Leita í fréttum mbl.is

Ísland "kyngir" - án áhrifa! Full aðild að ESB myndi breyta stöðunni

Nokkuð er rætt þessa dagana um innleiðingu reglugerðar um losunarheimildir, sem kemur frá ESB.

Menn kvarta og kveina yfir því að þurfa að innleiða reglugerðina eins og hún kemur "af kúnni" og einn þeirra er Atli Gíslason, yfirlýstur andstæðingur ESB.

Í viðtalið við Morgunblaðið kemst Mörður Árnason hinsvegar að kjarna málsins, sem er að Ísland (vegna aðildar sinnar að EES), hefur engin áhrif á setningu reglna sem þessara. Mörður segir:

"Þetta mál sýnir ágætlega þann vanda sem við stöndum frammi fyrir sem aðilar að EES-samningnum eftir átján ár. Það þarf að leysa þann vanda því við getum ekki búið við hann til frambúðar. Ég geri ekki ráð fyrir því að því verði tekið með miklum fögnuði að tveggja stoða lausnin sé notuð í öllum tilvikum þar sem þessi staða kemur upp, þá á ég við Evrópusambandið og samstarfsfólk okkar í EES og EFTA. Enda væri það nánast feluleikur.

Hins vegar teldi ég eðlilegt að breyta stjórnarskránni þannig að hægt sé með ákvörðun Alþingis að deila fullveldisréttinum í tilvikum eins og þessum. Það leysir málið að hluta. Samt sem áður stöndum við frammi fyrir þeim ágöllum EES-aðildarinnar sem hér býr að baki. Mín lausn á vandanum er að ganga í ESB og verða þátttakandi í þessu ferli, og ekki bara þiggjandi. Aðrir verða svo að gera grein fyrir sinni lausn."

EES-samningurinn (þrátt fyrir marga kosti) hefur stóran galla: Ísland þarf að "kyngja" hlutum án þess að hafa nokkuð um þá að segja. Með fullri aðild að ESB breytist það!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hækkað um EINUNGIS 0,22% og LÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadollar um 4,06%, þrátt fyrir að mun fleiri erlendir ferðamenn komi nú hingað til Íslands en áður.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

(Samtök um rannsóknir á mörlenskum rugludöllum.)

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 11:03

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Alltaf jafn gáfulegir

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 13:16

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Full aðild jafngildir sameinigu við gráðug og ósvífin nýlenduveldi Evrópu sem myndu hirða hér allt bitastætt á augabragði einsog og við finnum smjörþefin af nú þegar. 300 þúsund manna örþjóð sem þó er rík af náttúruauðlindum yrði áhrifalaus i því milljónahafa.ESB reynir sífellt að teygja sig lengra og lengra með aðstöð trojuhesta eins og ykkar. Hættið að reyna ljúga að þjóðinni!

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 13:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hefur HRUNIÐ.

Gengi evrunnar og Bandaríkjadollars hefur hins vegar EKKI hrunið.

Því síður Evrópusambandið eða Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 13:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hafa nú verið GJALDEYRISHÖFT Í FJÖGUR ÁR og þau verða Í MÖRG ÁR Í VIÐBÓT ef Seðlabanki Evrópu aðstoðar ekki Seðlabanka Íslands við að aflétta þeim á næstunni.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 13:54

9 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Við eigum að stöðva frekari innleiðingu reglna frá Evrópusambandinu og slíta aðildarviðræðum átroðningur Evrópusambandsins með mútum til stjórnmálamanna og flokka er óþolandi!

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 14:33

10 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þó stækkunardeildin vinni vinnuna sína á meðan embættismennirnir eru á launum þá er staðan svona:

ESB-er forystulaust og evru-ríkin sundruð - hver yfirgefur skútuna?

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 14:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja að Ísland fái aðild að NAFTA?!

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 14:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mikil olía er unnin við Grænland?

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 14:58

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins:

"Evrópusambandið er alltof stórt og valdamikið!"

"Evrópusambandið er alltof lítið og veikburða!"

"Evran er alltof stór og sterkur gjaldmiðill!"

"Evran er alltof lítill og veikburða gjaldmiðill!"

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 15:08

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins:

"Evrópusambandið er EITT stórt og valdamikið RÍKI!"

"Í Evrópusambandinu eru MÖRG og valdalítil RÍKI!"

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 15:16

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Það er alveg rétt hjá þér að þú þarft ekki að hafa nokkra þekkingu á þessum málefnum til að gapa hér út í það óendanlega.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 15:25

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur sagt að óvíst sé með frekari viðræður við Ísland um aðild Íslands að ESB.Þótt flest sem frá ESB hefur komið sé lýgin ein, þá bendir flest til að ESB sé loks búið að átta sig á því að íslendingar hafa ekki áhuga á því að vera í raun nýlenda gömlu arðræninganna sem stjórnuðu heiminum þar til þeir sturluðust og fóru að drepa hverjir aðra.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.7.2012 kl. 15:28

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breimakötturinn sem kenndur er við Sörlaskjólið , þótt fæstir vilji kannast við hann þar, sem er skiljanlegt, gerir þarfir sínar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.7.2012 kl. 15:30

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

BANDARÍKIN, sem eru í NAFTA, hafa sem sagt aldrei verið nýlenduveldi.

FILIPPSEYJAR:

"Filippseyjar fengu sjálfstæði frá Bandaríkjunum árið 1946 eftir að hafa verið hernumdar af Japönum í síðari heimsstyrjöld."

"As it became increasingly clear the United States would not recognize the First Philippine Republic, the Philippine–American War broke out. It ended with American control over the islands which were then administered as an insular area."

KÚBA:

"Cuba gained formal independence from the U.S. on May 20, 1902, as the Republic of Cuba. Under Cuba's new constitution, the U.S. retained the right to intervene in Cuban affairs and to supervise its finances and foreign relations."

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 16:40

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn ætti að sjálfsögðu að vera með mynd af Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.

Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar EKKI lagt til að Kanadadollar eða Bandaríkjadollar verði gjaldmiðill okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 16:55

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og Sjálfstæðisflokkurinn gefur skít í íslenska evrumynt, enda þótt hana prýði vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom okkur Íslendingum 70% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 16:59

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvenær fara fólk og sambönd að tala um raunverulega mannúð og mannréttindi, en ekki einungis um innistæðulausa peningaprentun svika-seðlabanka heimsveldanna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2012 kl. 17:00

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var bankastjóri Seðlabanka Íslands þegar bankinn varð GJALDÞROTA.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 17:40

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Látið ekki eins og þið séuð fæddir í gær.

Áhrifamáttur okkar í ESB yrði svo til enginn.

Formlega yrði þó atkvæðavægi okkar í ráðherraráðinu (sem hefur lagasetningarvald í sjávarútvegsmálum) 0,06% frá 1.11. 2014 (ef við yrðum komnir þar inn) og sá sami í leiðtogaráði Evrópusambandsins. Æðsta löggjafarvald væri í höndum Esb. yfir OKKAR málum, m.a. sjávarútvegsmálum - og hleypa öðrum þjóðum hér inn í okkar landhelgi!

Heyri ég nokkurs staðar húrrahróp?

Jón Valur Jensson, 7.7.2012 kl. 18:36

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Feitletrun átti að ljúka þarna á ártalinu, en það býttar engu.

Svo átti að standa: - og myndi hleypa öðrum ...

Jón Valur Jensson, 7.7.2012 kl. 18:38

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er alveg rétt hjá þér að þú þarft ekki að hafa nokkra þekkingu á þessum málefnum til að gapa hér út í það óendanlega.

Búið að svara þessu RUGLI í þér að minnsta kosti eitt hundrað sinnum.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 18:58

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 19:01

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Sjávarútvegsmál:


"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.

Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."

"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."

"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.

Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.

Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum.
"

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 19:02

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar AÐILDAR Íslands að Evrópusambandinu hafa ENGAN áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir VILJA eingöngu taka við MEIRIHLUTANUM af lögum Evrópusambandsins, ÁN ÞESS AÐ HAFA NOKKUR ÁHRIF á lagasetninguna.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 19:17

29 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þessi fyrirsögn segir það sem segja þarf... "Ísland "kyngir" - án áhrifa! Full aðild að ESB myndi breyta stöðunni"...

Að vísu væri engin mikilsháttar breyting nema hvað að við fengjum 0,06%áhrif eða á eg að segja nánast sama og 0% áhrif???

Kyngja þurfum nú en kokgleypa allt eftir inngöngu...

Oj bjakk...

Þið stígið ekki í vitið ESB-sleikjurnar frekar en fyrri daginn...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 7.7.2012 kl. 20:43

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem talar um að aðrir bulli. Ég held hann stundi sjálfur vísvitandi blekkingar.

Lesið þessar staðreyndir: "Lagasetningarvald á sviði sjávarútvegs er fyrst og fremst hjá stofnunum ESB og aðildarríkin hafa framselt vald til stefnumótunar á sviði sjávarútvegs til sambandsins.244 Afleidd löggjöf á þessu sviði þarf aukinn meirihluta atkvæða í ráðherraráðinu til að hljóta samþykki, en Evrópuþingið hefur eingöngu ráðgefandi hlutverk á þessu sviði.245"

Hér er engin miskunn hjá Magnúsi, en ég var hér að vitna í opinberan texta: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", forsætisráðuneytið, Rv. 2007, bls. 96 (allar feitletranir mínar, JVJ). Og áfram segir í textanum (og TAKIÐ VEL EFTIR FYRSTU SETNINGUNNI):

"Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna.246

Heimildir:

244 Sbr. m.a. 5. gr., 6. gr. og 7. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

245 Sbr. 2. mgr. 37. gr. Rómarsáttmálans. Hingað til hafa eingöngu verið settar reglugerðir á sviði sjávarútvegs, en ekki tilskipanir. Það er meginregla að stofnanir ESB hafa valdheimildir til að setja reglur á sviði sjávarútvegs. Í dómi gegn Bretlandi nr. 804/79 kom fram að þótt ráðið hefði ekki sett reglur á því sviði sem valdframsal aðildarríkjanna tekur til hefðu aðildarríkin ekki heimild til að setja reglur á viðkomandi sviði. Því var einnig slegið föstu að vald til þess að setja reglur um verndarráðstafanir á hafinu féllu að öllu leyti undir valdsvið stofnana ESB en ekki undir valdsvið aðildarríkjanna.

246 Sbr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

Miklu fleira mætti bæta við til að staðfesta þetta allt enn betur.

Jón Valur Jensson, 7.7.2012 kl. 20:49

31 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Jón Valur já það er löngu ljóst að Steini fer vísvitandi með lygar og blekkingar, rennur upp úr honum drullan eins og sagt er og hann er ekki einn um það allir leppar Evrópusambandsins hér á landi taka þátt í bullinu í ríkisstjórn stjórnmálaflokkum og fjölmiðlum.

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 21:36

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt Ólafur Björn. Ísland kyngir. Og til þess að tryggja sem best að allt fari nú eins og lagt var upp með þá verður síðast gengið til samninga um tvö veigamestu samningsefnin sem eru landbúnaður og fiskveiðar.

Þá verður svo auðvelt að spyrja hvort þjóðin vilji virkilega hætta þessu þófi þegar búið sé að fullnusta nánast allar reglugerðir og öll lög ESB

nema þetta lítilræði?

Árni Gunnarsson, 7.7.2012 kl. 22:17

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 22:54

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland á aðild að fjölmörgum alþjóðastofnunum þar sem teknar eru ákvarðanir um sameiginleg markmið og reglur sem aðildarríki eru skuldbundin til að innleiða og hafa æ meiri þýðingu að innanlandsrétti.

Stór hluti íslenskra réttarreglna á uppruna sinn í alþjóðaskuldbindingum og þannig eru áhrif þjóðaréttarins og alþjóðasamstarfs á íslensk lög og réttarskipan ótvíræð."

Þjóðaréttur, Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson, 2011, bls. 12.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 22:56

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu eru MÖRG smá ríki og þau hefðu AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI viljað fá aðild að sambandinu EF þau hefðu þar ENGIN áhrif.

Og íslenska ríkið tekur NÚ ÞEGAR upp MEIRIHLUTANN af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 23:00

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:

"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild. "

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 23:06

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 23:09

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 23:13

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 23:16

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Steini, það er örugglega búið að segja þér það þúsund sinnum, en ég segi það samt aftur. Þessi raðinnleggjaspam eru afskaplega þreytandi. Ég þarf að fara að leggja að Árna Matt að það verði innleiddur í bloggkerfið sá möguleiki að fela innlegg sem spam. Eins og hægt er að gera t.d. á YouTube.

Theódór Norðkvist, 8.7.2012 kl. 00:53

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Theódór Norðkvist,

Heyrt hef ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu.

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 01:51

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini, það eru engin rök til fyrir því, að við myndum, inn í gímaldið komin eða á leiðinni með "að'ildarsamningi", sleppa við að lúta stofnasáttmálum EWvrópusambandsins. Hver eftir annan hafa fulltrúar Esb. sagt, að við yrðum að fara eftir lögum Esb. Jafni aðgangurinn er grundvallaratriði þar, ólíkt t.d. "reglan" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers Esb-lands. Hún víkur fyrir grundvallarreglunni, þegar á reynir.

