17.7.2012 | 18:01
Jón og makríllinn
Það er eins og sumir bara fatti ekki hvernig ESB vinnur og starfar. Eða neiti að viðurkenna vinnubrögðin.
Jón Bjarnason fyrrum ráðherra virðist vera einn þeirra. Í grein í Morgunblaðinu þann 16.júlí skrifar hann um deilu nokkurra ríkja við Atlantshaf um makríl.
Jón ýjar að því að um verulegar eftirgjafir af hálfu Íslandi verði að ræða og nota orðið "undirlægjuháttur" reglulega í greininni og talar um hótanir ESB í garð okkar Íslendinga.
Það sem hinsvegar er mikilvægt að hafa í huga að ESB líkar ekki að semja við ríki um aðild, þegar það deilir um einhverja hluti við önnur ríki.
Gott dæmi um slíkt voru landmæradeilur Slóveníu og Króatía, á meðan Króatía var að semja um aðild.
Ríkin náðu hinsvegar samkomulagi og Króatía hefur nú gerst aðildarríki að ESB. Engir lausir endar voru skildir eftir. Þannig vinnur ESB.
Sem er mjög skynsamlegt. Þessvegna verða menn að reyna til hins ítrasta að ná samningum um makrílinn líka.
Það er ekki gott til afspurnar að hrifsa til sín auðæfi bara eftir hentugleikum, sama hvort um er að ræða Ísland eða einhver önnur ríki.
Slíkt heitir rányrkja og þannig gengur maður ekki um náttúruna!
Ps. Svo er það einfalega rangt hjá Jóni að aðildarsinnar vilji eingöngu sem mestan hraða á aðildarviðræðunum. Flestir vilja sem bestan samning fyrir Íslands hönd, sem síðan verður kosið um. Það eru hinsvegar margir skoðanabræður Jóns sem vilja ekki að íslenska þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning yfirhöfuð! Slík er lýðræðisást þeirra!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Eitt skrítið við þetta. Afhverju heyrist ekkert frá náttúruverndarsinnum í VG þessu viðvíkjandi? Er náttúruvernd bara eitthvað sem á að flagga fyrir kosningar og setja svo niðrí karftöflugeymslu þess á milli? það heyrist eigi múkk um að VG sé á nokkurn hátt tengdir náttúruvernd - né reyndar innbyggjarar yfirleitt. Eins og það sé bara eitthvað framandi eða eitthvað ofan á brauð í útlöndum.
Ef VG stæði undir nafni mundi það auðvitað reka svona menn burtu úr flokknum hið snarasta. Maðurinn bókstaflega heimtar að fiskistofnum sé rústað!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 18:50
Ekki kemur á óvart, að þið veitist hér að Jóni Bjarnasyni vegna tímabærrar greinar hans og varna hans fyrir þjóðarhagsmuni okkar. Þið hafið löngum mælt meira með Evrópusambandinu en sjálfstæði og lífsbjargarviðleitni þjóðar okkar.
En hve langt þið eruð reiðubúnir að ganga að mæla óskammfeilni Esb. í þessu makrílmáli, þar sem stórveldið hefur þó haldið uppi hótunum og ógnun um viðskiptabann, í stað þess að þið gerið hitt, sem lægi beinna við: að reyna að þegja þetta í hel eins og fleiri Esb-mál (einkum fullvedisafsalið), – það vekur vissulega athygli mína og kemur nokkuð á óvart.
Óskammfeilnin í tali um Ísland kemur t.d. fram í þessum orðum ykkar: "Það er ekki gott til afspurnar að hrifsa til sín auðæfi bara eftir hentugleikum, sama hvort um er að ræða Ísland eða einhver önnur ríki."
Til að hamra enn á þessu bætið þið við: "Slíkt heitir rányrkja og þannig gengur maður ekki um náttúruna!" !!
En hverjir eru það, sem veiða MARGFALT MEIRA EN VIÐ? Eru það ekki Esb-löndin, þau hin sömu sem ætluðu okkur að veiða þrjú til fjögur prósent veiðanna á sama tíma og 40% stofnsins var hér við land og svelgdi í sig fimmfalda þyngd sína?!
Svo treystið þið eins og þessir vanhæfu Esb-yfirmenn á fráleitlega slappar og skeikular rannsóknir á viðgangi makrílstofnsins í NA-Atlantshafi. Um það hrófatildur allt má lesa hér í frábærleiga upplýsandi grein Jóns Kristjánssonar fiskifræðings: Ekki semja um makrílinn!
Jafnvel Steingrímur J. getur ekki tekið undir þessi skrif ykkar hér, ef dæma má af nýjustu frétt af ummælum hans um makrílveiðarnar.
En fyrir löngu er tími til kominn, að Samfylkingin einangrist ALGERLEGA í auðsveipninni við þetta ömurlega Evrópusamband og allan þess yfirgang.
Jón Valur Jensson, 18.7.2012 kl. 03:23
Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Þorsteinn Briem, 18.7.2012 kl. 13:30
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 18.7.2012 kl. 13:42
Það verður nú ekki samið til eilífðarnóns um veiðar úr makrílstofninum, frekar öðrum flökkustofnum.
"Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem ekki eru staðbundnir, heldur flakka á milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld."
Norðmenn yrðu nú ekki hrifnir ef gerður yrði samningur til eilífðarnóns um að við Íslendingar fengjum að veiða töluvert úr makrílstofninum en eftir örfá ár gengi hann ekkert inn í íslensku lögsöguna.
Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.