29.7.2012 | 13:34
Forsetinn: Össur á erfitt verk fyrir höndum - virðir rétt þjóðarinnar að kjósa um aðildarsamning
Forseti íslands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson birtist í viðtali við Frönsku sjónvarpsstöðina France 24 þann 25. júlí og ræddi þar meðal annars ESB-málið. En eins og kunnugt er hefur hann tekið afdráttarlausa afstöðu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því. Sem "ópólitískur" forseti.
En ummæli hans um hrun krónunnar haustið 2008 vekja athygli. Það má nefnilega skilja eða túlka orð Ólafs þannig að krónan hafi verið felld handvirkt. Sem er að sjálfsögðu ekki rétt. Hér varð stjórnlaust gjaldmiðilshrun. Það var ekki í áætlunum stjórnvald að gengisfella krónuna, þó ýmsir hafi bent á að gengi hennar hafi verið allt of hátt skráð. En forsetinn bendir á að við gátum fellt krónuna, sem er alveg rétt. Það var bara enginn sem felldi hana - hún sá alveg sjálf um að falla!
Ólafur segir þetta vera áhrifamesta þáttinn í leið til efnahagsbata, en hann minnist ekkert á gríðarlega verðbólgu, ofurvexti og kaupmáttarrýrnun sem fylgdi þessu og sem landinn er enn að glíma við. Þá er verið að tala um tölur á bilinu 30-40% (fer nokkuð eftir hópum).
Hann segist einnig vera þeirrar skoðunar að þetta sé meginorskök þess mikla straums ferðamanna til landsins, en tekur t.d. ekki fram að á Íslandi urðu tvö eldgos með skömmu millibili og vöktu þau gríðarlega athygli um allan heim, sérstaklega gosið í Eyjafjallajökli. Það var ókeypis auglýsing sem er erfitt að meta til fjár.
Í viðtalinu segist Ólafur virða lýðræðislegan rétt Alþingis og vilja þjóðarinnar í sambandi við ESB-málið (..."have a final say on this issue") og segist EKKI ætla að tefja málið með neinum hætti. Sem er áhugavert að heyra.
Hann segir einnig að vinur sinn, utanríkisráðherra, dr. Össur Skarphéðinsson, eigi erfitt verk fyrir höndum í að koma heim með góðan aðildarsamning og ekki laust við að örli á smá glotti í andliti forsetans.
Þetta er rétt mat, það er (og verður) erfitt að ná fram góðum samningi við ESB, en það er líka hin mikla áskorun fyrir samninganefnd Íslands!
Það gerir málið líka mjög spennandi, þ.e. hvernig niðurstaðan verður. Og það er einmitt um hana sem þjóðin á að fá að kjósa. Og það er einmitt það sem öfgafyllstu andstæðingar ESB vilja hindra - að þjóðin fái að kjósa um samninginn.
Það kallast frekja og yfirgangur!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það kallast frekja yfirgangur og landráð að aðlaga stjórnkerfið Íslenska að kröfum Evrópusambandsins sem gerði með aðstoð efnahagsböðla, stjórnmálamanna, fjölmiðla og hagfræðinga áhlaup á Íslenska efnahagskerfið með það að markmiði að reyna að knésetja þjóðina og þvinga hana með því inn í Evrópusambandið sem vill tryggja yfirráðasvæði sitt upp að norðurheimskauti og tryggja sér þær auðlindir sem þar eru.
Örn Ægir Reynisson, 29.7.2012 kl. 14:55
Vill einhver svara þessu. Þakka.
Ég spyr.; Var Össur á einhverju trippi þegar hann braut öll lög sem hægt var til þess að koma ESB umsókninni frá sér. Það er engin undanþága á landráðum þau fyrnast ekki og sá sem kærir ekki er líka sekur (jafnvel fyrir landráð) sem vitorðsmaður. Kafli X hegningalaganna segir skírt.: (Brot þeirra Össurs og Jóhönnu eru í hið minnsta fyrstu 3 liðirnir 86/7/8)
Það má geta þess að Stefán Fule og Jose Baroso vita um þessi Landráð. Ég hef svarbréf frá þeim. Allur þingheimurin veit þetta enda hrópað í sölum alþingis þann 16 júlí 2009. þetta eru landráð þetta eru landrá og það í beinni útsendingu. Það eru mörg brot vegna ráðherralaga og stjórnarskrár brot.
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
1)L. 82/1998, 25. gr.
94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]3)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.]4)
1)L. 82/1998, 26. gr. 2)L. 101/1976, 10. gr. 3)L. 47/1941, 2. gr. 4)L. 56/2002, 1. gr.
96. gr. …1)
1)L. 82/1998, 27. gr.
97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að [ráðherra]1) hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll [meðferð sakamála].2)
1)L. 162/2010, 88. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
Valdimar Samúelsson, 29.7.2012 kl. 15:35
Valdimar rétt hjá þer, þetta veit öll stjórnmálastéttin eins og hún leggur sig, lögfræðingar, dómarar,saksóknarar, lögreglustjórar, menntalítan og þeir sem veðsettu landið og miðin, þeir sem rændu lífeyrisjóði og banka og komu milljörðum undan í skattaskjól áður en spilaborgin hrundi yfir hausinn á þeim. Þetta er bara þvílikt bananlýðveldi og spilling þvílik að ekkert er gert í málunum!Og sama er uppi á teningnum í öllu helvítis Evrópusambandinu meira og minna.
Örn Ægir Reynisson, 29.7.2012 kl. 17:58
Allir stjórnmálaflokkarnir opnuðu á og liðkuðu fyrir þeirri bólu sem hér var mynduð og þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Og þeir sem það vissu græddu vel á því sem almenningur fær nú að borga með hærri sköttum og stökkbreyttum lánum!
Örn Ægir Reynisson, 29.7.2012 kl. 18:04
Það verður ekki hægt að saka Samfylkinguna um lýðræðisleg vinnubrögð í esb - málinu.
Óðinn Þórisson, 29.7.2012 kl. 19:20
Þakka svörin en það hlýtur að koma að skuldadögum en ég bara skil ekki hvernig það er hægt að fremja landráð í beinni útsendingu frá Alþingi og engin gerir neitt.
Valdimar Samúelsson, 29.7.2012 kl. 20:27
Hmm ég segi þakka svörin og er inn á ESB síðuni Ha ha..:-) Afsaka ESB.
Valdimar Samúelsson, 29.7.2012 kl. 20:29
Lofum fáráðlingunum að gapa hér einir næstu mánuðina.
Enginn nennir að lesa rausið í þeim!
Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.