Þú svaraðir því í raun ekki síðasta innleggi mínu, og fyrstu viðbrögð þín sýndu bara taugatitring: að fara að mana menn til að hafna þá bæði Schengen og EES. Ég er ekkert feiminn við að hafna hvoru tveggja!

Sannaðu hér í tölum, að við höfum eitthvert heildargagn af EES-samningnum! (Já, þetta er áskorun.)

Jón Valur Jensson, 8.7.2012 kl. 04:21

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið hafið svo gott af að hugleiða þetta líka:

Í þessu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):

  • "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt, [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins, 5. gr.] en hún kemur nú fram í 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002. [Nmgr.2: 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002 segir: Fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum á öllum hafsvæðum sambandsins öðrum en þeim sem vísað er til í 2. mgr. (sérregla sem gildir innan 12 sjómílna lögsögu aðildarríkjanna) að virtum þeim reglum sem settar eru samkvæmt 2. kafla (hér er vísað til hvers konar verndarráðstafana).] Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
  • "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
  • Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.)
  • "Evrópudómstóllinn úrskurðaði í s.k. Factortame-máli að umrædd skilyrði bresku laganna [annarra brezkra laga, innsk. jvj] um búsetu eða ríkisfang væru andstæð lögum Evrópusambandsins, einkum 43. gr. Rs. (áður 52. gr.)[Rs. = Rómarsáttmálinn] um rétt þegns og fyrirtækja til að stofna og starfrækja sjálfstæðan atvinnurekstur í öðru aðildarríki og einnig 294. gr. Rs. (áður 221. gr.) sem varðar jafnan rétt til fjárfestinga í félögum. Dómstóllinn tók jafnframt fram að heimilt væri að setja reglur um fiskiskip sem gerð eru út frá aðildarríkjunum, en óheimilt væri að tengja þær á einhvern hátt lögheimili eða þjóðerni eigenda útgerðar." (Bls. 6.)
  • "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)

Um allt þetta má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá. Ég tel þó ekki nógu varlega ályktað þar sums staðar um áhættuna af því að Ísland láti sogast í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson, 8.7.2012 kl. 04:24

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er rétt hjá þér að þú þarft ekki að hafa nokkra þekkingu á þessum málefnum til að gapa hér út í það óendanlega.

Og mér er nákvæmlega sama hvaða skoðun þú hefur á hinu og þessu.

Þú heldur því til dæmis fram að allir Íslendingar sem eru fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu séu í sama stjórnmálaflokknum.

Reyndin er hins vegar allt önnur og þingmenn í öllum stjórnmálaflokkum, sem sæti eiga á Alþingi, greiddu atkvæði með því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Ég hef menntun hvað þessi málefni varðar, til að mynda í Evrópurétti, stjórnskipunarrétti og hafrétti.

Hef einnig unnið hér á Íslandi í landbúnaði, iðnaði og sjávarútvegi, bæði til sjós og lands.

Þar að auki búið í öllum kjördæmum landsins og tveimur Evrópusambandslöndum.

Og ég skrifaði fréttir daglega í Morgunblaðið í mörg ár um sjávarútveg, fiskveiðar, fiskvinnslu og sölu á sjávarafurðum, auk þess að gefa þar vikulega út sérblað um sjávarútvegsmál við annan mann.

Við fórum til fjölmargra landa í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu til að kynna okkur þar sjávarútveg og markaðsmál.

En þú klórar þér í afturendanum og þykist vita allt betur en þeir sem kynnt hafa sér málin af eigin raun og hafa á þeim þá þekkingu sem nauðsynleg er til að geta fjallað um þau af skynsamlegu viti á opinberum vettvangi.

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 08:55

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engin af öllum þessum klausum í þessu innleggi þínu, Steini, kl. 8.55 gerir minnstu tilraun til að afsanna né jafnvel andmæla þeim efnisrökum, sem fram komu í síðasta innleggi mínu. 1. klausan þar er freklega ókurteis og yfirlætiskennd, það mælir nú ekki með þér. 2. klausan er út í bláinn. 3. klausan fer með rangt mál, ég veit vel af Esb-einstaklingum í öðrum flokkum en Samfó (t.d. í Dögun) og hef oft minnzt á þá. 4. klausan gengur fram hjá því, að ýmsir þeirra, sem greiddu atkvæði með því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu, eru að eigin sögn alls EKKI "fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu". Aðrar klausur þarna eru blaður um sjálfan þig og breyta engu um efnisrök mín, og svo detturðu aftur í dónaskapinn í lokaklausunni. Til hamingju með frammistöðuna!!!!!

Jón Valur Jensson, 8.7.2012 kl. 10:29

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

RÖKræður við þig og þína líka í þessum efnum eru gjörsamlega vonlausar, því þið afneitið STAÐREYNDUM málsins.

Og RÖKræður verða að sjálfsögðu að byggjast á STAÐREYNDUM en EKKI hvað viðkomandi FINNST um hitt og þetta.

Þú hefur mjög einstrengingslegar SKOÐANIR á hinu og þessu, til að mynda Evrópumálunum, og heldur því statt og stöðugt fram að ekkert sé að marka það sem PRÓFESSORAR Í EVRÓPURÉTTI benda á í sínum fræðiskrifum.

Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er að sjálfsögðu byggð á því að fiskstofnar í Norðursjó er SAMEIGINLEG AUÐLIND margra ríkja, þar sem stofnarnir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Og það gildir að sjálfsögðu einnig um fiskstofna í Eystrasalti og Miðjarðarhafinu.

Í Norðursjó eru fiskstofnar SAMEIGINLEG AUÐLIND til að mynda Noregs og Evrópusambandsríkja.

Og við Norður-Noreg eru fiskstofnar SAMEIGINLEG AUÐLIND Noregs og Rússlands.

Hér við Ísland eru hins vegar fjölmargir STAÐBUNDNIR fiskstofnar, til að mynda þorskstofninn, sem EKKI eru sameiginleg auðlind Íslands og annarra ríkja, til að mynda Evrópusambandsríkja.

Og á því munu viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu í sjávarútvegsmálunum byggjast, eins og hér hefur komið fram, mörgum sinnum.

Þær viðræður hefjast síðar á þessu ári, svo og í landbúnaðarmálunum, þar sem byggt verður á VARANLEGRI SÉRLAUSN Finnlands í þeim efnum.

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 15:36

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og AÐILDARSAMNINGI Íslands við Evrópusambandið verður EKKI hægt að breyta, nema með samþykki ALLRA aðildarríkja sambandsins, og þar á meðal Íslands, að sjálfsögðu.

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 15:49

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fiskstofnar við Norður-Noreg eru auðlind Noregs, sem sjómenn þar eiga rétt á að veiða, en sumt af stofnum þar flökkustofnar. Þó að landgrunnið við Norður-Noreg sé annað en það, sem er sunnar og við Norðursjó og Eystrasalt, þá vildi Evrópusambandið samt ekki gefa Noregi fullan og eigin nýtingarrétt yfir fiskveiðum norður af vissri línu - ALLUR Noregur skyldi undir, engar undantekningar leyfðar frá rétti ESB til jafns aðgangs þar. Ég er að ræða hér kröfur Noregs annars vegar og ESB hins vegar vegna "aðildar"-umsóknarinnar 1993-4. Norsk stjórnvöld urðu að lúffa þarna fyrir ESB, rétt eins og þegar þau vildu líka fá "regluna um hlutfallslegan stöðugleika" innmúraða sem óbreytanlega í aðildarsamning sinn - ekki tókst það heldur! Það var ekki að furða, að norska þjóðin felldi svo aðildarsamninginn 1994.

Jón Valur Jensson, 8.7.2012 kl. 16:34

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fljótlega eftir að færslur Evrópusamtakanna birtast hér á Moggablogginu birti ég þær á Facebook, þar sem allir geta tjáð sig, hvort sem þeir eru með eða á móti Evrópusambandinu.

Og þar á ég fimm þúsund vini í nær öllum löndum heimsins.

Á Netinu er ég í sambandi við erlenda stjórnmálamenn, til að mynda í Evrópusambandslöndunum, Færeyjum og Grænlandi, sem eru að sjálfsögðu í danska ríkinu.

En þeir hafa lítinn áhuga á að tala við Hádegismóra og aðra móra hérlendis.

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 17:22

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍTREKUN:

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 17:26

52 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þeir eru víða, en ekki bara hérna á Íslandi trojuhestar Evrópusambandsins:

Harðar umræður í gríska þinginu í gær-þið eruð landsölumenn sagði Tsipras

Örn Ægir Reynisson, 8.7.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband