Leita í fréttum mbl.is

Samningaviðræður við ESB: Þrír kaflar opnaðir í vikunni

ESB-ISL2RÚV greinir frá: "Viðræður hefjast um þrjá nýja kafla, eða málaflokka, í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið í lok vikunnar. Þá verður byrjað að ræða um flutningastarfsemi, félags- og vinnumál og fjárhagslegt eftirlit.

Tveir fyrstnefndu málaflokkarnir falla undir EES-samninginn en í samningsafstöðu Íslands er farið fram á nokkrar sérlausnir varðandi flutningastarfsemi."

Síðar segir í fréttinni:

"Fjárhagslegt eftirlit fellur ekki undir EES-samninginn en ekki er óskað sérlausna á því sviði. Að þessu loknu munu viðræður hafa hafist um átján kafla aðildarsamnings af þrjátíu og þremur en vonir ráðamanna, bæði hérlendis og í Brussel, standa til að viðræður um alla kaflana geti hafist fyrir árslok."

Eftir því sem kláruðum köflum fjölgar, því styttra er í aðildarsamning - sem þjóðin fær svo að kjósa um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Kjósa um og hafna algjörlega! Enda umboðslausar aðildarviðræður sem á að slíta!

Örn Ægir Reynisson, 19.6.2012 kl. 01:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, þá utan flokka, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 11:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Og þessi gríðarlega langi valdatíimi endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!


Svar: ENGIN!!!

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 11:11

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þetta er alltaf sama ruglið sem þú kemur með hér Steini meiri þvælan nenni ekki að reka þetta ofan í þig.

 Breytir litlu þótt nokkrum hræðum í stjórnmálaflokkunum hafi verið mútað af Evrópusambandinu þegar restin af þjóðinni er á móti aðild.

Evrópugrísirnir verða geldir án deyfilyfja.

Örn Ægir Reynisson, 19.6.2012 kl. 14:37

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

  Ekki treysta þeim:

http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs&feature=results_main&playnext=1&list=PL2352BA6FF267D1A3

Auður Lilja Erlingsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldvin Jónsson (leysir af Birgittu), Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson , Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (leysir af Lilju Rafney), Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Össur Skarphéðinssongreiðir ekki atkvæði: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson

Örn Ægir Reynisson, 19.6.2012 kl. 15:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Það þarf ENGAN VEGINN að múta Íslendingum til að þeir vilji að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Það eru ekki allir Íslendingar í Sjálfstæðisflokknum.

Við Íslendingar höfum einfaldlega mikinn hag af því, rétt eins og við höfum grætt mikið á aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Með þeirri aðild og aðildinni að Schengen-samstarfinu er Ísland hins vegar 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF!!!

Og 70%  þeirra þingmanna á Alþingi sem samþykktu aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu voru í Sjálfstæðisflokknum.

Og teldu nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.


Hittumst á Austurvelli klukkan sex í kvöld og þú munt fara þaðan geltur, margflengdur og brókarlaus, elsku kallinn minn.

Þið andstæðingar Evrópusambandsins ausið daglega svívirðingum yfir fólk en þegar ykkur er svarað í sömu mynt skælið þið úr ykkur blóðhlaupnar glyrnurnar.

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 15:34

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steingrímur samdi við Framsókn um sjávarútvegsmálin.Hann er að semja við Framsókn þessa dagana um hvernig hann geti logið sig út úr ESB ruglinu.Hann hefur sagt að endurskoða verði aðildarumsóknina, enda getur hann og VG ekki farið í kosningar með það á bakinu.Þetta verður því slegið af í haust með þingsályktunartillögu um að aðildarviðræðum verði frestað. Ekkert bendir til annars en að það verði gert með samkomulagi við ESB.Enda veit ESB að það yrði áfall fyrir sambandið ef viðræðunum og aðildarumsókninni verður hafnað í kosningum.Þessar viðræður verða svo látnar gleymast og aldrei minnst á þær meira.Svo BREIMAKETTIR  ESB geta þess vegna hætt breiminu strax.

Sigurgeir Jónsson, 19.6.2012 kl. 17:29

8 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Steini það vantar ekki kokhreystina. Hitta þig fíflið á austurvelli kl 6 til hvers  ? Íslendingar höfðu m.a. efnahagshrun upp úr EES samningnum og stöðuga aðför að Sjálfstæði landsins!

Örn Ægir Reynisson, 19.6.2012 kl. 17:29

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

EES samningurinn, er ekki ESB aðild.Þeir sem halda það eru að róta í sandkassa eða moldarbeði til að gera þarfir sínar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.6.2012 kl. 17:33

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og það liggur fyrir að EES samningurinn með frjálst flæði fjármagns orsakaði hrunið á Íslandi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.6.2012 kl. 17:35

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"Elsku kallinn " kemur út úr skápnum annað slagið.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.6.2012 kl. 17:40

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Hvers vegna hæðist þú að, og gerir lítið úr mínum upplýstu nei-skoðunum á ESB-elítunni, hér á þessari síðu?

ESB er ekki það sama og almenningur í Evrópu.

Ég stend með lýðræði í Evrópu og víðar, án þvingana og landamæra, og stend með almenningi utan allra seðlabanka-ræningjaelíta-liðssveita, sama hvaða bókstöfum þær sveitir nefna sig.

Hvers vegna birtir þú ekki alla mótsagnarkenndu möguleikana sem voru settir á blað hjá nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar árið 2009?

Það myndi nefnilega birta heildarmyndina, en ekki bara eina klausu úr allri mótsagnarkenndu þvælunni sem þar var sett á blað? Svona ætlar ESB-elítan að þvæla þjóð-þinginu í blekkingarnet ESB-AGS, og það er ekkert skárra en að hertaka okkur á sama hátt og Sýrlendinga! Bara önnur útfærsla á hertökunni!

Í þessu nefndaráliti frá 2009 kemur meðal annars fram að ekki geti orðið um annað að ræða en ráðgefandi þjóðar-atkvæðagreiðslu um "samninginn". Hvers vegna lætur þú það ekki fylgja með í þínum skýringum?

Þegar sannleikurinn er tekinn úr heildarsamhengi verður hann lyga-áróður, til að hafa áhrif á og blekkja almenning. Það er vægast sagt óheiðarlegt og hættulegt, og þú ættir að bæta úr því ef þú vilt láta taka þig alvarlega. Ég er með útskrift af þessu áliti í heild sinni hjá mér, og veit hvað ég er að tala um.

Ég sé ekki mikið annað í stöðunni en að birta þetta allt saman einhversstaðar á opinberum vettvangi, þar sem allt heila ruglið frá þessu nefndaráliti nær til allra. Það verður að stoppa þennan blekkingarleik sem er í gangi hjá stjórnvöldum og ESB-elítunni samviskulausu. Ég finn mér einhverja leið til þess, þótt pólitíska fjölmiðla-ESB-elítan muni ekki hjálpa mér við það verk. Það er þolinmæðis-langhlaup að verja lýðræði/réttlæti, og enginn opinber fjölmiðlaelíta mun greiða götuna að slíku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2012 kl. 18:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spái því að Sandgerðismóri drukkni í Sandgerðishöfn.

Í annað sinn.

Enterlaust.

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 20:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1994.

Formaður Vinnuveitendasambands Íslands í árslok 1997:


"SÍÐUSTU þrjú árin hafa lífskjör landsmanna batnað til muna og kaupmáttur launa farið ört vaxandi.

Skattframtöl fyrir árið 1996 sýna að kaupmáttur atvinnutekna í heild hafi aukist um rúm 6% og verður að fara áratug aftur í tímann til að finna sambærilega hækkun.


Nýjustu upplýsingar Kjararannsóknarnefndar benda til þess að kaupmáttaraukinn verði enn meiri á þessu ári.

Á þremur árum hefur því kaupmáttur tekna landverkafólks hækkað um 15-20%.


Þetta eru miklu meiri breytingar launa og kaupmáttar en í öðrum Evrópuríkjum. Þar eru tekjubreytingar um þessar mundir 3,5-4% að jafnaði og árleg kaupmáttaraukning um 2%.

Kaupmáttaraukningin er mun meiri en búist var við fyrirfram.


Laun hafa hækkað nokkuð umfram samninga en miklar kostnaðarhækkanir hafa ekki leitt til samsvarandi hækkunar á verði vöru og þjónustu.

Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið mun minni en vænta mátti.

Skýringin liggur í aukinni framleiðni sem orsakast meðal annars af harðri samkeppni, svo og miklu betri nýtingu afkastagetu í atvinnurekstri samfara mikilli veltuaukningu.

Fyrirtækin hafa þannig brugðist við af mikilli snerpu og staðið undir miklu meiri vexti en vænst var."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 20:30

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta svar Steini. Ég býst við að þú vitir betur en þetta.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla er það sama og skoðanakönnun, sem ekki er meiningin að fara eftir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.6.2012 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband