Leita í fréttum mbl.is

Evrunni fylgdi stöðugleiki í Þýskalandi - hefur tryggt jafnt verðlag

RÚVÍ Speglinum var nýlega fjallað um Evruna og áhrif hennar á þýskt efnahagslíf. Þar segir meðal annars:

"Samkvæmt tölum sem nýlega voru birtar í Þýskalandi hefur verð fyrir vörur og þjónustu hækkað um 43 af hundraði síðustu tvo áratugina, eða frá árinu 1991. Á sama tíma hefur kaup þýskra launþega hækkað um 45 af hundraði, eða um tveimur prósentum meira en almenn þjónusta og neysluvara. Þetta eru að mati tölvísra manna meðmæli með evrunni sem gjaldmiðli. Hún hefur í það minnsta ekki leitt til lakari kjara almennings hér í Þýskalandi, nema síður væri. Í skýrslu sem Þýska efnahagsstofnunin, Institut der deutschen Wirtschaft, sendi frá sér fyrir skömmu kemur líka fram, að töluverðar breytingar hafa orðið á því, hversu lengi menn þurfa að vinna fyrir hinum ýmsu neysluvörum. Þar er tekið sem dæmi að enn sem fyrr tekur það skrifstofu- eða iðnaðarmann að meðaltali 3 mínútur að vinna fyrir einu bjórglasi. Það má fastlega reikna með að þetta taki Íslending í sambærilegu starfi ívið lengri tíma."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

 "Þar er tekið sem dæmi að enn sem fyrr tekur það skrifstofu- eða iðnaðarmann að meðaltali 3 mínútur að vinna fyrir einu bjórglasi. Það má fastlega reikna með að þetta taki Íslending í sambærilegu starfi ívið lengri tíma."

Viðbjóðsleg okur- og skattpíningarstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að hver sem fjárfestir í bjór- eða vínglasi hér á landi er nærri því að komast vonarvöl. Enginn hefur getað sýnt fram á að þessi fáránlega stefna refsitolla á alla áfenga drykki hafi skilað nokkrum árangri varðandi "bætta" drykkjusiði hér á landi. Annars vegar kemur þetta í veg fyrir að fólk geti tamið sér venjur siðaðra þjóða í umgengni við vín (með mat), hins vegar stuðlar þessi "stefna" að bruggi, smygli og neyslu annarra fíkniefna. Skipbrot íslenskrar áfengisstefnu er algert. Kjósendur hafa hins vegar engan valkost. Undantekningarlaust allir flokkar styðja þessa "stefnu". Er að undra að enginn treysti þingmönnum lengur?

Sæmundur G. Halldórsson , 3.8.2012 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband