Leita í fréttum mbl.is

Grikkir eða bankakallar?

"Bandaríski bankinn Citigroup telur það mun líklegra en áður að Grikkland segi skilið við evruna. Spáir bankinn því núna að 90% líkur séu á því að Grikkir segi sig frá evrunni á næstu 12-18 mánuðum og að 75% líkur séu á því að það gerist á næstu 6 mánuðum."

Þessu segir MBL.is frá. Hljómar þetta ekki eins og veðmál?

Hinsvegar eru Grikkir sjálfir ekkert á þeim buxunum að yfirgefa Evruna. Er ekki eðlilegra að taka freka mark á því en bandarískum bankaköllum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Grikkir eiga ekki margra kosta völ, þeir vor of seinir að átta sig og því eru þeir í gíslingu frú Merkel.     

Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2012 kl. 17:55

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þeir sem sigra og þeir sem tapa í Evrópu
Það gerist sjaldan að háfleygar þjóðir missi flugið á einni nóttu, en það er nákvæmlega það sem kom fyrir Þýskaland nýlega. Landið var orðið að táknmy...

Joschka Fischer
Það gerist sjaldan að háfleygar þjóðir missi flugið á einni nóttu, en það er nákvæmlega það sem kom fyrir Þýskaland nýlega. Landið var orðið að táknmynd hroka og afneitunar í bæði knattspyrnu og stjórnmálum og taldi sig allra manna maka í bæði Evrópumeistaramótinu og í Evrópusambandinu. Í báðum tilfellum kom í ljós að Þjóðverjar lifðu í sjálfsblekkingu. Sama kvöld og Þjóðverjar voru burstaðir af Ítölum í undanúrslitum EM komst Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að því hver takmörk hennar eigin valds innan evrusvæðisins voru á leiðtogafundinum í Brussel. Stefna Þýskalands síðan evrukreppan hófst fyrir tveimur árum hafði skilið landið eftir einangrað og það átti sér ekki viðreisnar von gegn bandalagi Ítalíu, Spánar og Frakklands.Í raun átti hún ekkert val nema gefa eftir og samþykkja víðtækar breytingar á hinu nýja fjárhagslega samstarfi ESB sem mun létta endurfjármögnun fyrir þau lönd sem lent hafa í kreppunni og bankastarfsemi þeirra. Þýska trúarsetningin um »engar greiðslur án bættrar frammistöðu og stjórnar« var slegin af borðinu, og samkomulagið sem gert var í bláa bítið var algjör andstaða þess sem hún vildi. Grunnur hins nýja fjármálasambands var orðinn að rústum jafnvel áður en þýska sambandsþingið samþykkti það seinna um daginn. Samkomulagið í Brussel var, sem lausn á fjárhagsvanda evrusvæðisins, allt annað en framþróun því að það náði aldrei að hefja sig ofar þröngri áfallastjórnun. Það býður ekki upp á neina áætlun til þess að sigrast á kreppunni í Suður-Evrópu sem þýðir að ógnin við evrusvæðið er enn til staðar.Á stjórnmálasviðinu var samkomulagið hins vegar líkt lítilli byltingu, þar sem það færði valdajafnvægið innan evrusvæðisins til: Þýskaland er sterkt, en ekki nægilega sterkt til þess að komast upp með að einangra sig frá hinum stórþjóðum Evrópu. Það er nú mögulegt að taka ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum Þýskalands. Undir þvingaðri tjáningu um samstöðu hlakkaði augljóslega í mönnum yfir þýska ósigrinum. Enn á eftir að koma í ljós hver full áhrif stefnu Þýskalands, stefnu niðurskurðar, fjöldaatvinnuleysis og efnahagskreppu, verða á björgunaraðgerðir í Suður-Evrópu. Hefði Merkel viljað samkomulagið sem náðist í Brussel hefði niðurstaðan markað upphaf grundvallarendurskoðunar á stefnu evrusvæðisins í kreppunni - og verið sýning á velheppnaðri stjórnvisku hennar. Í staðinn er samkomulagið algjör ósigur fyrir Þýskaland, sem tengist afneituninni á þeirri staðreynd að stefna landsins hefur snarminnkað áhrif þess innan ESB. Það er þó augljóslega raunin: Þýskum áhrifum innan evrópska seðlabankans hefur hnignað mjög; fjármálaráðherra Þýskalands verður ekki höfuð Evruhópsins; og í ofanálag fáum við hrakfarirnar í Brussel!En ósigur Þýskalands, sama hversu víða honum er fagnað, felur í sér ýmis áhyggjuefni. Í fyrsta lagi er ekki allt sem Þjóðverjar héldu fram rangt: hin brýna þörf á styrkingu fjármálakerfisins til lengri tíma og þörfin á kerfisbreytingum til þess að gera kreppulöndin samkeppnishæfari mun ekki hverfa. Jafn mikilvægt er hins vegar að minnka efnahagslegt ójafnvægi og auka samræmi í stefnu sambandsins svo hægt sé að efla hagvöxt.Í öðru lagi er pólitísk vænisýki að færast í aukana á hægri væng þýskra stjórnmála: Sagt er að allir vilji bara peninga Þýskalands, hið raunverulega markmið Breta sé að veikja okkur; og að fjármálamarkaðirnir munu ekki vera í rónni fyrr en allur auður Þýskalands hefur verið fjárfestur erlendis og hagsæld landsins til framtíðar þannig stefnt í hættu. Stjórnarandstaðan er að »svíkja Þýskaland í hendur útlendinga« og »góðu« fjármagni í framleiðni er stillt upp á móti »slæmu« fjármagni spákaupmennsku. Orðið hefur vart við and-kapítalisma í gamalkunnu formi á viðhorfssíðum sumra þýskra dagblaða sem felur í sér hvorki meira né minna en höfnun á Evrópu og jafnvel Vesturlöndum. Það skal tekið fram að þó að hægri vængurinn í Þýskalandi hóti að verða þjóðernissinnaðri mun sagan að sjálfsögðu ekki endurtaka sig, því að Þýskaland nútímans hefur breyst ásamt umhverfi þýskra stjórnmála. Þrátt fyrir það gæti vaxandi efahyggja í Þýskalandi gagnvart ESB stefnt samrunaferli Evrópu í verulega hættu í ljósi hins sterka valds landsins í efnahagsmálum. Og jafnvel þó að það gæti stefnt hagsmunum Þýskalands sjálfs í hættu, eru aðgerðir stjórnmálamanna ekki alltaf byggðar á rökhugsun, sérstaklega þegar alvarlegt hættuástand stendur fyrir dyrum.Það sama gildir um Frakkland, nema Frökkum, ólíkt Þjóðverjum, finnst erfitt að láta af hendi fullveldi sitt, á meðan fyrir okkur Þjóðverja snýst allt um peninginn. Þessir andlegu og pólitísku tálmar hóta Evrópusamstarfinu báðir jafn mikið.Og reyndar, ef niðurstaðan frá hinum nýliðna leiðtogafundi þýðir það að í framtíðinni munu Frakkar og Þjóðverjar mynda bandalög hvorir gegn öðrum, og fela sig á bak við tóma orðaleppa um samstöðu, að þá getum við alveg eins gleymt Evrópu. Ef öxullinn milli Frakklands og Þýskalands virkar ekki, getur samrunaferli Evrópu ekki náð árangri. Báðir aðilar verða að ákveða sig hvort þeir vilji Evrópu - það er að segja, fullan efnahagslegan og pólitískan samruna. Í efnahagsmálum verða þeir að velja á milli samábyrgðar og sameiginlegs bankasvæðis eða gefa sameiginlegu myntina upp á bátinn. Í stjórnmálum stendur valið á milli sameiginlegrar ríkisstjórnar og þings eða þess að veita ríkjunum aftur fullt fullveldi sitt. Það sem vitað er með vissu er það, að alveg eins og það er ekki hægt að vera aðeins örlítið ólétt, að þá er blendingurinn sem nú er við lýði ekki á vetur setjandi.Í nóvember síðastliðnum sagði Volker Kauder, leiðtogi meirihlutans í þýska sambandsþinginu: »Allt í einu talar Evrópa þýsku.« Hann hafði rangt fyrir sér. Alveg eins og Spánn (ekki Þýskaland) er merkisberi evrópskar knattspyrnu, þá talar Evrópa í besta falli bjagaða ensku. Ef markmiðið er að vernda samrunaferli Evrópu, þá er það fyrir bestu.

Örn Ægir Reynisson, 3.8.2012 kl. 00:41

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Grein eftir Joschka Fischer. Hvsð lesa innlimunarsinnar út úr henni?Markaðspanikk?

Örn Ægir Reynisson, 3.8.2012 kl. 00:43

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þjóðverjar er sú þjóð sem ræður mestu í Evrulandi eða mun gera það. Skoðanakönnun í Þýskalandi sýnir að 65% Þjóðverja vilja Grikki út úr Evrunni og 84% Þjóðverja telja að versti hluti krísunnar sé framundan.

Svo má geta þess að El-Erian, sem stýrir Pimco, stærsta skuldabréfasjóði í heimi, gefur því 35% líkur að Evrusamstarfið leysist upp innan næstu 6 mánaða.

Eina lausnin, samruninn sem felst í fjármálalegri og í raun pólitískri yfirstjórn Evrulanda, felur í sér dauðadóm kerfisins. Enda yrðu hin 10 ESB löndin ekkert hrifin, sbr. Bretland.

Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 09:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Steini Briem, 22.12.2011 kl. 13:55

Þorsteinn Briem, 3.8.2012 kl. 11:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 3.8.2012 kl. 11:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 3.8.2012 kl. 11:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi.
"

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti lánabeiðni Íslendinga

Þorsteinn Briem, 3.8.2012 kl. 11:38

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.6.2012:

Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50%
árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.

Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.

Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 3.8.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband