAN áhuga á að segja upp þeirri aðild.

Eins og Noregur á Sviss MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu og á þar auki aðild að Schengen-samstarfinu, EFTA, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

"Agricultural protectionism - A RARE EXCEPTION TO SWITZERLAND'S FREE TRADE POLICIES - has contributed to high food prices."

Þorsteinn Briem, 10.6.2012 kl. 23:14

8 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sorglegasta við þetta er að Spánn á að greiða um 12% af framlögum í björgunarsjóðinn sem það fær neyðarlánið úr. ég velti fyrir mér hvort þeir fái síðan annað lán til að geta lánað í björgunarstjóðinn eða er það inní þessum 100 milljörðum....

Jón Þór Helgason, 10.6.2012 kl. 23:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 1,86%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 39% og breska sterlingspundinu um 30%.

OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.


Í fyrra, árið 2011,
HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 117%.

OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 10.6.2012 kl. 23:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

NORÐUR-KÓREA ER SEM SAGT FYRIRMYNDARRÍKI OG DRAUMALAND SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS!!!

Þorsteinn Briem, 10.6.2012 kl. 23:55

11 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Eruð þið í Evrópusamtökunum og aðrir aðildarsinnar hlyntir því að Ísland verði innlimað í verðandi stórríki Evrópu sem erokratar hafa nú viðurkennt að hafi alltaf staðið til að koma á fót með Evruna að vopni?

Eruð þið ESB aðildarsinnar hlyntir því að Ísland með landhelgi sína og auðlindir afsali sjálfstæði sínu og fullveldi til hins verðandi stórríkis Evrulanda og verði hluti af því ríki?

Örn Ægir Reynisson, 11.6.2012 kl. 01:36

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er hlynt því að samningar liggi á borðinu til að hafa raunverulegt val. Þá er hægt að vitna beint í lagabókstaf, fremur en þjóðrembuupphrópanir, sem eru orðnar ansi hvimleiðar.

Samningarviðræður við ESB áttu að hafa byrjað fyrir 25 árum síðan. Þannig áttu íslendingar að hafa tekið afstöðu til Evrópu sinnar eins og hún er að þróast í stað þess að vera langt á EFTIR austur -Evrópu og þykjast hafa EES!

Ef þjóðin vill ekki ESB, sem ég gæti skilið EFTIR að samningar liggja á borðinu, þá á hún að segja sig um leið ÚR ESS.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 02:01

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ps; Steini minn, rólegur, við erum hér mörg sem bíðum eftir samningum til að ræða um.

Allar upphrópanir eru í stíl þjóðrembusinna, sem eru , mér til mikkillar skelfingar, farnir að vera næstum allsráðandi hér á mogganum!...en það er önnur saga.

pps; Þjóðrembusinnar eru ofgamenn til hægri og vinstri og sameinast nú um að gera næstum valdalaust forsetaembætti að "foringjanum"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 02:06

14 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

KBK: Við höfum margoft svarað bullinu í Erni Ægi, en hann heldur áfram að dæla úr sér og tekur ekkert tillit til þess sem gildir hér á blogginu, t.d. að ekki setja inn heilu greinarnar. Örn Ægir er gott dæmi um ESB-andstæðing sem veður um netheima með bull og vitleysu!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.6.2012 kl. 08:20

15 Smámynd: Ólafur Als

Steini Briem, stundum ferðu yfir strikið ... og e.t.v. oftar. Íslenska ríkið, þrátt fyrir boðasjó, var ekki á leið í gjaldþrot. Þar ferðu með RANGT mál. Athyglivert er, að nú ræðirðu um að allir geti orðið gjaldþrota - áður fyrr var orðræðan í þá veru að ESB aðild og evru-upptaka fastsetti hagsæld og góðæri - sem sagt, allir geta orðið gjaldþrota!

Og svo koma athugasemdirnar um efnahag BNA eins og hvert annað kýrhausainnskot. Hagsmunir Íslands - og einnig Noregs og Sviss - felast m.a. í því að evrutilraunin þjaki ekki efnahag ESB um allt of langa framtíð. Hagsmunir aðildarsinna felast í einu, og aðeins einu, að myndað verði stórríki á meginlandinu þar sem efnahagsstjórnin verði að mestu í höndum skrifræðisins í ofurstofnunum ESB. Þar liggur draumurinn ... og þar liggur e.t.v. lausnin. Spurningin er hvort þýskir kjósendur verði spurðir um leyfi til þess að borga fyrir þann draum. Ég þykist m.a. viss um að Bretar hafi ekki áhuga á slíku.

Ólafur Als, 11.6.2012 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband